„Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. desember 2013 21:00 Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heimili kvikmyndanna. „Það er töluvert margt sem kemur fram í viðtalinu við Hrönn [Marinósdóttir, stjórnanda RIFF] sem er beinlínis rangt,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heimili kvikmyndanna, í samtali við Vísi. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík eða RIFF, gagnrýndi styrki Menningar- og ferðamálaráðs til menningarmála fyrir næsta ár í viðtali við mbl.is fyrr í dag. Ráðið ákvað meðal annars að styrkja ekki Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, og frekar að veita Heimili kvikmyndanna átta milljón króna styrk til að halda sína kvikmyndahátíð. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart. Alveg frá því að Besti flokkurinn tók við borginni hefur hann haft sérstakan áhuga á að halda lífinu í Bíó Paradís,“ sagði Hrönn Marinósdóttir í viðtalinu við mbl.is. „Í fyrsta lagi er borgin ekki að veita Bíó Paradís styrk til að halda alþjóða kvikmyndahátíð heldur Heimili kvikmyndanna sem er sjálfseignarstofnun sem rekur Bíó Paradís. Fagfélög kvikmyndagerðamanna hefur áður verið með kvikmyndahátíð sem er gömul og nú er verið að endurvekja gamla hátíð frá 1996, en undir þeim merkjum verður hátíðin haldin. Hátíð sem verður á vegum fagfélaga kvikmyndagerðamanna. Hið yfirlýsta markmið hátíðarinnar er að vinna sem sjálfseignarstofnun og rekstrarformið ekki í hagnaðarskyni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir. „Ég get ekki svarað því af hverju RIFF fær ekki styrk en það er alls ekki Bíó Paradís sem er að fá þennan styrk heldur Heimili kvikmyndanna.“ „Það er óþarfi að ræða mál Bíó Paradís í þessu samhengi en ég get samt sagt að Bíó Paradís er ekki í rekstrarvanda eins og kemur fram í viðtalinu við Hrönn. Við erum með ársuppgjör sem sýna og sanna það. Okkar styrkhlutfall hefur verið innan við 16% af heildarveltu undanfarin ár en það hækkaði upp í um 25% á síðasta ári. Það var aðallega til að standa straum af þeim fjölmörgu skólasýningum, kennslustundum, menningarverkefnum, kvikmyndahátíðum og öllu öðru sem við bjóðum upp á. Í því samhengi er Bíó Paradís alls ekki að njóta einhverja yfirdrifinna styrkja. Þetta er innan við 25% af okkar heildarveltu. Ef forsvarsmaður RIFF ætlar að halda því fram að þetta sé eitthvað óeðlilegt þá ættu menn að skoða styrkhlutfall RIFF sem er örugglega tvöfalt meira“ Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira
„Það er töluvert margt sem kemur fram í viðtalinu við Hrönn [Marinósdóttir, stjórnanda RIFF] sem er beinlínis rangt,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heimili kvikmyndanna, í samtali við Vísi. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík eða RIFF, gagnrýndi styrki Menningar- og ferðamálaráðs til menningarmála fyrir næsta ár í viðtali við mbl.is fyrr í dag. Ráðið ákvað meðal annars að styrkja ekki Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, og frekar að veita Heimili kvikmyndanna átta milljón króna styrk til að halda sína kvikmyndahátíð. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart. Alveg frá því að Besti flokkurinn tók við borginni hefur hann haft sérstakan áhuga á að halda lífinu í Bíó Paradís,“ sagði Hrönn Marinósdóttir í viðtalinu við mbl.is. „Í fyrsta lagi er borgin ekki að veita Bíó Paradís styrk til að halda alþjóða kvikmyndahátíð heldur Heimili kvikmyndanna sem er sjálfseignarstofnun sem rekur Bíó Paradís. Fagfélög kvikmyndagerðamanna hefur áður verið með kvikmyndahátíð sem er gömul og nú er verið að endurvekja gamla hátíð frá 1996, en undir þeim merkjum verður hátíðin haldin. Hátíð sem verður á vegum fagfélaga kvikmyndagerðamanna. Hið yfirlýsta markmið hátíðarinnar er að vinna sem sjálfseignarstofnun og rekstrarformið ekki í hagnaðarskyni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir. „Ég get ekki svarað því af hverju RIFF fær ekki styrk en það er alls ekki Bíó Paradís sem er að fá þennan styrk heldur Heimili kvikmyndanna.“ „Það er óþarfi að ræða mál Bíó Paradís í þessu samhengi en ég get samt sagt að Bíó Paradís er ekki í rekstrarvanda eins og kemur fram í viðtalinu við Hrönn. Við erum með ársuppgjör sem sýna og sanna það. Okkar styrkhlutfall hefur verið innan við 16% af heildarveltu undanfarin ár en það hækkaði upp í um 25% á síðasta ári. Það var aðallega til að standa straum af þeim fjölmörgu skólasýningum, kennslustundum, menningarverkefnum, kvikmyndahátíðum og öllu öðru sem við bjóðum upp á. Í því samhengi er Bíó Paradís alls ekki að njóta einhverja yfirdrifinna styrkja. Þetta er innan við 25% af okkar heildarveltu. Ef forsvarsmaður RIFF ætlar að halda því fram að þetta sé eitthvað óeðlilegt þá ættu menn að skoða styrkhlutfall RIFF sem er örugglega tvöfalt meira“
Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira