Forsætisráðherra vonast eftir samstöðu um skuldaaðgerðir Höskuldur Kári Schram skrifar 7. nóvember 2013 19:04 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, útilokar ekki að Alþingi nái að samþykkja aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna fyrir áramót. Nokkur frumvörp eru í smíðum og vinna sérfræðingahópa er á áætlun. Forsætisráðherra flutti á Alþingi í dag munnlega skýrslu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna. Von er á fyrstu tillögum frá sérfræðingahópum í lok þessa mánaðar og sagði ráðherra að vinna væri á áætlun. Nú þegar er hafin vinna við nýtt frumvarp um höfuðstólslækkun. „Þó að tillögurnar séu ekki full kláraðar þá viljum við nýta tímann til þess að undirbúa þetta þannig að það þurfi ekki að líða langur tími eftir að tillögurnar birtast áður en hægt er að leggja fram frumvörp,„ sagði Sigmundur. Stjórnarandstaðan gagnrýndi forsætisráðherra fyrir innihaldslausa skýrslu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ríkisstjórnin ætli sér ekki að efna kosningaloforð um skuldaleiðréttingu. „Af þessari ræðu má ráða að það eru ekki bara nefndir og engar efndir heldur enn fleiri nefndir,“ sagði Árni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur dregið í efa að hægt verði að klára þinglega meðferð málsins fyrir áramót. Sigmundur vill þó ekkert útiloka. „Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég skil hins vegar vel áhyggjur hans af því að þetta muni mæta mótspyrnu úr ákveðnum áttum og geti tekið tíma þess vegna. Vonandi sammælast menn um það að láta þetta ganga hratt og vel fyrir sig,“ sagði Sigmundur. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, útilokar ekki að Alþingi nái að samþykkja aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna fyrir áramót. Nokkur frumvörp eru í smíðum og vinna sérfræðingahópa er á áætlun. Forsætisráðherra flutti á Alþingi í dag munnlega skýrslu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna. Von er á fyrstu tillögum frá sérfræðingahópum í lok þessa mánaðar og sagði ráðherra að vinna væri á áætlun. Nú þegar er hafin vinna við nýtt frumvarp um höfuðstólslækkun. „Þó að tillögurnar séu ekki full kláraðar þá viljum við nýta tímann til þess að undirbúa þetta þannig að það þurfi ekki að líða langur tími eftir að tillögurnar birtast áður en hægt er að leggja fram frumvörp,„ sagði Sigmundur. Stjórnarandstaðan gagnrýndi forsætisráðherra fyrir innihaldslausa skýrslu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ríkisstjórnin ætli sér ekki að efna kosningaloforð um skuldaleiðréttingu. „Af þessari ræðu má ráða að það eru ekki bara nefndir og engar efndir heldur enn fleiri nefndir,“ sagði Árni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur dregið í efa að hægt verði að klára þinglega meðferð málsins fyrir áramót. Sigmundur vill þó ekkert útiloka. „Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég skil hins vegar vel áhyggjur hans af því að þetta muni mæta mótspyrnu úr ákveðnum áttum og geti tekið tíma þess vegna. Vonandi sammælast menn um það að láta þetta ganga hratt og vel fyrir sig,“ sagði Sigmundur.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira