„Það er áfall að fá þessar fréttir“ Boði Logason skrifar 27. nóvember 2013 13:08 Sjónvarpsmaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson hefur starfað í Kastljósinu síðustu þrjú ár. „Það er áfall að fá þessar fréttir sem ég og tugir annarra starfsmanna RÚV fá í dag,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, sjónvarpsmaður, sem var í dag sagt upp störfum á Ríkissjónvarpinu. Hann hefur starfað í Kastljósinu síðustu þrjú ár við dagskrágerð.Í pistli á vefsíðu sinni í dag segir Jóhannes að tíminn hjá RÚV hafi verið verið frábær. Fyrsta málið hans hjá Kastljósinu hafi verið mjög persónulegt, þar sem hann fjallaði um dauða dóttur sinnar. Í framhaldinu hafi hann fjallað um myrkan heim læknadópsins. Þá segist hann einnig hafa unnið að fleiri málum sem hafa breytt samfélaginu. „Og í mínum huga á blaðamennska að snúast um það - að benda á hluti sem betur mega fara, benda á spillingu, afhjúpa ljótu málin og vera tengiliður fólksins sem eiga sér enga málsvara - gerast málsvari þeirra og leita svara í kerfi sem veitir þessu fólki ekki rétta þjónustu," ritar Jóhannes. Segir hann að síðustu 10 ár hafi hann verið að þjálfa sjálfan sig upp í rannsóknarblaðamennsku, sem hann segir vera eitt mikilvægasta verkefnið í lýðræðissamfélagi. „Frábæru fyrrum samstarfsmenn RÚV. Ég kveð ykkur öll með trega og það hefur verið sannur heiður að vinna með ykkur þennan tíma. Í hverju horni stofnunarinnar er frábært starfsfólk sem hefur það eina markmið að koma efni til almennings í hvaða formi sem það er. Ég veit að þessi blóðtaka RÚV núna mun bitna mjög mikið á stofnuninni og framtíð hennar. Og ég er ansi hræddur um að enn erfiðara verði að sinna rannsóknarblaðamennsku. Á þessum tímamótum er framtíð mín óráðin að sjálfsögðu. Ég fer hinsvegar frá RÚV með stór mál sem ég hef verið með í undirbúningi í langan tíma. Sum eru komin stutt á veg – önnur lengra. Verkefnið næstu vikurnar verður að klára málin og finna þeim farveg þannig að almenningur fái upplýsingarnar,“ segir hann. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
„Það er áfall að fá þessar fréttir sem ég og tugir annarra starfsmanna RÚV fá í dag,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, sjónvarpsmaður, sem var í dag sagt upp störfum á Ríkissjónvarpinu. Hann hefur starfað í Kastljósinu síðustu þrjú ár við dagskrágerð.Í pistli á vefsíðu sinni í dag segir Jóhannes að tíminn hjá RÚV hafi verið verið frábær. Fyrsta málið hans hjá Kastljósinu hafi verið mjög persónulegt, þar sem hann fjallaði um dauða dóttur sinnar. Í framhaldinu hafi hann fjallað um myrkan heim læknadópsins. Þá segist hann einnig hafa unnið að fleiri málum sem hafa breytt samfélaginu. „Og í mínum huga á blaðamennska að snúast um það - að benda á hluti sem betur mega fara, benda á spillingu, afhjúpa ljótu málin og vera tengiliður fólksins sem eiga sér enga málsvara - gerast málsvari þeirra og leita svara í kerfi sem veitir þessu fólki ekki rétta þjónustu," ritar Jóhannes. Segir hann að síðustu 10 ár hafi hann verið að þjálfa sjálfan sig upp í rannsóknarblaðamennsku, sem hann segir vera eitt mikilvægasta verkefnið í lýðræðissamfélagi. „Frábæru fyrrum samstarfsmenn RÚV. Ég kveð ykkur öll með trega og það hefur verið sannur heiður að vinna með ykkur þennan tíma. Í hverju horni stofnunarinnar er frábært starfsfólk sem hefur það eina markmið að koma efni til almennings í hvaða formi sem það er. Ég veit að þessi blóðtaka RÚV núna mun bitna mjög mikið á stofnuninni og framtíð hennar. Og ég er ansi hræddur um að enn erfiðara verði að sinna rannsóknarblaðamennsku. Á þessum tímamótum er framtíð mín óráðin að sjálfsögðu. Ég fer hinsvegar frá RÚV með stór mál sem ég hef verið með í undirbúningi í langan tíma. Sum eru komin stutt á veg – önnur lengra. Verkefnið næstu vikurnar verður að klára málin og finna þeim farveg þannig að almenningur fái upplýsingarnar,“ segir hann.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira