Almannahagsmunum fórnað fyrir skammtíma bókhaldstrikk Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2013 12:45 Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi segir með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hafi forgöngu um að einkavæða vatnsveitu með sölu á hlut Orkuveitunnar í HS veitum. Miklu mikilvægara sé að standa vörð um hagsmuni almennings, en skammtíma bókhaldshagsmuni Orkuveitunnar. Orkuveita Reykjavíkur og Reykjanesbær sem eiga hvor um sig 15 prósent í HS veitum hafa ákveðið að selja hlut sinn til félagsins Úrsusar sem er í eigu Heiðars Márs Guðjónssonar fjárfestis. Minni sveitarfélög á Reykjanesi sem áttu hvort um sig 0,5 prósent eða minna í HS veitum hafa einnig ákveðið að selja sinn hlut til Úrsusar, sem þar með á um 33 prósent í fyrirtækinu. En samkvæmt lögum verða veitufyrirtæki að lágmarki að vera 50 prósent í eigu opinberra aðila. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þessa sölu langt í frá eðlilega. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum. Það er verið að einkavæða veitufyrirtæki,“ segir Sóley. Fyrirtæki sem sjái almenningi fyrir heitu og köldu vatni og leggi grunn að lífsgæðum almennings. Það sé með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar ætli að einkavæða þetta mikilvæga almenningsfyrirtæki. „Þetta hefur sjálfsagt einhver skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar. En Orkuveitan er komin í það góð mál og okkur hefur tekist það vel upp, að ég sé ekki að svona mikilvægir innviðir þurfi að fara úr eigu almennings til einkaaðila,“ segir Sóley. Það þjóni ekki hagsmunum almennings. Það sé mikilvægara þvert á móti að standa vörð um hagsmuni almennings í þessum efnum. En þetta er í fyrsta skipti sem einkaaðili á Íslandi eignast stóran hluti í vatnsveitu. Sóley segir að þetta sé fyrsta skrefið í átt til almennrar einkavæðingar á vatnsveitum. „Það er alveg ljóst. Það er verið að því. Þetta var vatnsveita í eigu almennings. Það er verið að selja hana einkaaðila. Meira að segja er uppi orðrómur um eitthvert hluthafa samkomulag þar sem einkaaðilinn á að hafa meiri völd en lögin kveða á um. Það er líka mjög alvarlegt,“ segir Sóley. Það sé furðulegt að meirihlutinn sé ekki tilbúinn til að horfast í augu við alvarleika málsins og firri sig ábyrgð.Sýnist þér þá að það sé verið að láta skammtíma hagsmuni ráða umfram langtíma hagsmuni?„Það er verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bókhaldstrikk,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi segir með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hafi forgöngu um að einkavæða vatnsveitu með sölu á hlut Orkuveitunnar í HS veitum. Miklu mikilvægara sé að standa vörð um hagsmuni almennings, en skammtíma bókhaldshagsmuni Orkuveitunnar. Orkuveita Reykjavíkur og Reykjanesbær sem eiga hvor um sig 15 prósent í HS veitum hafa ákveðið að selja hlut sinn til félagsins Úrsusar sem er í eigu Heiðars Márs Guðjónssonar fjárfestis. Minni sveitarfélög á Reykjanesi sem áttu hvort um sig 0,5 prósent eða minna í HS veitum hafa einnig ákveðið að selja sinn hlut til Úrsusar, sem þar með á um 33 prósent í fyrirtækinu. En samkvæmt lögum verða veitufyrirtæki að lágmarki að vera 50 prósent í eigu opinberra aðila. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þessa sölu langt í frá eðlilega. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum. Það er verið að einkavæða veitufyrirtæki,“ segir Sóley. Fyrirtæki sem sjái almenningi fyrir heitu og köldu vatni og leggi grunn að lífsgæðum almennings. Það sé með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar ætli að einkavæða þetta mikilvæga almenningsfyrirtæki. „Þetta hefur sjálfsagt einhver skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar. En Orkuveitan er komin í það góð mál og okkur hefur tekist það vel upp, að ég sé ekki að svona mikilvægir innviðir þurfi að fara úr eigu almennings til einkaaðila,“ segir Sóley. Það þjóni ekki hagsmunum almennings. Það sé mikilvægara þvert á móti að standa vörð um hagsmuni almennings í þessum efnum. En þetta er í fyrsta skipti sem einkaaðili á Íslandi eignast stóran hluti í vatnsveitu. Sóley segir að þetta sé fyrsta skrefið í átt til almennrar einkavæðingar á vatnsveitum. „Það er alveg ljóst. Það er verið að því. Þetta var vatnsveita í eigu almennings. Það er verið að selja hana einkaaðila. Meira að segja er uppi orðrómur um eitthvert hluthafa samkomulag þar sem einkaaðilinn á að hafa meiri völd en lögin kveða á um. Það er líka mjög alvarlegt,“ segir Sóley. Það sé furðulegt að meirihlutinn sé ekki tilbúinn til að horfast í augu við alvarleika málsins og firri sig ábyrgð.Sýnist þér þá að það sé verið að láta skammtíma hagsmuni ráða umfram langtíma hagsmuni?„Það er verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bókhaldstrikk,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira