Tito Vilanova, þjálfari Barcelona, heimsótti leikmenn sína á æfingasvæði Barca í morgun en hann er í veikindaleyfi eftir að krabbamein tók sig upp á ný hjá honum. Forráðamenn Barcelona töluðu strax um það að hinn 44 ára gamli þjálfari myndi snúa fljótt til baka og þessar fréttir auka líkurnar á því.
Vilanova lét sjá sig í morgun þrátt fyrir að það séu minna en tvær vikur síðan að hann lagðist á skurðarborðið. „Hann kom til Ciudad Deportiva og heilsaði upp á þá leikmenn sem voru mættir á æfingu í morgun," sagði í yfirlýsingu frá Barcelona.
Tito Vilanova hefur gert frábæra hluti á sínu fyrsta tímabili með Barcelona-liðið sem hefur níu stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og er búið að ná í 49 af 51 mögulegu stigum í fyrstu 17 umferðunum.
Barcelona hefur unnið 24 af fyrstu 28 leikjum undir hans stjórn og aðeins tveir hafa tapast; á móti Celtic í Meistaradeildinni og á móti Real Madrid í spænska ofurbikarnum.
Vilanova heimsótti leikmenn Barcelona í morgun
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn




Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn

