Verjandi Hannesar segir sannanir skorta Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. nóvember 2013 19:23 Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla. Hannes Smárason er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. Fjárhæðin var millifærð án vitunar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Verði Hannes fundinn sekur um fjárdrátt gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Í ákærunni kemur fram að Hannes hafi millfært upphæðina tilbaka ásamt vöxtum tveimur mánuðum eftir að hafa fært fjármunina af reikningi FL Group. Hannes mun þó ekki hafa millifært fjármunina tilbaka fyrr en eftir þrýsting frá stjórnendum fyrirtækisins. Millifærslan hafði fram að því ekki verið færð í bókhald FL Group. Kaupþing banki í Lúxemborg veitti Fons lán til að greiða fjárhæðina tilbaka. Gísli Guðni Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Hannesar, segir kæruna gegn skjólstæðingi sínum vera rýr og skortur sé á sönnunum. „Ef maður les ákæruna sjálfa þá hefur hún að geyma mjög takmarkaða ákærulýsingu. Það er sagt ítrekað Hannes hafi látið gera hitt og þetta. Það er engin útskýring á því hvernig hann á að hafa gert þetta. Hann hefur ítrekað komið í skýrslutöku og svarað öllum spurningum. Afstaða hans er óbreytt - hann telur sig vera alsaklausan af því sem fjallað er um í þessari ákæru,“ segir Gísli.Leka gögnum til fjölmiðla Verjandi Hannesar gefur ekki mikið fyrir vinnubrögð sérstaks saksóknara í málinu og segir að embættið hafi ítrekað lekið gögnum til fjölmiðla. „Það er greinilegt að embættið hefur látið leka gögnum í fjölmiðla, gögnum sem fengin voru í húsleitum o.s.frv. Það er náttúrulega grafalvarlegt,“ segir Gísli og bætir við. „Sérstakur saksóknari hefur farið í nokkur drottningaviðtöl og núna nýlega lýsti hann því yfir að það væri búið að ákæra stjórnendur allra helstu banka landsins og að þeir væru að ná ágætis dekkun. Ákærandi sem svona talar, hann ber ekki virðingu fyrir því hlutverki sem honum hefur verið trúað fyrir.“ Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir að skortur sé á sönnunum í ákæru sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi sínum. Hann sakar embættið um að leka gögnum til fjölmiðla. Hannes Smárason er ákærður fyrir að hafa í apríl árið 2005 dregið sér tæplega þrjá milljarða króna af reikningi FL Group og ráðstafað þeim til Fons eignarhaldsfélags. Fjárhæðin var millifærð án vitunar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Verði Hannes fundinn sekur um fjárdrátt gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Í ákærunni kemur fram að Hannes hafi millfært upphæðina tilbaka ásamt vöxtum tveimur mánuðum eftir að hafa fært fjármunina af reikningi FL Group. Hannes mun þó ekki hafa millifært fjármunina tilbaka fyrr en eftir þrýsting frá stjórnendum fyrirtækisins. Millifærslan hafði fram að því ekki verið færð í bókhald FL Group. Kaupþing banki í Lúxemborg veitti Fons lán til að greiða fjárhæðina tilbaka. Gísli Guðni Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Hannesar, segir kæruna gegn skjólstæðingi sínum vera rýr og skortur sé á sönnunum. „Ef maður les ákæruna sjálfa þá hefur hún að geyma mjög takmarkaða ákærulýsingu. Það er sagt ítrekað Hannes hafi látið gera hitt og þetta. Það er engin útskýring á því hvernig hann á að hafa gert þetta. Hann hefur ítrekað komið í skýrslutöku og svarað öllum spurningum. Afstaða hans er óbreytt - hann telur sig vera alsaklausan af því sem fjallað er um í þessari ákæru,“ segir Gísli.Leka gögnum til fjölmiðla Verjandi Hannesar gefur ekki mikið fyrir vinnubrögð sérstaks saksóknara í málinu og segir að embættið hafi ítrekað lekið gögnum til fjölmiðla. „Það er greinilegt að embættið hefur látið leka gögnum í fjölmiðla, gögnum sem fengin voru í húsleitum o.s.frv. Það er náttúrulega grafalvarlegt,“ segir Gísli og bætir við. „Sérstakur saksóknari hefur farið í nokkur drottningaviðtöl og núna nýlega lýsti hann því yfir að það væri búið að ákæra stjórnendur allra helstu banka landsins og að þeir væru að ná ágætis dekkun. Ákærandi sem svona talar, hann ber ekki virðingu fyrir því hlutverki sem honum hefur verið trúað fyrir.“
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira