Innlent

Segir trú Íslendinga á álfa ekki koma á óvart

Samúel Karl Ólason skrifar
mynd/pjetur
Málefni Gálgahrauns hefur ratað á internetið og fjallað um það á síðunni The Blaze. Aðalumfjöllunarefni greinarinnar er þó raun, hinir íslensku álfar sem sagðir eru búa í hrauninu og hvaða áhrif þeir hafa haft á framvindu framkvæmda í hrauninu. Einnig er rætt um trú Íslendinga á álfa.

Sagt er frá könnun Háskóla Íslands árið 2007 þar sem 62 prósent svarenda sögðust trúa því að mögulegt væri að álfar væru til.

Rætt er við Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði og segir hann trú Íslendinga á álfa ekki koma sér á óvart. „Þetta er land þar sem húsið þitt getur verið eyðilagt af einhverju sem þú sérð ekki, jarðskjálftum, þar sem vindurinn getur blásið þig á hliðina, þar sem lyktin af brennisteini gerir þér ljóst að ósýnilegur eldur kraumar ekki langt undir fótum þér, þar sem norðurljós gera himinninn að stærsta sjónvarpsskjá í heimi og þar sem hverir og ísjöklar tala.“

„Í stuttu máli, þá eru allir meðvitaðir um að landið er lifandi og hægt er að halda því fram að sögur um ósýnilegt fólk og þörfina til að vinna varlega með þeim, endurspegli skilning á því að landið krefjist virðingar,“ segir Terry Gunnell.

Að auki er fjallað um að Íslendingar taki ekki einungis á móti einum jólasveini um jólin heldur þrettán.

Greinina, sem er á ensku, má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×