Gamla Fagranes veldur deilum í San Francisco Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2013 10:29 Gamli Djúpbáturinn við bryggju í San Francisco. Gamla Fagranes, síðasta ferjan sem gegndi hlutverki Djúpbáts á Ísafjarðardjúpi, er nú tilefni deilna og blaðaskrifa í San Francisco í Kaliforníu eftir að hafnaryfirvöld kröfðust þess að skipið yrði fjarlægt úr höfninni fyrir næstu mánaðamót. Fimmtánhundruð manns hafa sent frá sér bænarskjal um að ákvörðunin verði afturkölluð og segja að um borð fari fram þýðingarmikið frumkvöðlastarf. Skipið var í áætlunarsiglingum á Ísafjarðardjúpi um átta ára skeið, frá 1991 og þar til rekstri Djúpbátsins var hætt árið 1999. Illa gekk að finna kaupendur þar til efnaður bandarískur arkitekt af sænskum ættum, Thorsten Olle Lundberg, birtist óvænt tveimur árum síðar. Arkitektinn keypti Fagranesið, lét gera á því miklar endurbætur í Skipasmíðastöð Njarðvíkur árið 2001, og fékk síðan íslenska áhöfn í sjö vikna leiðangur til að sigla því um Panama-skurðinn alla leið til San Francisco. Hann gaf skipinu nýtt nafn, Maritol, innréttaði það sem lúxusheimili og kom meðal annars fyrir sundlaug um borð. Hann nýtti það sem einkaheimili, bundið við bryggju, og greiddi um 180 þúsund krónur í hafnargjöld á mánuði. Þannig vakti skipið mikla athygli og var meðal annars fjallað um það í New York Times og einnig í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma. Þar hefur skipið legið undanfarin tólf ár en síðustu tvö ár hefur það verið nýtt sem frumkvöðlasetur og kallað Icebreaker, eða Ísbrjóturinn. Nú vilja hafnaryfirvöld í San Francisco skipið burt og segja að samkvæmt reglum hafnarinnar sé óheimilt að nýta það sem heimili og að öll skip í höfninni verði að vera haffær. Skipverjar segja rangar sögusagnir ganga um skipið sé einskonar hippanýlenda ungmenna og nefna dæmi um hvernig ungir háskólamenntaðir einstaklingar hafa nýtt vinnuaðstöðu um borð til nýsköpunar við að koma ábatasömum fyrirtækjum á legg. Nýjustu fréttir eru þær að hafnaryfirvöld hafa frestað því að framfylgja ákvörðun sinni. Í frétt San Francisco Chronicle má sjá myndasyrpu af gamla Fagranesi í núverandi ástandi. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Gamla Fagranes, síðasta ferjan sem gegndi hlutverki Djúpbáts á Ísafjarðardjúpi, er nú tilefni deilna og blaðaskrifa í San Francisco í Kaliforníu eftir að hafnaryfirvöld kröfðust þess að skipið yrði fjarlægt úr höfninni fyrir næstu mánaðamót. Fimmtánhundruð manns hafa sent frá sér bænarskjal um að ákvörðunin verði afturkölluð og segja að um borð fari fram þýðingarmikið frumkvöðlastarf. Skipið var í áætlunarsiglingum á Ísafjarðardjúpi um átta ára skeið, frá 1991 og þar til rekstri Djúpbátsins var hætt árið 1999. Illa gekk að finna kaupendur þar til efnaður bandarískur arkitekt af sænskum ættum, Thorsten Olle Lundberg, birtist óvænt tveimur árum síðar. Arkitektinn keypti Fagranesið, lét gera á því miklar endurbætur í Skipasmíðastöð Njarðvíkur árið 2001, og fékk síðan íslenska áhöfn í sjö vikna leiðangur til að sigla því um Panama-skurðinn alla leið til San Francisco. Hann gaf skipinu nýtt nafn, Maritol, innréttaði það sem lúxusheimili og kom meðal annars fyrir sundlaug um borð. Hann nýtti það sem einkaheimili, bundið við bryggju, og greiddi um 180 þúsund krónur í hafnargjöld á mánuði. Þannig vakti skipið mikla athygli og var meðal annars fjallað um það í New York Times og einnig í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma. Þar hefur skipið legið undanfarin tólf ár en síðustu tvö ár hefur það verið nýtt sem frumkvöðlasetur og kallað Icebreaker, eða Ísbrjóturinn. Nú vilja hafnaryfirvöld í San Francisco skipið burt og segja að samkvæmt reglum hafnarinnar sé óheimilt að nýta það sem heimili og að öll skip í höfninni verði að vera haffær. Skipverjar segja rangar sögusagnir ganga um skipið sé einskonar hippanýlenda ungmenna og nefna dæmi um hvernig ungir háskólamenntaðir einstaklingar hafa nýtt vinnuaðstöðu um borð til nýsköpunar við að koma ábatasömum fyrirtækjum á legg. Nýjustu fréttir eru þær að hafnaryfirvöld hafa frestað því að framfylgja ákvörðun sinni. Í frétt San Francisco Chronicle má sjá myndasyrpu af gamla Fagranesi í núverandi ástandi.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira