Hefur ekki reynt sambönd á eigin skinni Kjartan Guðmundsson skrifar 19. október 2013 09:00 Saumur var upphaflega útskriftarverkefni Ríkharðs Hjartars úr LHÍ en verður nú flutt í Borgarleikhúsinu. Fréttablaðið/GVA „Nú verður maður að gangast við því að vera listamaður,“ segir leikstjórinn Ríkharður Hjartar Magnússon sem frumsýnir sitt fyrsta leikstjórnarverkefni, Saum eftir Anthony Neilson, í Borgarleikhúsinu. Ríkharður Hjartar útskrifaðist úr Fræðum og framkvæmd við Listaháskóla Íslands í vor og var Saumur upphaflega útskriftarverkefni hans úr skólanum. Þá var verkið sýnt í Tjarnarbíói, í fyrsta sinn á Íslandi, en hefur nú ratað á Litla sviðið í Borgarleikhúsinu. „Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, sá verkið í Tjarnarbíói og lét mig vita strax í kjölfarið að hann vildi sýna það í Borgarleikhúsinu. Hann þurfti ekki að eyða mikilli orku í að sannfæra mig því ég var auðvitað kampakátur, en ég get ekki neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart. Það er auðvitað frábært að byrja í atvinnuleikhúsi á þennan hátt,“ segir Ríkharður Hjartar. Leikararnir í Saumi eru þeir sömu og tóku þátt í útskriftarsýningu Ríkharðs Hjartars, þau Hjörtur Jóhann Jónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir. Leikstjórinn þýðir einnig verkið. „Verkið fjallar um par sem er í stormasömu sambandi sem er fullt af ást og væntumþykju en á móti vantar mikið upp á hæfileikann til að grafa það sem liðið er og fyrirgefa. Parið stendur frammi fyrir því að ákveða hvort það vilji eignast barn eða ekki og um leið að ákveða hvort það vilji vera saman eða sundur. Það er óhætt að segja að verkið sé dramatískt en það er líka mikið hlegið á sýningunni,“ segir leikstjórinn. Sjálfur hefur Ríkharður Hjartar aldrei verið í ástarsambandi og því ekki reynt þær flækjur sem stundum fylgja slíkum samböndum á eigin skinni. „Hins vegar hafa komið til mín menn og faðmað mig eftir að þeir hafa séð sýninguna og sagt að þetta hafi verið nákvæmlega eins í þeirra erfiðu samböndum. Auk þess fjallar verkið jafn mikið um ástarsambönd og samskipti milli fólks almennt, hvort sem það eru vinnufélagar, vinir eða fjölskylda,“ segir Ríkharður Hjartar. Menning Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Léleg gervigreindarmynd reyndist teiknuð af „lifandi fólki“ Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Nú verður maður að gangast við því að vera listamaður,“ segir leikstjórinn Ríkharður Hjartar Magnússon sem frumsýnir sitt fyrsta leikstjórnarverkefni, Saum eftir Anthony Neilson, í Borgarleikhúsinu. Ríkharður Hjartar útskrifaðist úr Fræðum og framkvæmd við Listaháskóla Íslands í vor og var Saumur upphaflega útskriftarverkefni hans úr skólanum. Þá var verkið sýnt í Tjarnarbíói, í fyrsta sinn á Íslandi, en hefur nú ratað á Litla sviðið í Borgarleikhúsinu. „Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, sá verkið í Tjarnarbíói og lét mig vita strax í kjölfarið að hann vildi sýna það í Borgarleikhúsinu. Hann þurfti ekki að eyða mikilli orku í að sannfæra mig því ég var auðvitað kampakátur, en ég get ekki neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart. Það er auðvitað frábært að byrja í atvinnuleikhúsi á þennan hátt,“ segir Ríkharður Hjartar. Leikararnir í Saumi eru þeir sömu og tóku þátt í útskriftarsýningu Ríkharðs Hjartars, þau Hjörtur Jóhann Jónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir. Leikstjórinn þýðir einnig verkið. „Verkið fjallar um par sem er í stormasömu sambandi sem er fullt af ást og væntumþykju en á móti vantar mikið upp á hæfileikann til að grafa það sem liðið er og fyrirgefa. Parið stendur frammi fyrir því að ákveða hvort það vilji eignast barn eða ekki og um leið að ákveða hvort það vilji vera saman eða sundur. Það er óhætt að segja að verkið sé dramatískt en það er líka mikið hlegið á sýningunni,“ segir leikstjórinn. Sjálfur hefur Ríkharður Hjartar aldrei verið í ástarsambandi og því ekki reynt þær flækjur sem stundum fylgja slíkum samböndum á eigin skinni. „Hins vegar hafa komið til mín menn og faðmað mig eftir að þeir hafa séð sýninguna og sagt að þetta hafi verið nákvæmlega eins í þeirra erfiðu samböndum. Auk þess fjallar verkið jafn mikið um ástarsambönd og samskipti milli fólks almennt, hvort sem það eru vinnufélagar, vinir eða fjölskylda,“ segir Ríkharður Hjartar.
Menning Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Léleg gervigreindarmynd reyndist teiknuð af „lifandi fólki“ Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira