Jón Baldvin íhugar málaferli á hendur HÍ 2. september 2013 11:51 Jón Baldvin Hannibalsson og Kristín Ingólfsdóttir. Spjótin beinast nú mjög að Háskóla Íslands vegna afgreiðslu á málum Jóns Baldvins þar. Jón Baldvin Hannibalsson íhugar að fara í mál á hendur Háskóla Íslands vegna afgreiðslu mála hans þar, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón Baldvin ritaði grein sem birtist í Fréttablaðinu um helgina þar sem hann gerir grein fyrir málinu eins og það horfir við honum. Mun hann hafa fundað með lögmanni sínum vegna þessa en Jón Baldvin vildi ekki staðfesta þetta í samtali við fréttastofu -- sagði málin skýrast í vikunni. Augu manna beinast nú að stöðu Háskóla Íslands og þar með Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ, en hún mun ekki tjá sig fyrr en að loknum deildarfundi félagsvísindadeildar. Kristín baðst undan viðtali í morgun, hún vísaði til stjórnsýslu skólans; þess að deildirnar hafi faglegt sjálfstæði meðal annars er varðar skipulagningu kennslu.Háskóli Íslands sætir nú harðri gagnrýni meðal annars frá háskólamönnum og alþingismönnum.Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor, Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor og Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra eru meðal margra sem hafa gagnrýnt málsmeðferðina opinberlega. Þorvaldur gengur svo langt að segja skólann verða að taka sér tak og rektor beri að biðjast afsökunar ellegar segja af sér. Brynjar Níelsson þingmaður bættist svo í stækkandi hóp gagnrýnenda með grein í gærkvöldi. Hann bendir á að Jón Baldvin segi kynjafræðiskor Háskóla Íslands hafi staðið gegn kennslu hans. Brynjar segir það ekki háskólum til framdráttar að fóstra stjórnmálahópa sem telja pólitíska hugmyndafræði sína til vísinda og fræða.Daði Már Kristófersson.Daði Már Kristófersson forseti félagsvísindadeildar sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að HÍ tæki ekki tillit til mála Jóns Baldvins sem slíkra, ákvörðunin um að hann héldi ekki gestafyrirlestra við háskólann næsta vetur væri fyrst og fremst tekin til að gera skólanum kleift að sinna hlutverki sínu og tryggja nauðsynlegan frið um starfsemina. Daði fundar nú með sínu fólki á deildarfundi í Háskóla Íslands, en rektor mun ekki tjá sig um mál Jóns Baldvins fyrr en niðurstaða þess fundar liggur fyrir. Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson íhugar að fara í mál á hendur Háskóla Íslands vegna afgreiðslu mála hans þar, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón Baldvin ritaði grein sem birtist í Fréttablaðinu um helgina þar sem hann gerir grein fyrir málinu eins og það horfir við honum. Mun hann hafa fundað með lögmanni sínum vegna þessa en Jón Baldvin vildi ekki staðfesta þetta í samtali við fréttastofu -- sagði málin skýrast í vikunni. Augu manna beinast nú að stöðu Háskóla Íslands og þar með Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ, en hún mun ekki tjá sig fyrr en að loknum deildarfundi félagsvísindadeildar. Kristín baðst undan viðtali í morgun, hún vísaði til stjórnsýslu skólans; þess að deildirnar hafi faglegt sjálfstæði meðal annars er varðar skipulagningu kennslu.Háskóli Íslands sætir nú harðri gagnrýni meðal annars frá háskólamönnum og alþingismönnum.Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor, Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor og Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra eru meðal margra sem hafa gagnrýnt málsmeðferðina opinberlega. Þorvaldur gengur svo langt að segja skólann verða að taka sér tak og rektor beri að biðjast afsökunar ellegar segja af sér. Brynjar Níelsson þingmaður bættist svo í stækkandi hóp gagnrýnenda með grein í gærkvöldi. Hann bendir á að Jón Baldvin segi kynjafræðiskor Háskóla Íslands hafi staðið gegn kennslu hans. Brynjar segir það ekki háskólum til framdráttar að fóstra stjórnmálahópa sem telja pólitíska hugmyndafræði sína til vísinda og fræða.Daði Már Kristófersson.Daði Már Kristófersson forseti félagsvísindadeildar sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að HÍ tæki ekki tillit til mála Jóns Baldvins sem slíkra, ákvörðunin um að hann héldi ekki gestafyrirlestra við háskólann næsta vetur væri fyrst og fremst tekin til að gera skólanum kleift að sinna hlutverki sínu og tryggja nauðsynlegan frið um starfsemina. Daði fundar nú með sínu fólki á deildarfundi í Háskóla Íslands, en rektor mun ekki tjá sig um mál Jóns Baldvins fyrr en niðurstaða þess fundar liggur fyrir.
Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira