Foreldrarnir safna fyrir lifrarígræðslu með Facebook-leik Jóhannes Stefánsson skrifar 14. júní 2013 15:06 Úlfey Minerva Finnbogadóttir þarf á lifrarígræðslu að halda í Svíþjóð. Mynd/ úr einkasafni Úlfey Minerva Finnbogadóttir er ung stúlka sem fæddist með sjaldgæfan lifrarsjúkdóm. Vinkona móður Úlfeyjar hefur haft forgöngu um styrktarsöfnun fyrir stúlkuna því foreldrar hennar þurfa að fara með henni til Svíþjóðar þar sem Úlfey þarf að gangast undir aðgerð. Fyrir vikið mun falla til ýmisskonar kostnaður en foreldrar hennar missa úr vinnu, þurfa að kaupa lyf og greiða fyrir uppihald í Svíþjóð. Óhætt er að segja að söfnunin sé frumleg enda hefur verið gerð úr henni einskonar happdrætti. „Vinkona okkar Hrafnhildur er algjör snillingur og hún talaði við okkur og spurði hvort hún mætti koma þessari söfnun af stað. Söfnunin virkar þannig að ef þú leggur inn á styrktarreikninginn 500 kr. þá ferðu í pott sem tveir verða dregnir úr og Hrafnhildur ætlar að teikna stórar portrait-myndir af þeim. Hrafnhildur er mjög fær teiknari og teiknar flottar myndir," segir Sigríður Björk Bragadóttir, móðir stúlkunnar.Fór í aðgerð sem heppnaðist ekki „Þetta er meðfæddur sjúkdómur þar sem gallvegirnir og gallblaðran byrjuðu að eyðast upp og urðu að bandvef. Þá festist gall í lifrinni og skemmir hana. Hún fór í aðgerð sem heitir Kasai-aðgerð þar sem partur af þörmunum eru tengdir við gallblöðruna og búnir til gallvegir. Aðgerðin heppnaðist ekki vegna þess að hún var framkvæmd of seint. Lifrin var of illa farin," segir Sigríður. „Núna erum við að bíða eftir svari að utan hvort hún fær gjafalifur af biðlista eða þá frá pabba sínum. Það er verið að meta hvort er betra." Þá segir Sigríður: „Söfnuninni er ætlað að standa undir uppihaldi úti, lyfjakostnaði og vinnutapi. Ég er búin að vera frá vinnu seinustu mánuði til að hugsa um hana. Við vitum ekki hvað við þurfum að safna miklu en við verðum líklegast úti í að minnsta kosti tvo mánuði. Svo erum við búin að gera Facebook-hóp sem við ætlum að setja inn myndir og fréttir af því hvernig gengur." Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Úlfey Minerva Finnbogadóttir er ung stúlka sem fæddist með sjaldgæfan lifrarsjúkdóm. Vinkona móður Úlfeyjar hefur haft forgöngu um styrktarsöfnun fyrir stúlkuna því foreldrar hennar þurfa að fara með henni til Svíþjóðar þar sem Úlfey þarf að gangast undir aðgerð. Fyrir vikið mun falla til ýmisskonar kostnaður en foreldrar hennar missa úr vinnu, þurfa að kaupa lyf og greiða fyrir uppihald í Svíþjóð. Óhætt er að segja að söfnunin sé frumleg enda hefur verið gerð úr henni einskonar happdrætti. „Vinkona okkar Hrafnhildur er algjör snillingur og hún talaði við okkur og spurði hvort hún mætti koma þessari söfnun af stað. Söfnunin virkar þannig að ef þú leggur inn á styrktarreikninginn 500 kr. þá ferðu í pott sem tveir verða dregnir úr og Hrafnhildur ætlar að teikna stórar portrait-myndir af þeim. Hrafnhildur er mjög fær teiknari og teiknar flottar myndir," segir Sigríður Björk Bragadóttir, móðir stúlkunnar.Fór í aðgerð sem heppnaðist ekki „Þetta er meðfæddur sjúkdómur þar sem gallvegirnir og gallblaðran byrjuðu að eyðast upp og urðu að bandvef. Þá festist gall í lifrinni og skemmir hana. Hún fór í aðgerð sem heitir Kasai-aðgerð þar sem partur af þörmunum eru tengdir við gallblöðruna og búnir til gallvegir. Aðgerðin heppnaðist ekki vegna þess að hún var framkvæmd of seint. Lifrin var of illa farin," segir Sigríður. „Núna erum við að bíða eftir svari að utan hvort hún fær gjafalifur af biðlista eða þá frá pabba sínum. Það er verið að meta hvort er betra." Þá segir Sigríður: „Söfnuninni er ætlað að standa undir uppihaldi úti, lyfjakostnaði og vinnutapi. Ég er búin að vera frá vinnu seinustu mánuði til að hugsa um hana. Við vitum ekki hvað við þurfum að safna miklu en við verðum líklegast úti í að minnsta kosti tvo mánuði. Svo erum við búin að gera Facebook-hóp sem við ætlum að setja inn myndir og fréttir af því hvernig gengur."
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira