Lífið

Hollywood syrgir Paul Walker

Walker lést í skelfilegu bílslysi í nótt, eins og sést á þessari mynd er bíllinn illa farinn.
Walker lést í skelfilegu bílslysi í nótt, eins og sést á þessari mynd er bíllinn illa farinn.
Fast and the Furious-stjarnan Paul Walker lést í skelfilegu bílslysi í nótt fertugur að aldri.

Slysið varð í borginni Santa Clarita í Kaliforníu. Sportbíllinn skall á tré og kviknaði í honum í kjölfarið.

Walker og bílstjóri Porche bifreiðar létust báðir samstundis en þeir voru á leið á góðgerðarsamkomu til styrktar íbúum Filippseyja vegna fellibylsins sem gekk þar yfir nýverið.

Paul Walker var einn af vinsælustu leikurunum í Hollywood, þá sérstaklega á meðal unglingsstúlkna, en hann hefur notið gríðarlegra vinsælda fyrir leik sinn í Fast and the Furious-myndunum, þar sem hann leikur lögreglumanninn Brian O'Conner.

Fyrsta myndin kom út árið 2001 og er sjöunda myndin í framleiðslu og var stefnt á að frumsýna hana í júlí á næsta ári. Tökur standa enn yfir, og er því alveg óljóst hvort að frumsýningunni verður seinkað.

Til stendur að frumsýna hryllingsmynd sem hann lék aðalhlutverkið í nýverið nú í desember. Þá hefur Walker leikið í myndum á borð við Into the Blue, She's All That og Takers við góðar undirtektir.

Fjölmargir leikarar, og aðrir sem tengjast kvikmyndaiðnaðinum í Hollywood, hafa minnst Walker á samskiptamiðlunum í nótt, og í morgun. Þar á meðal meðleikari hans í Fast and the Furious-myndunum Vin Diesel. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera orðlaus yfir dauða vinar síns. Nýr engill sé nú farinn upp til himna.

Þá hafa margir aðdáendur hans sett inn minningarorð um leikarann á Facebook-síðu og Instagram-síðu hans.









Paul Walker





Fleiri fréttir

Sjá meira


×