Innlent

Svikinn um miða á svarta markaðnum

Boði Logason skrifar
Lögreglu er kunnugt um hver seljandinn er, og er málið í rannsókn.
Lögreglu er kunnugt um hver seljandinn er, og er málið í rannsókn.
„Við viljum hvetja fólk til að vera á varðbergi gagnvart allri sölu á netinu,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi.

Um helgina barst lögreglu kæra vegna fjársvika einstaklings sem auglýsti miða á landsleik Íslands og Króatíu á bland.is.

Einn fótboltaáhugamaður beit á agnið og borgaði 17 þúsund krónur fyrir 5 miða. Þegar greiðslan hafði farið í gegn náðist hinsvegar ekkert í seljandann og virðist sem hann hafi gufað upp.

Lögreglu er kunnugt um hver seljandinn er og er málið í rannsókn.

Þorgrímur Óli vill hvetja fólk til að vera á varðbergi fyrir svona málum.

„Það er svolítið um þetta; að menn séu að auglýsa hluti, fá fólk til að greiða inn á bankareikninginn og svo ekki söguna meir. Fólk þarf að hafa í huga að sannreyna að verið sé eiga viðskipti við traust fólk,“ segir hann.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki borist kæra vegna miðakaupa á landsleikinn, og sömu sögu er að segja á Akureyri og á Akranesi.

Töluvert er um að fólk sé að selja miða á leikinn á svörtum markaði, og vill Þorgrímur Óli undirstrika að fólk verði að vera á varðbergi.


Tengdar fréttir

Svarti markaðurinn nötrar

Svo gæti farið að þeir sem keyptu sér miða á landsleik Íslands og Króatíu, með það fyrir augum að selja þá, brenni inni með miðana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×