Menn ekki jafnir fyrir dómi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2013 13:16 Jón Steinar segir dómara hafa misst sig og látið áhugamál sín og hugðarefni hafa meiri áhrif á dómsniðurstöðuna heldur en vera ætti. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur áhyggjuefni hversu mikils misræmis gæti í dómum íslenskra dómsstóla og menn þannig ekki jafnir fyrir lögunum. Nýverið féll sýknudómur í meiðyrðamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ingi Kristján Sigurmarsson var sýknaður í máli Egils Einarssonar á hendur honum en Ingi Kristján hafði birt mynd á Instagram af Agli þar sem á stóð: „Aumingi“ og „Fuck you rapist bastard“. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kvað upp þann dóm en áður hafði fallið dómur Hildar Briem dómara í hliðstæðu máli á Héraðsdómi Austurlands þar sem Inga Lilja Hafliðadóttir var dæmd sek um meiðyrði þegar hún kallaði Egil nauðgara með öðrum orðum á Facebook. Egill hyggst áfrýja fyrrnefnda dómnum. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður segir þetta verulegt áhyggjuefni og að dómarar hafi hreinlega misst sig. Jón Steinar segir að fólki sé kennd lögfræði í fimm til sex ár í háskóla. Sú kennsla á að hafa það meginmarkmið að kenna mönnum hvaða aðferðum megi beita við að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitaefnum. „Það er nefnilega markmiðið að niðurstaðan verði hin sama, sama hvað dómarinn heitir eða sá sem þarf að taka afstöðu til sakarefnisins. Það eru bara tilteknar aðferðir heimilar; hlutlæg beiting réttarheimilda. Lögfræðingum, eins og öðru fólki, virðist ganga illa oft, við að sortera í sundur aðferðirnar sem það má beita og einhverja huglæga afstöðu sem viðkomandi kann sjálfur að hafa. Og ég held að aðalskýringin á því að dómar ganga á mismundi vegu í sambærilegum málum sé sú að einhver dómari hefur misst sig svolítið. Og gleymt þessu meginmarkmiði og farið að láta áhugamál sín og hugðarefni hafa meiri áhrif á dómsniðurstöðuna heldur en vera ætti.“Þú telur þetta þá, með öðrum orðum, þýða að menn eru ekki jafnir fyrir rétti? „Já já, það getur haft þá afleiðingu,“ segir Jón Steinar. „En, auðvitað er þetta þannig að við erum líka með æðsta dómstólinn sem á að vera það skjól sem menn hafa. Þess vegna skiptir mestu máli hvernig ástatt er þar. En því miður er sá dómsstóll undir allt of miklum áhrifum úr samfélaginu, frá einhverjum atriðum samtímans sem engu máli eiga að skipta þegar menn eru að kveða upp dóma í lögfræðilegum þrætuefnum.“ Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur áhyggjuefni hversu mikils misræmis gæti í dómum íslenskra dómsstóla og menn þannig ekki jafnir fyrir lögunum. Nýverið féll sýknudómur í meiðyrðamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ingi Kristján Sigurmarsson var sýknaður í máli Egils Einarssonar á hendur honum en Ingi Kristján hafði birt mynd á Instagram af Agli þar sem á stóð: „Aumingi“ og „Fuck you rapist bastard“. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kvað upp þann dóm en áður hafði fallið dómur Hildar Briem dómara í hliðstæðu máli á Héraðsdómi Austurlands þar sem Inga Lilja Hafliðadóttir var dæmd sek um meiðyrði þegar hún kallaði Egil nauðgara með öðrum orðum á Facebook. Egill hyggst áfrýja fyrrnefnda dómnum. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður segir þetta verulegt áhyggjuefni og að dómarar hafi hreinlega misst sig. Jón Steinar segir að fólki sé kennd lögfræði í fimm til sex ár í háskóla. Sú kennsla á að hafa það meginmarkmið að kenna mönnum hvaða aðferðum megi beita við að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitaefnum. „Það er nefnilega markmiðið að niðurstaðan verði hin sama, sama hvað dómarinn heitir eða sá sem þarf að taka afstöðu til sakarefnisins. Það eru bara tilteknar aðferðir heimilar; hlutlæg beiting réttarheimilda. Lögfræðingum, eins og öðru fólki, virðist ganga illa oft, við að sortera í sundur aðferðirnar sem það má beita og einhverja huglæga afstöðu sem viðkomandi kann sjálfur að hafa. Og ég held að aðalskýringin á því að dómar ganga á mismundi vegu í sambærilegum málum sé sú að einhver dómari hefur misst sig svolítið. Og gleymt þessu meginmarkmiði og farið að láta áhugamál sín og hugðarefni hafa meiri áhrif á dómsniðurstöðuna heldur en vera ætti.“Þú telur þetta þá, með öðrum orðum, þýða að menn eru ekki jafnir fyrir rétti? „Já já, það getur haft þá afleiðingu,“ segir Jón Steinar. „En, auðvitað er þetta þannig að við erum líka með æðsta dómstólinn sem á að vera það skjól sem menn hafa. Þess vegna skiptir mestu máli hvernig ástatt er þar. En því miður er sá dómsstóll undir allt of miklum áhrifum úr samfélaginu, frá einhverjum atriðum samtímans sem engu máli eiga að skipta þegar menn eru að kveða upp dóma í lögfræðilegum þrætuefnum.“
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira