„Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. desember 2013 21:00 Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heimili kvikmyndanna. „Það er töluvert margt sem kemur fram í viðtalinu við Hrönn [Marinósdóttir, stjórnanda RIFF] sem er beinlínis rangt,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heimili kvikmyndanna, í samtali við Vísi. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík eða RIFF, gagnrýndi styrki Menningar- og ferðamálaráðs til menningarmála fyrir næsta ár í viðtali við mbl.is fyrr í dag. Ráðið ákvað meðal annars að styrkja ekki Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, og frekar að veita Heimili kvikmyndanna átta milljón króna styrk til að halda sína kvikmyndahátíð. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart. Alveg frá því að Besti flokkurinn tók við borginni hefur hann haft sérstakan áhuga á að halda lífinu í Bíó Paradís,“ sagði Hrönn Marinósdóttir í viðtalinu við mbl.is. „Í fyrsta lagi er borgin ekki að veita Bíó Paradís styrk til að halda alþjóða kvikmyndahátíð heldur Heimili kvikmyndanna sem er sjálfseignarstofnun sem rekur Bíó Paradís. Fagfélög kvikmyndagerðamanna hefur áður verið með kvikmyndahátíð sem er gömul og nú er verið að endurvekja gamla hátíð frá 1996, en undir þeim merkjum verður hátíðin haldin. Hátíð sem verður á vegum fagfélaga kvikmyndagerðamanna. Hið yfirlýsta markmið hátíðarinnar er að vinna sem sjálfseignarstofnun og rekstrarformið ekki í hagnaðarskyni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir. „Ég get ekki svarað því af hverju RIFF fær ekki styrk en það er alls ekki Bíó Paradís sem er að fá þennan styrk heldur Heimili kvikmyndanna.“ „Það er óþarfi að ræða mál Bíó Paradís í þessu samhengi en ég get samt sagt að Bíó Paradís er ekki í rekstrarvanda eins og kemur fram í viðtalinu við Hrönn. Við erum með ársuppgjör sem sýna og sanna það. Okkar styrkhlutfall hefur verið innan við 16% af heildarveltu undanfarin ár en það hækkaði upp í um 25% á síðasta ári. Það var aðallega til að standa straum af þeim fjölmörgu skólasýningum, kennslustundum, menningarverkefnum, kvikmyndahátíðum og öllu öðru sem við bjóðum upp á. Í því samhengi er Bíó Paradís alls ekki að njóta einhverja yfirdrifinna styrkja. Þetta er innan við 25% af okkar heildarveltu. Ef forsvarsmaður RIFF ætlar að halda því fram að þetta sé eitthvað óeðlilegt þá ættu menn að skoða styrkhlutfall RIFF sem er örugglega tvöfalt meira“ Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
„Það er töluvert margt sem kemur fram í viðtalinu við Hrönn [Marinósdóttir, stjórnanda RIFF] sem er beinlínis rangt,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heimili kvikmyndanna, í samtali við Vísi. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík eða RIFF, gagnrýndi styrki Menningar- og ferðamálaráðs til menningarmála fyrir næsta ár í viðtali við mbl.is fyrr í dag. Ráðið ákvað meðal annars að styrkja ekki Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, og frekar að veita Heimili kvikmyndanna átta milljón króna styrk til að halda sína kvikmyndahátíð. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart. Alveg frá því að Besti flokkurinn tók við borginni hefur hann haft sérstakan áhuga á að halda lífinu í Bíó Paradís,“ sagði Hrönn Marinósdóttir í viðtalinu við mbl.is. „Í fyrsta lagi er borgin ekki að veita Bíó Paradís styrk til að halda alþjóða kvikmyndahátíð heldur Heimili kvikmyndanna sem er sjálfseignarstofnun sem rekur Bíó Paradís. Fagfélög kvikmyndagerðamanna hefur áður verið með kvikmyndahátíð sem er gömul og nú er verið að endurvekja gamla hátíð frá 1996, en undir þeim merkjum verður hátíðin haldin. Hátíð sem verður á vegum fagfélaga kvikmyndagerðamanna. Hið yfirlýsta markmið hátíðarinnar er að vinna sem sjálfseignarstofnun og rekstrarformið ekki í hagnaðarskyni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir. „Ég get ekki svarað því af hverju RIFF fær ekki styrk en það er alls ekki Bíó Paradís sem er að fá þennan styrk heldur Heimili kvikmyndanna.“ „Það er óþarfi að ræða mál Bíó Paradís í þessu samhengi en ég get samt sagt að Bíó Paradís er ekki í rekstrarvanda eins og kemur fram í viðtalinu við Hrönn. Við erum með ársuppgjör sem sýna og sanna það. Okkar styrkhlutfall hefur verið innan við 16% af heildarveltu undanfarin ár en það hækkaði upp í um 25% á síðasta ári. Það var aðallega til að standa straum af þeim fjölmörgu skólasýningum, kennslustundum, menningarverkefnum, kvikmyndahátíðum og öllu öðru sem við bjóðum upp á. Í því samhengi er Bíó Paradís alls ekki að njóta einhverja yfirdrifinna styrkja. Þetta er innan við 25% af okkar heildarveltu. Ef forsvarsmaður RIFF ætlar að halda því fram að þetta sé eitthvað óeðlilegt þá ættu menn að skoða styrkhlutfall RIFF sem er örugglega tvöfalt meira“
Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira