Fjallað er ítarlega um Tilikum í heimildarmyndinni Blackfish sem sýnd hefur verið á kvikmyndahátíðum í ár. Árið 2010 varð Tilikum þjálfara sínum Dawn Brancheu að bana í SeaWorld í sædýragarðinum. Tugir gesta urðu vitni af atvikinu þegar Tilikum dró Brancheu með sér á kaf þar til að hún drukknaði.
Fréttamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson þekkir háhyrninginn Tilikum vel. Hann starfaði í Hvalalauginni í Hafnarfirði fyrir 30 árum þegar Tilikum var hér á landi.
„Hér var ég með Tilikum, drápshvalnum mikla, að leiða hann hér um, hring eftir hring,“ segir Jakob. Honum líst ágætlega á að fá háhyrninginn aftur heim til Íslands.

„Ég var að ræða við Gísla Víkingsson hvalasérfræðing um þetta mál í morgun. Honum líst ekki vel á þetta og það væri ekki til fagnaðar að reyna að láta svona sirkusdýr aðlagast aftur náttúrunni. Ég heyrði hugmynd í dag um að það væri kannski hægt að setja Tilikum í Kolgrafarfjörð. Það væru tvær flugur í einu höggi.“