Harma pólitísk réttarhöld Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2013 19:09 Evrópuráðsþingið samþykkti í dag þessa þingsályktun sem byggð er á drögum hollenska þingmannsins Pieter Omtzigt sem lögð voru fram í laga- og mannréttindanefnd þingsins. Evrópuráðsþingið ályktar að lýðræðið og réttarríkið krefjist þess að stjórnmálamenn séu verndaðir fyrir því að verða ákærðir vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir fulltrúar í embætti. Ekki eigi að nota opinber réttarhöld til að hegna fyrir pólitísk mistök eða ágreining og stjórnmálamenn eigi að svara til saka fyrir refsiverða háttsemi með sama hætti og óbreyttir borgarar, þ.e fyrir almennum dómstólum. Pólitískar ákvarðanir eigi að sæta pólitískri ábyrgð þar sem verk eru lögð í endanlegan dóm kjósenda. Þá ályktar Evrópuráðsþingið að sérstakar reglur um lögsóknir á hendur ráðherrum megi ekki ganga í berhögg við grundvallarreglur réttarríkisins. Evrópuráðsþingið beinir jafnframt þeim tilmælum til aðildarríkja Evrópuráðsins að nota ekki réttarkerfið í ofsóknir á hendur pólitískum andstæðingum. Ekki er minnst berum orðum á Landsdómsmálið í sjálfri ályktuninni, en hún er að miklu leyti byggð á skýrslu Pieter Omtzigt í laga og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins og er sérstaklega vitnað í skýrslu hans. Þá fylgir hún með sem viðhengi, en Omtzigt fjallaði mikið um Geir Haarde og Landsdómsmálið í skýrslunni. Þannig virðist skýrsla Omtzigt hafa orðið ofan á, þrátt fyrir sérálit Þuríðar Backman í nefndinni. Tengdar fréttir Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10 Aukið á skömm Alþingis Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður. 12. júní 2013 08:52 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Evrópuráðsþingið samþykkti í dag þessa þingsályktun sem byggð er á drögum hollenska þingmannsins Pieter Omtzigt sem lögð voru fram í laga- og mannréttindanefnd þingsins. Evrópuráðsþingið ályktar að lýðræðið og réttarríkið krefjist þess að stjórnmálamenn séu verndaðir fyrir því að verða ákærðir vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir fulltrúar í embætti. Ekki eigi að nota opinber réttarhöld til að hegna fyrir pólitísk mistök eða ágreining og stjórnmálamenn eigi að svara til saka fyrir refsiverða háttsemi með sama hætti og óbreyttir borgarar, þ.e fyrir almennum dómstólum. Pólitískar ákvarðanir eigi að sæta pólitískri ábyrgð þar sem verk eru lögð í endanlegan dóm kjósenda. Þá ályktar Evrópuráðsþingið að sérstakar reglur um lögsóknir á hendur ráðherrum megi ekki ganga í berhögg við grundvallarreglur réttarríkisins. Evrópuráðsþingið beinir jafnframt þeim tilmælum til aðildarríkja Evrópuráðsins að nota ekki réttarkerfið í ofsóknir á hendur pólitískum andstæðingum. Ekki er minnst berum orðum á Landsdómsmálið í sjálfri ályktuninni, en hún er að miklu leyti byggð á skýrslu Pieter Omtzigt í laga og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins og er sérstaklega vitnað í skýrslu hans. Þá fylgir hún með sem viðhengi, en Omtzigt fjallaði mikið um Geir Haarde og Landsdómsmálið í skýrslunni. Þannig virðist skýrsla Omtzigt hafa orðið ofan á, þrátt fyrir sérálit Þuríðar Backman í nefndinni.
Tengdar fréttir Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10 Aukið á skömm Alþingis Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður. 12. júní 2013 08:52 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10
Aukið á skömm Alþingis Enga sérstaka spekinga þurfti á sínum tíma til að sjá að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, voru pólitísk. Þannig var til þeirra stofnað, þegar þingmenn kusu eftir flokkslínum um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum. Atkvæði nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar, sem vildu ákæra fyrrverandi forystumann annars flokks en hlífa samflokksmönnum sínum, réðu því að Geir var einn ákærður. 12. júní 2013 08:52