Konan sögð beitt þrýstingi að segja hælisleitandann vera föðurinn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2013 07:00 Samkvæmt úrskurði Útlendingastofnunar er skilyrði fjölskyldusameiningar ekki uppfyllt enda sé maðurinn ekki í sambandi við meinta barnsmóður og ekki sé sannað að barnið sé hans. FBL/Stefán Karlsson Hælisleitandinn sem lögregla leitar að og átti að senda úr landi í gær er grunaður um aðild að mansalsmálinu sem kom upp á Suðurnesjum í sumar. Ætluð barnsmóðir mannsins, sem einnig er hælisleitandi, ber við að hún sé mansalsfórnarlamb og gefa rannsóknargögn til kynna að hún sé beitt þrýstingi um að segja manninn vera föðurinn. Þetta kemur fram í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins um synjun á endurupptöku á úrskurðinum um að senda manninn úr landi. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa mótmæli verið skipulögð fyrir framan innanríkisráðuneytið í dag undir yfirskriftinni Mótmæli gegn sundrun flóttafjölskyldu frá Nígeríu. Kemur fram á Facebook-síðu mómælanna að brottvísun mannsins úr landi sé lögbrot þar sem hann á unnustu og ófætt barn á Íslandi. Í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins kemur aftur á móti fram að maðurinn eigi ekki í sambandi við meinta barnsmóður sína, heldur eigi hann í sambandi við íslenska konu. Einnig að faðernisviðurkenning muni fara fram í kjölfar fæðingar barnsins. Í rökstuðningnum segir ennfremur að maðurinn teljist ekki í lögmætri dvöl á Íslandi. Þegar hann sótti um hæli kom margsinnis fram að unnusta hans byggi í Kanada, hann hefði verið á leið þangað og sagði hann sjálfur að hann hefði engin sérstök tengsl við Ísland. Að mati ráðuneytisins hefur sú staðreynd ekki breyst. Lögmaður mannsins bað um frestun á að senda manninn úr landi til að bera málið undir dómsstóla. Frestunin er byggð á grundvelli ófædda barnsins en einnig að maðurinn sé í sambandi við íslenska konu, sé heilsuveill og hafi stöðu grunaðs manns vegna tveggja mála á Suðurnesjunum og vilji hann hreinsa nafn sitt. Þar að auki að maðurinn hafi í hyggju að höfða mál til ógildingar á úrskurði ráðuneytisins. Í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir synjun á endurupptöku málsins segir að skilyrði fjölskyldusameiningar sé ekki uppfyllt þrátt fyrir samband mannsins við íslenskan ríkisborgara og möguleika á að hann sé faðir barnsins. Þá njóti hælisleitendur í Sviss viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Einnig hafi kærandi upplýst að hann hafi ekki sætt áframhaldandi rannsókn lögreglu vegna málanna á Suðurnesjum og því sé engin ástæða til að fresta réttaráhrifum vegna þeirra. Ráðuneytið tekur einnig fram að það telji ekki ástæðu til að líta svo á að flutningur mannsins til Sviss leiði til þess að hann fái ekki úrlausn um ógildingarkröfu sína fyrir dómstólum. Hægt sé að fjalla um málið án þess að kærandi sé staddur á landinu. Hælisleitendur Lekamálið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Hælisleitandinn sem lögregla leitar að og átti að senda úr landi í gær er grunaður um aðild að mansalsmálinu sem kom upp á Suðurnesjum í sumar. Ætluð barnsmóðir mannsins, sem einnig er hælisleitandi, ber við að hún sé mansalsfórnarlamb og gefa rannsóknargögn til kynna að hún sé beitt þrýstingi um að segja manninn vera föðurinn. Þetta kemur fram í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins um synjun á endurupptöku á úrskurðinum um að senda manninn úr landi. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa mótmæli verið skipulögð fyrir framan innanríkisráðuneytið í dag undir yfirskriftinni Mótmæli gegn sundrun flóttafjölskyldu frá Nígeríu. Kemur fram á Facebook-síðu mómælanna að brottvísun mannsins úr landi sé lögbrot þar sem hann á unnustu og ófætt barn á Íslandi. Í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins kemur aftur á móti fram að maðurinn eigi ekki í sambandi við meinta barnsmóður sína, heldur eigi hann í sambandi við íslenska konu. Einnig að faðernisviðurkenning muni fara fram í kjölfar fæðingar barnsins. Í rökstuðningnum segir ennfremur að maðurinn teljist ekki í lögmætri dvöl á Íslandi. Þegar hann sótti um hæli kom margsinnis fram að unnusta hans byggi í Kanada, hann hefði verið á leið þangað og sagði hann sjálfur að hann hefði engin sérstök tengsl við Ísland. Að mati ráðuneytisins hefur sú staðreynd ekki breyst. Lögmaður mannsins bað um frestun á að senda manninn úr landi til að bera málið undir dómsstóla. Frestunin er byggð á grundvelli ófædda barnsins en einnig að maðurinn sé í sambandi við íslenska konu, sé heilsuveill og hafi stöðu grunaðs manns vegna tveggja mála á Suðurnesjunum og vilji hann hreinsa nafn sitt. Þar að auki að maðurinn hafi í hyggju að höfða mál til ógildingar á úrskurði ráðuneytisins. Í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir synjun á endurupptöku málsins segir að skilyrði fjölskyldusameiningar sé ekki uppfyllt þrátt fyrir samband mannsins við íslenskan ríkisborgara og möguleika á að hann sé faðir barnsins. Þá njóti hælisleitendur í Sviss viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Einnig hafi kærandi upplýst að hann hafi ekki sætt áframhaldandi rannsókn lögreglu vegna málanna á Suðurnesjum og því sé engin ástæða til að fresta réttaráhrifum vegna þeirra. Ráðuneytið tekur einnig fram að það telji ekki ástæðu til að líta svo á að flutningur mannsins til Sviss leiði til þess að hann fái ekki úrlausn um ógildingarkröfu sína fyrir dómstólum. Hægt sé að fjalla um málið án þess að kærandi sé staddur á landinu.
Hælisleitendur Lekamálið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira