Bæði brjóstin í burtu 18. október 2013 16:00 Fjöldi stjarna hafa gengist undir tvöfalt brjóstnám. Nordicphotos/Getty Leikkonan Angelina Jolie vakti mikla athygli þegar hún greindi frá ákvörðun sinni um að láta fjarlægja bæði brjóst sín til að draga úr líkunum á því að fá krabbamein. Hún er ekki eina stjarnan sem hefur gengist undir slíka aðgerð.Christina ApplegateAllt í lagi að gráta Leikkonan Christina Applegate gekkst undir tvöfalt brjóstnám árið 2008 eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein og stökkbreytta BRCA1-genið. „Stundum græt ég og verð mjög reið í sjálfsvorkunn minni. Ég held að það sé allt hluti af batanum og við allar sem eru að ganga í gegnum þetta vil ég segja: „Það er allt í lagi að gráta“,“ sagði hún í Good Morning America.Kathy BatesLendir alltaf á fótunum Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates gekkst undir aðgerðina í fyrra, þá 64 ára, eftir að hafa greinst með krabbamein fyrr á árinu. „Eftir langa íhugun gekkst ég undir tvöfalt brjóstnám,“ sagði hún við People. „Sem betur fer þurfti ég ekki að fara í geisla- eða lyfjameðferð. Fjölskylda mín kallar mig Kat vegna þess að ég lendi alltaf á fótunum og sem betur fer var þetta engin undantekning.“Giuliana RancicNordicphotos/gettyBrjóstahaldarinn faldi allt Sjónvarpskonan Giuliana Rancic gekkst undir aðgerðina undir lok ársins 2011. „Ég fékk skurðaðgerðarbrjóstahaldara sem földu allt saman. Fyrst vildi ég ekki horfa í spegilinn vegna þess að ég hugsaði með mér: „Mér er að batna á hverjum degi og þetta snýst um mína heilsu. Hvers vegna ætti ég að draga sjálfa mig niður með því að horfa í spegilinn“,“ sagði hún við Glamor.AnastaciaAflýsti tónleikaferðalagi Söngkonan Anastacia gekkst undir tvöfalt brjóstnám eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein í annað sinn. Í yfirlýsingu til aðdáenda sinna sagðist hún vera á batavegi og „tilbúin til að hefja nýjan kafla“ í lífi sínu. Anastacia aflýsti tónleikaferðalagi sínu um Evrópu í febrúar eftir að hún greindist í annað sinn. Hin 45 ára söngkona náði fullum bata árið 2003 eftir að hún gekkst undir skurðaðgerð og fór í geislameðferð vegna krabbameins.Montel WilliamsFór í aðgerð fyrir mistök Spjallþáttastjórnandinn Montel Williams gekkst fyrir mistök undir tvöfalt brjóstnám þegar hann var nítján ára. Læknirinn hélt að hann væri með krabbamein í brjósti þegar hann var í raun með rifinn brjóstvöðva. „Næstu tíu árin á eftir fór ég aldrei úr bolnum vegna öranna eftir aðgerðina,“ sagði hann við Doctor Oz.Sharon Osbourne fór í tvöfalt brjóstnám.nordicphotos/gettyEkki erfið ákvörðun Eftir að Sharon Osbourne komst að því að hún væri með BRCA-krabbameinsgenið árið 2012 ákvað hún að gangast undir tvöfalt brjóstnám. „Um leið og ég komst að því að ég væri með krabbameinsgen hugsaði ég: „Líkurnar eru ekki mér í hag. Ég hef fengið krabbamein áður og ég vil ekki lifa í skugga þess. Mér fannst þetta ekki erfið ákvörðun“,“ sagði hún við Hello! Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Leikkonan Angelina Jolie vakti mikla athygli þegar hún greindi frá ákvörðun sinni um að láta fjarlægja bæði brjóst sín til að draga úr líkunum á því að fá krabbamein. Hún er ekki eina stjarnan sem hefur gengist undir slíka aðgerð.Christina ApplegateAllt í lagi að gráta Leikkonan Christina Applegate gekkst undir tvöfalt brjóstnám árið 2008 eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein og stökkbreytta BRCA1-genið. „Stundum græt ég og verð mjög reið í sjálfsvorkunn minni. Ég held að það sé allt hluti af batanum og við allar sem eru að ganga í gegnum þetta vil ég segja: „Það er allt í lagi að gráta“,“ sagði hún í Good Morning America.Kathy BatesLendir alltaf á fótunum Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates gekkst undir aðgerðina í fyrra, þá 64 ára, eftir að hafa greinst með krabbamein fyrr á árinu. „Eftir langa íhugun gekkst ég undir tvöfalt brjóstnám,“ sagði hún við People. „Sem betur fer þurfti ég ekki að fara í geisla- eða lyfjameðferð. Fjölskylda mín kallar mig Kat vegna þess að ég lendi alltaf á fótunum og sem betur fer var þetta engin undantekning.“Giuliana RancicNordicphotos/gettyBrjóstahaldarinn faldi allt Sjónvarpskonan Giuliana Rancic gekkst undir aðgerðina undir lok ársins 2011. „Ég fékk skurðaðgerðarbrjóstahaldara sem földu allt saman. Fyrst vildi ég ekki horfa í spegilinn vegna þess að ég hugsaði með mér: „Mér er að batna á hverjum degi og þetta snýst um mína heilsu. Hvers vegna ætti ég að draga sjálfa mig niður með því að horfa í spegilinn“,“ sagði hún við Glamor.AnastaciaAflýsti tónleikaferðalagi Söngkonan Anastacia gekkst undir tvöfalt brjóstnám eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein í annað sinn. Í yfirlýsingu til aðdáenda sinna sagðist hún vera á batavegi og „tilbúin til að hefja nýjan kafla“ í lífi sínu. Anastacia aflýsti tónleikaferðalagi sínu um Evrópu í febrúar eftir að hún greindist í annað sinn. Hin 45 ára söngkona náði fullum bata árið 2003 eftir að hún gekkst undir skurðaðgerð og fór í geislameðferð vegna krabbameins.Montel WilliamsFór í aðgerð fyrir mistök Spjallþáttastjórnandinn Montel Williams gekkst fyrir mistök undir tvöfalt brjóstnám þegar hann var nítján ára. Læknirinn hélt að hann væri með krabbamein í brjósti þegar hann var í raun með rifinn brjóstvöðva. „Næstu tíu árin á eftir fór ég aldrei úr bolnum vegna öranna eftir aðgerðina,“ sagði hann við Doctor Oz.Sharon Osbourne fór í tvöfalt brjóstnám.nordicphotos/gettyEkki erfið ákvörðun Eftir að Sharon Osbourne komst að því að hún væri með BRCA-krabbameinsgenið árið 2012 ákvað hún að gangast undir tvöfalt brjóstnám. „Um leið og ég komst að því að ég væri með krabbameinsgen hugsaði ég: „Líkurnar eru ekki mér í hag. Ég hef fengið krabbamein áður og ég vil ekki lifa í skugga þess. Mér fannst þetta ekki erfið ákvörðun“,“ sagði hún við Hello!
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira