Alvarlegt ef Reykjanesbær afsalar sér meirihlutavaldi í HS veitum Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2013 18:37 Formaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt ef Reykjanesbær ætli að afsala sér meirihlutavaldi í HS veitum. En á næstu dögum verður skrifað undir samkomulag um sölu á um þriðjungs hlut í HS veitum til einkaaðila sem þar með eignast í fyrsta skipti hlut í vatnsveitu. Neysluvatnið okkar, bæði kalda og heita vatnið, hefur hingað til verið í eigu almennings. En nú er það að gerast að einkaaðili er að eignast um þriðjungs hlut í HS veitum m.a. fyrir tilstuðlan Reykjavíkurborgar. Samningar liggja fyrir um sölu 15 prósenta hluts Reykjanesbæjar annars vegar og 15 prósenta hluts Orkuveitu Reykjavíkur hins vegar í HS veitum og smærri sveitarfélög sem eiga hvort um sig allt að 0,5 prósenta hlut selja einnig til Úrsusar sem er félag í eigu Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að þar með sé stigið fyrsta skrefið til almennrar einkavæðingar vatnsveitna. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum,“ sagði Sóley í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þarna sé verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bóhaldstrikk fyrir Orkuveituna. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn hafa staðið fyrir lagabreytingum árið 2008 sem tryggðu að veitur yrðu alltaf í meirihlutaeign opinberra aðila en áður hafi engin takmörk verið í þeim efnum. Þá hafi verið settar skorður á möguleika þeirra til að hækka gjaldskrár. „Það sem er áhyggjuefni varðandi fréttir af þessu tiltekna máli er ef menn eru að gera hluthafasamkomulag til að komast hjá því að virða lagaákvæði um skyldur opinberra aðila sem meirihlutaeiganda í veitufyrirtæki,“ segir Árni Páll. Sterk rök séu fyrir því að veitufyrirtæki séu í opinberri eigu og á það hafi Samfylkingin lagt áherslu í þeim sveitarfélögum þar sem hún hafi verið í meirihluta. „Og ég er ekki sannfærður um að það standist lögin eins og þau eru úr garði gerð ef meirihlutaeigendur, sem samkvæmt lögum þurfa að vera opinberir aðilar, eru að afsala sér ákvörðunarvaldi sínu sem þeim er fært með lögunum,“ segir Árni Páll.Finnst þér þá að það þurfi að skoða hvort þarna er verið að brjóta á þessum lögum?„Það er alveg ótvírætt að við verðum að skoða þann þátt málsins þegar þing kemur saman,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt ef Reykjanesbær ætli að afsala sér meirihlutavaldi í HS veitum. En á næstu dögum verður skrifað undir samkomulag um sölu á um þriðjungs hlut í HS veitum til einkaaðila sem þar með eignast í fyrsta skipti hlut í vatnsveitu. Neysluvatnið okkar, bæði kalda og heita vatnið, hefur hingað til verið í eigu almennings. En nú er það að gerast að einkaaðili er að eignast um þriðjungs hlut í HS veitum m.a. fyrir tilstuðlan Reykjavíkurborgar. Samningar liggja fyrir um sölu 15 prósenta hluts Reykjanesbæjar annars vegar og 15 prósenta hluts Orkuveitu Reykjavíkur hins vegar í HS veitum og smærri sveitarfélög sem eiga hvort um sig allt að 0,5 prósenta hlut selja einnig til Úrsusar sem er félag í eigu Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að þar með sé stigið fyrsta skrefið til almennrar einkavæðingar vatnsveitna. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum,“ sagði Sóley í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þarna sé verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bóhaldstrikk fyrir Orkuveituna. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn hafa staðið fyrir lagabreytingum árið 2008 sem tryggðu að veitur yrðu alltaf í meirihlutaeign opinberra aðila en áður hafi engin takmörk verið í þeim efnum. Þá hafi verið settar skorður á möguleika þeirra til að hækka gjaldskrár. „Það sem er áhyggjuefni varðandi fréttir af þessu tiltekna máli er ef menn eru að gera hluthafasamkomulag til að komast hjá því að virða lagaákvæði um skyldur opinberra aðila sem meirihlutaeiganda í veitufyrirtæki,“ segir Árni Páll. Sterk rök séu fyrir því að veitufyrirtæki séu í opinberri eigu og á það hafi Samfylkingin lagt áherslu í þeim sveitarfélögum þar sem hún hafi verið í meirihluta. „Og ég er ekki sannfærður um að það standist lögin eins og þau eru úr garði gerð ef meirihlutaeigendur, sem samkvæmt lögum þurfa að vera opinberir aðilar, eru að afsala sér ákvörðunarvaldi sínu sem þeim er fært með lögunum,“ segir Árni Páll.Finnst þér þá að það þurfi að skoða hvort þarna er verið að brjóta á þessum lögum?„Það er alveg ótvírætt að við verðum að skoða þann þátt málsins þegar þing kemur saman,“ segir formaður Samfylkingarinnar.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira