Sjón, Jón Kalmann, Guðmundur Andri, Eiríkur og Vigdís fá Gullmiða Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2013 18:00 Nú rétt í þessu var tilkynnt um tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna 2013 í Listasafni Íslands, svonefndan Gullmiða. Nýr flokkur var kynntur til sögunnar sem eru barna- og unglingabækur. Fimm bækur eru tilnefndar og og munu þær keppa um Íslensku bókmenntaverðlaunin og eina milljón sem fylgir þeim. Formenn dómnefndanna þriggja munu velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum.Fagurbókmenntirnar Fagurbókmenntirnar njóta yfirleitt mestrar athygli og er þar fátt sem kemur á óvart, sé litið til greinar sem birtist í Fréttablaðinu fyrir viku, ef undan er skilinn Eiríkur Guðmundsson sem ekki var þar meðal kandídata. En, fleiri voru þar nefndir, margir kallaðir en fáir útvaldir. Dómnefnd skipuðu: Þorgerður Elín Sigurðardóttir – Formaður, Erna Guðrún Árnadóttir og Tyrfingur Tyrfingsson. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar: Eiríkur Guðmundsson 1983 Útgefandi: Bjartur Guðmundur Andri Thorsson Sæmd Útgefandi: JPV útgáfa Jón Kalman Stefánsson Fiskarnir hafa enga fætur Útgefandi: Bjartur Sjón Mánasteinn – Drengurinn sem aldrei var til Útgefandi: JPV útgáfa Vigdís Grímsdóttir Dísusaga – Konan með gulu töskuna Útgefandi: JPV útgáfaFræðibækur og rit almenns efnis Vatn er ofarlega á baugi í þessum flokki. Fáum kemur á óvart að Sölvi Björn Sigurðsson sé meðal þeirra sem fá tilefningu fyrir stórvirki sitt um vötn og veiði, né heldur það að Guðmundur Páll Ólafsson heitinn sé tilnefndur fyrir Vatnið í náttúru Íslands. Aðrar bækur komu einnig til álita í áðurnefndri grein í Fréttablaðinu. Dómnefnd skipuðu: Þóra Arnórsdóttir – Formaður, Hildigunnur Sverrisdóttir og Pétur Þorsteinn Óskarsson. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar: Gísli Sigurðsson Leiftur á horfinni öld – Hvað er merkilegt við íslenskar fornbókmenntir? Útgefandi: Mál og menning Guðbjörg Kristjánsdóttir Íslenska teiknibókin Útgefandi: Crymogea Guðmundur Páll Ólafsson Vatnið í náttúru Íslands Útgefandi: Mál og menning Jón Gauti Jónsson Fjallabókin Útgefandi: Mál og menning Sölvi Björn Sigurðsson Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók Útgefandi: SögurBarna- og unglingabækur Þá er það nýji flokkurinn, barna- og unglingabækur og þar kemur ekki á óvart að sjá Andra Snæ Magnason. Nánast allir álitsgjafar Fréttablaðsins nefndu Tímavél Andra Snæs. Þá virðist Vilhelm Anton Jónsson ætla að gera gott mót með sinni fyrstu bók, hann fær tilnefningu auk þess sem hann hefur verið ofarlega á sölulistum. Dómnefnda þarna skipuðu: Dómnefnd skipuðu: Guðni Kolbeinsson – formaður dómnefndar, Helga Ferdinandsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar: Andri Snær Magnason Tímakistan Útgefandi: Mál og menning Jóna Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen Brosbókin Útgefandi: Bókaútgáfan Salka Sif Sigmarsdóttir Freyju saga - Múrinn Útgefandi: Mál og menning Sigrún Eldjárn Strokubörnin á Skuggaskeri Útgefandi: Mál og menning Vilhelm Anton Jónsson Vísindabók Villa Útgefandi: JPV útgáfaÞýðingar Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna mun dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka kynna þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Bandalag þýðenda og túlka stendur fyrir Íslensku þýðingaverðlaununum og veitir Forseti Íslands þau á degi bókarinnar 23. apríl ár hvert á Gljúfrasteini. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar: Rannsóknir – Iεtopiai eftir Heródótus frá Halikarnassus Þýðandi: Stefán Steinsson Útgefandi: Mál og menning Ó – Sögur um djöfulsskap eftir Carl Jóhan Jensen Þýðandi: Ingunn Ásdísardóttir Útgefandi: Uppheimar Ljóð 1954-2004 eftir Tomas Tranströmer Þýðandi: Njörður P. Njarðvík Útgefandi: Uppheimar Sem ég lá fyrir dauðanum eftir William Faulkner Þýðandi: Rúnar Helgi Vignisson Útgefandi: Uppheimar Rödd í dvala – La voz dormida eftir Dulce Chacón Þýðandi: María Rán Guðjónsdóttir Útgefandi: Sögur útgáfa Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Nú rétt í þessu var tilkynnt um tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna 2013 í Listasafni Íslands, svonefndan Gullmiða. Nýr flokkur var kynntur til sögunnar sem eru barna- og unglingabækur. Fimm bækur eru tilnefndar og og munu þær keppa um Íslensku bókmenntaverðlaunin og eina milljón sem fylgir þeim. Formenn dómnefndanna þriggja munu velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum.Fagurbókmenntirnar Fagurbókmenntirnar njóta yfirleitt mestrar athygli og er þar fátt sem kemur á óvart, sé litið til greinar sem birtist í Fréttablaðinu fyrir viku, ef undan er skilinn Eiríkur Guðmundsson sem ekki var þar meðal kandídata. En, fleiri voru þar nefndir, margir kallaðir en fáir útvaldir. Dómnefnd skipuðu: Þorgerður Elín Sigurðardóttir – Formaður, Erna Guðrún Árnadóttir og Tyrfingur Tyrfingsson. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar: Eiríkur Guðmundsson 1983 Útgefandi: Bjartur Guðmundur Andri Thorsson Sæmd Útgefandi: JPV útgáfa Jón Kalman Stefánsson Fiskarnir hafa enga fætur Útgefandi: Bjartur Sjón Mánasteinn – Drengurinn sem aldrei var til Útgefandi: JPV útgáfa Vigdís Grímsdóttir Dísusaga – Konan með gulu töskuna Útgefandi: JPV útgáfaFræðibækur og rit almenns efnis Vatn er ofarlega á baugi í þessum flokki. Fáum kemur á óvart að Sölvi Björn Sigurðsson sé meðal þeirra sem fá tilefningu fyrir stórvirki sitt um vötn og veiði, né heldur það að Guðmundur Páll Ólafsson heitinn sé tilnefndur fyrir Vatnið í náttúru Íslands. Aðrar bækur komu einnig til álita í áðurnefndri grein í Fréttablaðinu. Dómnefnd skipuðu: Þóra Arnórsdóttir – Formaður, Hildigunnur Sverrisdóttir og Pétur Þorsteinn Óskarsson. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar: Gísli Sigurðsson Leiftur á horfinni öld – Hvað er merkilegt við íslenskar fornbókmenntir? Útgefandi: Mál og menning Guðbjörg Kristjánsdóttir Íslenska teiknibókin Útgefandi: Crymogea Guðmundur Páll Ólafsson Vatnið í náttúru Íslands Útgefandi: Mál og menning Jón Gauti Jónsson Fjallabókin Útgefandi: Mál og menning Sölvi Björn Sigurðsson Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók Útgefandi: SögurBarna- og unglingabækur Þá er það nýji flokkurinn, barna- og unglingabækur og þar kemur ekki á óvart að sjá Andra Snæ Magnason. Nánast allir álitsgjafar Fréttablaðsins nefndu Tímavél Andra Snæs. Þá virðist Vilhelm Anton Jónsson ætla að gera gott mót með sinni fyrstu bók, hann fær tilnefningu auk þess sem hann hefur verið ofarlega á sölulistum. Dómnefnda þarna skipuðu: Dómnefnd skipuðu: Guðni Kolbeinsson – formaður dómnefndar, Helga Ferdinandsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar: Andri Snær Magnason Tímakistan Útgefandi: Mál og menning Jóna Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen Brosbókin Útgefandi: Bókaútgáfan Salka Sif Sigmarsdóttir Freyju saga - Múrinn Útgefandi: Mál og menning Sigrún Eldjárn Strokubörnin á Skuggaskeri Útgefandi: Mál og menning Vilhelm Anton Jónsson Vísindabók Villa Útgefandi: JPV útgáfaÞýðingar Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna mun dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka kynna þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Bandalag þýðenda og túlka stendur fyrir Íslensku þýðingaverðlaununum og veitir Forseti Íslands þau á degi bókarinnar 23. apríl ár hvert á Gljúfrasteini. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar: Rannsóknir – Iεtopiai eftir Heródótus frá Halikarnassus Þýðandi: Stefán Steinsson Útgefandi: Mál og menning Ó – Sögur um djöfulsskap eftir Carl Jóhan Jensen Þýðandi: Ingunn Ásdísardóttir Útgefandi: Uppheimar Ljóð 1954-2004 eftir Tomas Tranströmer Þýðandi: Njörður P. Njarðvík Útgefandi: Uppheimar Sem ég lá fyrir dauðanum eftir William Faulkner Þýðandi: Rúnar Helgi Vignisson Útgefandi: Uppheimar Rödd í dvala – La voz dormida eftir Dulce Chacón Þýðandi: María Rán Guðjónsdóttir Útgefandi: Sögur útgáfa
Íslensku bókmenntaverðlaunin Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent