Jón Gnarr vill nýtt ríkisfang Kristján Hjálmarsson skrifar 25. nóvember 2013 11:35 Jón Gnarr er ósáttur við mannanfnanefnd. Jón Gnarr borgarstjóri óskar eftir nýju ríkisfangi á Facebooksíðu sinni. Ástæðan er sú að hann fær ekki nafnið Gnarr samþykkt hjá þjóðskrá. Í pistli sem borgarstjórinn skrifar kemur fram að Jón hafi nefnt dóttur sína Camillu í höfuðið á langömmu hennar. Þegar hann fékk staðfestingu á nafni hennar senda heim var búið að breyta nafninu í Kamilla. „Ég hélt að þetta væri misskilningur en eftir símtal til þjóðskrár var mér tjáð að C er nú bannað í íslenska stafrófinu,“ segir Jón á Facebooksíðu sinni. Í bréfinu, sem er skrifað á ensku, segir borgarstjórinn meðal annars frá því að hann hafi verið skírður Jón Gunnar Kristinsson. Á unglingsaldri hafi hann breytt nafninu sínu í Jón Gnarr og hann hafi verið kallaður það síðan. „En það er ekki lögbundna nafnið mitt,“ skrifar Jón og útskýrir síðan að ný ættarnöfn séu bönnuð hér á landi. “Það er til að vernda einhverja íslenska hefð bla-bla-bla,“ segir Jón. Hann segir einni frá því hvernig innflytjendur hafi verið neyddir til að taka upp íslensk nöfn. Það sé hins vegar mannréttindabrot og því hafi íslensk stjórnvöld þurft að breyta þessum reglum. „Íslenskir foreldrar mega ekki nefna börnin sín Jesú. Innflytjendur eiga hins vegar börn sem eru nefnd Jesú,“ segir Jón meðal annars. „Ef ég myndi vilja taka upp ættarnafnið Reykjavík yrði mér synjað um það en ef Jim Reykjavík myndi flytja hingað til lands mætti hann halda nafninu. Það er ósanngjarnt, heimskuleg lög gegn sköpunargleði,“ segir Jón sem ætlar að berjast fyrir því að taka upp Gnarr nafnið. „Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“ Með færslunni lætur Jón lagið My Name Is með rapparanum Eminem fylgja með. Post by Jón Gnarr. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri óskar eftir nýju ríkisfangi á Facebooksíðu sinni. Ástæðan er sú að hann fær ekki nafnið Gnarr samþykkt hjá þjóðskrá. Í pistli sem borgarstjórinn skrifar kemur fram að Jón hafi nefnt dóttur sína Camillu í höfuðið á langömmu hennar. Þegar hann fékk staðfestingu á nafni hennar senda heim var búið að breyta nafninu í Kamilla. „Ég hélt að þetta væri misskilningur en eftir símtal til þjóðskrár var mér tjáð að C er nú bannað í íslenska stafrófinu,“ segir Jón á Facebooksíðu sinni. Í bréfinu, sem er skrifað á ensku, segir borgarstjórinn meðal annars frá því að hann hafi verið skírður Jón Gunnar Kristinsson. Á unglingsaldri hafi hann breytt nafninu sínu í Jón Gnarr og hann hafi verið kallaður það síðan. „En það er ekki lögbundna nafnið mitt,“ skrifar Jón og útskýrir síðan að ný ættarnöfn séu bönnuð hér á landi. “Það er til að vernda einhverja íslenska hefð bla-bla-bla,“ segir Jón. Hann segir einni frá því hvernig innflytjendur hafi verið neyddir til að taka upp íslensk nöfn. Það sé hins vegar mannréttindabrot og því hafi íslensk stjórnvöld þurft að breyta þessum reglum. „Íslenskir foreldrar mega ekki nefna börnin sín Jesú. Innflytjendur eiga hins vegar börn sem eru nefnd Jesú,“ segir Jón meðal annars. „Ef ég myndi vilja taka upp ættarnafnið Reykjavík yrði mér synjað um það en ef Jim Reykjavík myndi flytja hingað til lands mætti hann halda nafninu. Það er ósanngjarnt, heimskuleg lög gegn sköpunargleði,“ segir Jón sem ætlar að berjast fyrir því að taka upp Gnarr nafnið. „Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“ Með færslunni lætur Jón lagið My Name Is með rapparanum Eminem fylgja með. Post by Jón Gnarr.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira