Lífið

Nigella neitar eiturlyfjaneyslu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Nigella sagðist gleðjast yfir því að fá tækifæri til að svara þessum ásökunum.
Nigella sagðist gleðjast yfir því að fá tækifæri til að svara þessum ásökunum.
Stjörnukokkurinn Nigella Lawson bar vitni fyrir dómstólum í dag í máli gegn fyrrverandi aðstoðarkonum hennar.

Nigella sagði fyrrverandi eiginmann sinn, Charles Saatchi, ætla að eyðileggja fyrir henni með röngum ásökunum um eiturlyfjaneyslu.

Hún sakaði hann um að ætla að neyða hana til að hreinsa nafn hans, en við skilnað hjónanna fyrr á þessu ári birtust myndir af Saatchi þar sem hann sást taka Nigellu hálstaki á veitingastað í London. Hún sagði sumarið hafa verið runa af einelti og ofbeldi af hálfu Saatchi.

Nigella neitaði því að hafa neytt kókaíns og lyfseðilsskyldra lyfja fyrir í vitnisburði sínum fyrir dómi í dag.

Hún sagði Saatchi hafa byrjað að breiða út orðrómi um eiturlyfjaneyslu hennar og hafi ráðið til þess almannatenglaskrifstofu.

Fyrir dómnum í dag sagði Nigella að Saatchi hefði bölvað henni í sand og ösku og sagði hann óneitanlega hafa mikið skap.

Nigella sagði um fjársvikamálið að hún hefði ekki haft minnstu hugmynd um hver heimildin var á kortum aðstoðarkvennanna.

Hún sagðist gleðjast yfir því að fá tækifæri til að svara þessum ásökunum öllum fyrir dómstólum og fyrir framan fjölmiðla.


Tengdar fréttir

Sagðist ekki vita hvort Nigella notaði eiturlyf

Fyrrverandi eiginmaður hennar bar vitni fyrir rétti í dag og sagist þess fullviss að Nigella hefði ekki heimilað aðstoðarkonum sínum að eyða fjármunum hjónanna að vild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.