Stórar Eurovision-stjörnur á svið Hörpu 16. janúar 2013 07:00 Þau Sigga, Friðrik, Regína og Hera halda uppi stuðinu á Eurovision-tónleikum Pink Iceland í Silfurbergi, ásamt Páli Óskari og Eurobandinu. Fréttablaðið/Pjetur "Þetta verður æðislega stór og umfangsmikil hátíð og við höfum fundið fyrir gríðarlegum meðbyr úr öllum áttum, sem er auðvitað frábært. Það má segja að þetta sé hálfgert vetrar-pride fyrir fólk til að lyfta sér upp í skammdeginu," segir Hannes Páll Pálsson hjá Pink Iceland. Pink Iceland stendur fyrir hátíðinni Rainbow Reykjavík í annað sinn dagana 31. janúar til 3. febrúar næstkomandi. Reiknað er með um sjötíu erlendum gestum á hátíðina, sem samanstendur af margs konar viðburðum og ferðum um landið. "Þeir sem kaupa sig inn á alla hátíðina þurfa í raun ekki að hugsa um neitt. Það er stjanað við þá frá morgni til kvölds," segir Hannes og bætir við að þeir séu ekki margir Íslendingarnir sem kaupa sig inn í allan pakkann, en þeir séu þó afar duglegir að láta sjá sig á einstaka viðburðum. Hátíðin fer fram í Reykjavík og á Suðurlandi þar sem sem boðið verður upp á dagsferðir. Hápunkturinn verður svo föstudagskvöldið 1. febrúar þegar öllum verður safnað saman í sal Silfurbergs í Hörpu á Eurovision-tónleika. Þar mæta á svið nokkrar af okkar helstu Eurovision-stjörnum og taka nokkra af slögurum keppninnar í gegnum tíðina. Eurobandið sér um undirleik og Páll Óskar, Sigga Beinteins, Hera Björk, Friðrik Ómar og Regína Ósk um sönginn. "Þegar við fórum að hugsa um vini okkar í söngbransanum og hverja við vildum fá á tónleikana þá komu þeirra nöfn upp. Palli, Sigga og Friðrik eru auðvitað öll samkynhneigð og svo eru Hera Björk og Regína Ósk algjör "gay-idol". Þarna vorum við því komin með stórkostlegt fólk á lista. Þegar við svo áttuðum okkur á því að öll höfðu þau tekið þátt í Eurovision ákváðum við að fara í þá átt að halda risastórt Eurovision-partí," segir hann. Rúmlega 500 miðar eru í boði á tónleikana, sem verða standandi. Þeir eru þegar komnir í sölu á Midi.is og Harpa.is og Hannes leggur áherslu á að allir séu velkomnir, óháð Eurovision-áhuga og kynhneigð, en Pink Iceland sérhæfir sig í ferðaþjónustu og viðburðastjórnun fyrir samkynhneigða. "Við vinnum fyrst og fremst undir þeim merkjum að búa til aðstæður þar sem okkar fólki líður vel, en við leggjum samt sem áður áherslu á að allir séu velkomnir," segir hann. tinnaros@frettabladid.is Tengdar fréttir Verður jafn stórt og Gay pride "Eurobandið á lagalista sem telur yfir 60 lög og ef ég þekki þennan hóp flytjenda rétt kunnum við þau öll utanbókar. Við þurfum því bara að fara yfir listann og velja úr. Þetta verður bara risadjamm á sviðinu,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem verður á sviðinu á Eurovision-tónleikunum í Hörpu. "Mér líst rosalega vel á þetta og er mjög spenntur, bæði fyrir tónleikunum og líka fyrir hátíðinni sjálfri,“ segir hann. "Ég hef trú á að með Rainbow Reykjavík-hátíðinni sé Pink Iceland að sá fræi sem stækkar með árunum og verður á endanum jafn stórt og Gay Pride er á sumrin,“ bætir hann við. 16. janúar 2013 07:00 Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
"Þetta verður æðislega stór og umfangsmikil hátíð og við höfum fundið fyrir gríðarlegum meðbyr úr öllum áttum, sem er auðvitað frábært. Það má segja að þetta sé hálfgert vetrar-pride fyrir fólk til að lyfta sér upp í skammdeginu," segir Hannes Páll Pálsson hjá Pink Iceland. Pink Iceland stendur fyrir hátíðinni Rainbow Reykjavík í annað sinn dagana 31. janúar til 3. febrúar næstkomandi. Reiknað er með um sjötíu erlendum gestum á hátíðina, sem samanstendur af margs konar viðburðum og ferðum um landið. "Þeir sem kaupa sig inn á alla hátíðina þurfa í raun ekki að hugsa um neitt. Það er stjanað við þá frá morgni til kvölds," segir Hannes og bætir við að þeir séu ekki margir Íslendingarnir sem kaupa sig inn í allan pakkann, en þeir séu þó afar duglegir að láta sjá sig á einstaka viðburðum. Hátíðin fer fram í Reykjavík og á Suðurlandi þar sem sem boðið verður upp á dagsferðir. Hápunkturinn verður svo föstudagskvöldið 1. febrúar þegar öllum verður safnað saman í sal Silfurbergs í Hörpu á Eurovision-tónleika. Þar mæta á svið nokkrar af okkar helstu Eurovision-stjörnum og taka nokkra af slögurum keppninnar í gegnum tíðina. Eurobandið sér um undirleik og Páll Óskar, Sigga Beinteins, Hera Björk, Friðrik Ómar og Regína Ósk um sönginn. "Þegar við fórum að hugsa um vini okkar í söngbransanum og hverja við vildum fá á tónleikana þá komu þeirra nöfn upp. Palli, Sigga og Friðrik eru auðvitað öll samkynhneigð og svo eru Hera Björk og Regína Ósk algjör "gay-idol". Þarna vorum við því komin með stórkostlegt fólk á lista. Þegar við svo áttuðum okkur á því að öll höfðu þau tekið þátt í Eurovision ákváðum við að fara í þá átt að halda risastórt Eurovision-partí," segir hann. Rúmlega 500 miðar eru í boði á tónleikana, sem verða standandi. Þeir eru þegar komnir í sölu á Midi.is og Harpa.is og Hannes leggur áherslu á að allir séu velkomnir, óháð Eurovision-áhuga og kynhneigð, en Pink Iceland sérhæfir sig í ferðaþjónustu og viðburðastjórnun fyrir samkynhneigða. "Við vinnum fyrst og fremst undir þeim merkjum að búa til aðstæður þar sem okkar fólki líður vel, en við leggjum samt sem áður áherslu á að allir séu velkomnir," segir hann. tinnaros@frettabladid.is
Tengdar fréttir Verður jafn stórt og Gay pride "Eurobandið á lagalista sem telur yfir 60 lög og ef ég þekki þennan hóp flytjenda rétt kunnum við þau öll utanbókar. Við þurfum því bara að fara yfir listann og velja úr. Þetta verður bara risadjamm á sviðinu,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem verður á sviðinu á Eurovision-tónleikunum í Hörpu. "Mér líst rosalega vel á þetta og er mjög spenntur, bæði fyrir tónleikunum og líka fyrir hátíðinni sjálfri,“ segir hann. "Ég hef trú á að með Rainbow Reykjavík-hátíðinni sé Pink Iceland að sá fræi sem stækkar með árunum og verður á endanum jafn stórt og Gay Pride er á sumrin,“ bætir hann við. 16. janúar 2013 07:00 Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Verður jafn stórt og Gay pride "Eurobandið á lagalista sem telur yfir 60 lög og ef ég þekki þennan hóp flytjenda rétt kunnum við þau öll utanbókar. Við þurfum því bara að fara yfir listann og velja úr. Þetta verður bara risadjamm á sviðinu,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem verður á sviðinu á Eurovision-tónleikunum í Hörpu. "Mér líst rosalega vel á þetta og er mjög spenntur, bæði fyrir tónleikunum og líka fyrir hátíðinni sjálfri,“ segir hann. "Ég hef trú á að með Rainbow Reykjavík-hátíðinni sé Pink Iceland að sá fræi sem stækkar með árunum og verður á endanum jafn stórt og Gay Pride er á sumrin,“ bætir hann við. 16. janúar 2013 07:00
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“