Innlent

,,Þetta er fangelsi sem er fullt af fíklum og ef það er vilji, þá er leið“

Ríkharður Ríkharðsson refsifangi segir mun minni neyslu á Litla Hrauni en í fangelsum víða erlendis. Erfitt sé að koma í veg neyslu í fangelsinu. Hann segir mikla breytingu hafa orðið á Litla Hrauni á síðustu tíu árum en alltaf megi gera betur.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fór María Lilja Þrastardóttir fréttakona á Litla Hraun og ræddi við fanga.

„Það sem veldur því að fólk er að koma hingað aftur er þegar það dettur í það,“ segir Ríkharður Ríkharðsson, fangi á Litla-Hrauni.

Ríkharður segir greina mun á Litla-Hrauni á undanförnum árum en hann hefur verið viðriðinn fangelsið með einum eða öðrum hætti frá 14 ára aldri.

„Það er mjög lítil neysla hér miðað við önnur fangelsi í heiminum,“ segir Stefán Þór Guðgeirsson, fangi á Litla-Hrauni, í samtali við Maríu Lilju Þrastardóttur.

„Það kemur kannski upp á þriggja mánaða fresti einhvern almennileg neysla hérna inni. Þetta er fangelsi sem er fullt af fíklum og ef það er vilji, þá er leið.“

Borið hefur á því að menn hræðist afplánum á Litla-Hrauni vegna óuppgerðra saka við aðra fanga eða af hræðslu við að hitta gamla félaga og lenda í neyslu. Ríkharður þann ótta ekki tilhæfulausan.

„Menn koma sér í ýmsar aðstæður og takast á við þær hér inni, það bara undir þeim komið hvernig þeir takast á við þær aðstæður.“

„Þetta er orðin harður heimur og þetta er bara svona, það er svo erfitt að passa upp á þetta. Það er ekki eins og við séum með myndavélar yfir okkur allan tímann. Þetta er persónulegt val og ef menn vilja þá geta þeir fengið fíkniefni.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×