Krúttleg og "krípí“ Sara McMahon skrifar 1. mars 2013 13:00 Hljómsveitin Grúska Babúska gefur út sína fyrstu plötu í apríl. Platan er heldur óvenjuleg því hún kemur út í formi usb-lykils sem lítur út eins og babúska. "Sveitin varð þannig til að við Arndís, Guðrún sátum saman á kaffihúsi og þær fóru að tala um að ætla að spila saman tónlist. Ég spurði hvort þær vantaði ekki líka hljómborðsleikara því ég vissi um einn mjög góðan. Þær spurðu hver það væri og ég sagði að það væri ég og úr því var ákveðið að prófa að spila saman allar þrjár. Við tókum þessu mjög alvarlega strax frá upphafi og eftir að hafa æft saman í nokkra mánuði enduðum við heima hjá mér með tölvu að taka upp plötu. Þegar platan var nánast tilbúin föttuðum við að okkur vantaði slagverksleikara. Við leituðum að kvenkyns slagverksleikara í um sex mánuði þar til við römbuðum fram á Dísu." Svo lýsir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir tilurð hljómsveitarinnar Grúsku Babúsku. Sveitina skipa einnig Arndís A. K. Gunnarsdóttir og Guðrún Birna La Sage de Fontenay. Sveitin gefur út sína fyrstu hljómplötu í usb formi þann 1. apríl næstkomandi. Grúska Babúska er með samning við breska útgáfufyrirtækið Static Caravan sem rekið er af Geoffrey Dolman. Fyrsta plata sveitarinnar verður gefin út í heldur óhefðbundnu formi og að sögn Hörpu vissu stúlkurnar að þær yrðu að leita út fyrir landsteinana að útgefanda. "Við vissum að tónlistin væri of sérstök til að gefa eingöngu út á Íslandi og ákváðum því að taka viku skömmu fyrir jól og senda "prómó" disk á allar smáútgáfur í heiminum, þar á meðal Static Caravan." Diskurinn verður gefinn út í formi usb-lykils í líki babúsku, en fyrirbærið fundu stúlkurnar með aðstoð Google-leitarvélarinnar. Aðspurð segir Harpa Fönn tónlist sveitarinnar vera andstæðukennda blöndu af þjóðlagapoppi og raftónlist. "Krúttleg og "krípí" lýsir tónlistinni kannski best," segir hún. Stúlkurnar munu fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi og koma meðal annars fram á nokkrum tónleikum í Englandi. Útgáfutónleikarnir sjálfir fara þó fram á Kex Hostel þann 3. apríl. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið Slagarinn eftir Grúsku Babúsku. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Grúska Babúska gefur út sína fyrstu plötu í apríl. Platan er heldur óvenjuleg því hún kemur út í formi usb-lykils sem lítur út eins og babúska. "Sveitin varð þannig til að við Arndís, Guðrún sátum saman á kaffihúsi og þær fóru að tala um að ætla að spila saman tónlist. Ég spurði hvort þær vantaði ekki líka hljómborðsleikara því ég vissi um einn mjög góðan. Þær spurðu hver það væri og ég sagði að það væri ég og úr því var ákveðið að prófa að spila saman allar þrjár. Við tókum þessu mjög alvarlega strax frá upphafi og eftir að hafa æft saman í nokkra mánuði enduðum við heima hjá mér með tölvu að taka upp plötu. Þegar platan var nánast tilbúin föttuðum við að okkur vantaði slagverksleikara. Við leituðum að kvenkyns slagverksleikara í um sex mánuði þar til við römbuðum fram á Dísu." Svo lýsir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir tilurð hljómsveitarinnar Grúsku Babúsku. Sveitina skipa einnig Arndís A. K. Gunnarsdóttir og Guðrún Birna La Sage de Fontenay. Sveitin gefur út sína fyrstu hljómplötu í usb formi þann 1. apríl næstkomandi. Grúska Babúska er með samning við breska útgáfufyrirtækið Static Caravan sem rekið er af Geoffrey Dolman. Fyrsta plata sveitarinnar verður gefin út í heldur óhefðbundnu formi og að sögn Hörpu vissu stúlkurnar að þær yrðu að leita út fyrir landsteinana að útgefanda. "Við vissum að tónlistin væri of sérstök til að gefa eingöngu út á Íslandi og ákváðum því að taka viku skömmu fyrir jól og senda "prómó" disk á allar smáútgáfur í heiminum, þar á meðal Static Caravan." Diskurinn verður gefinn út í formi usb-lykils í líki babúsku, en fyrirbærið fundu stúlkurnar með aðstoð Google-leitarvélarinnar. Aðspurð segir Harpa Fönn tónlist sveitarinnar vera andstæðukennda blöndu af þjóðlagapoppi og raftónlist. "Krúttleg og "krípí" lýsir tónlistinni kannski best," segir hún. Stúlkurnar munu fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi og koma meðal annars fram á nokkrum tónleikum í Englandi. Útgáfutónleikarnir sjálfir fara þó fram á Kex Hostel þann 3. apríl. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið Slagarinn eftir Grúsku Babúsku.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira