Allsherjarnefnd fundar um ofbeldismál: Hæstiréttur gerði mistök Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. febrúar 2013 13:38 Andrea Unnarsdóttir fékk þyngsta dóminn í umræddu sakamáli. Hæstiréttur gerði mistök þegar hann komst að þeirri niðurstöðu í dómi að það hefði ekki verið kynferðisbrot þegar karlmaður stakk fingri í endaþarm og leggöng konu og klemmdi. Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Nefndin fundaði um dóminn í morgun. Málið tengist árás konu og þriggja karlmanna á konu í Hafnarfirði fyrir jólin 2011. Hin dæmdu hafa öll verið bendluð við vélhjólasamtökin Vítisengla. Sú sem fékk þyngsta dóminn, Andrea Kristín Unnarsdóttir, var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi og rétt er að taka fram að þrátt fyrir niðurstöðu sína þyngdi Hæstiréttur þá refsingu sem Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt fólkið til að sæta. Forsendan fyrir niðurstöðu Hæstaréttar var sú að ætlun brotamannsins hafi verið sú að meiða þolandann og því hafi ekki verið um kynferðisbrot að ræða. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, mætti á fund allsherjarnefndar í morgun til að ræða dóminn. Björgvin sagði að það hefði verið ein meginniðurstaða fundarins að löggjöfin hafi verið í lagi. Dómurinn hefði einfaldlega gert mistök. „Dómurinn sætti svo vægt sé til orða tekið mikilli undrun og furðu. Og þegar maður fer yfir hann er maður agndofa af undrun," segir Björgvin G. Sigurðsson um málið. „Þó að þingmenn séu ekkert áfjáðir í það að vera að gagnrýna niðurstöðu dómsvaldsins, þá verður maður stundum að gera það. Og ég held að harkaleg viðbrögð úr öllum áttum hafi verið mjög réttmæt og eðlileg við þessum undarlega dómi. En um leið var það ágætt að fá það fram með afdráttarlausum hætti að það er ekkert í lagaumhverfinu sem við þurfum að bregðast við," sagði Björgvin. Hann bætti því við að þingmenn þyrftu frekar að halda áfram að fylgjast með framkvæmd dómanna. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Hæstiréttur gerði mistök þegar hann komst að þeirri niðurstöðu í dómi að það hefði ekki verið kynferðisbrot þegar karlmaður stakk fingri í endaþarm og leggöng konu og klemmdi. Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Nefndin fundaði um dóminn í morgun. Málið tengist árás konu og þriggja karlmanna á konu í Hafnarfirði fyrir jólin 2011. Hin dæmdu hafa öll verið bendluð við vélhjólasamtökin Vítisengla. Sú sem fékk þyngsta dóminn, Andrea Kristín Unnarsdóttir, var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi og rétt er að taka fram að þrátt fyrir niðurstöðu sína þyngdi Hæstiréttur þá refsingu sem Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt fólkið til að sæta. Forsendan fyrir niðurstöðu Hæstaréttar var sú að ætlun brotamannsins hafi verið sú að meiða þolandann og því hafi ekki verið um kynferðisbrot að ræða. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, mætti á fund allsherjarnefndar í morgun til að ræða dóminn. Björgvin sagði að það hefði verið ein meginniðurstaða fundarins að löggjöfin hafi verið í lagi. Dómurinn hefði einfaldlega gert mistök. „Dómurinn sætti svo vægt sé til orða tekið mikilli undrun og furðu. Og þegar maður fer yfir hann er maður agndofa af undrun," segir Björgvin G. Sigurðsson um málið. „Þó að þingmenn séu ekkert áfjáðir í það að vera að gagnrýna niðurstöðu dómsvaldsins, þá verður maður stundum að gera það. Og ég held að harkaleg viðbrögð úr öllum áttum hafi verið mjög réttmæt og eðlileg við þessum undarlega dómi. En um leið var það ágætt að fá það fram með afdráttarlausum hætti að það er ekkert í lagaumhverfinu sem við þurfum að bregðast við," sagði Björgvin. Hann bætti því við að þingmenn þyrftu frekar að halda áfram að fylgjast með framkvæmd dómanna.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira