Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Svavar Hávarðsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Skarfabakki í Sundahöfn er 450 metra langur viðlegukantur en í Finnafirði verður ekki byrjað fyrir minna en 1,6 kílómetra. Athafnasvæðið yrði um þúsund hektarar. Fréttablaðið/gva Fjárfesting þýska fyrirtækisins Bremenport í rannsóknum og forhönnun vegna fyrirhugaðrar umskipunarhafnar í Finnafirði verður 400 til 450 milljónir króna árin 2014 til 2016. Höfnin sjálf er gríðarstórt fjárfestingarverkefni ef af verður, og mun fyrsti áfangi, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur og önnur uppbygging, kostar 18 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Hafsteins Helgasonar, byggingarverkfræðingi hjá verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækinu Eflu, á atvinnumálaráðstefnu Austurbrúar á Hallormsstað á miðvikudag. Hafsteinn sagði frá því í erindi sínu að sérfræðingar á vegum þýska fyrirtækisins hafa allt frá árinu 2000 kannað aðstæður á Íslandi fyrir höfn. Rannsóknir hefjast í Finnafirði á næsta ári, en 45 milljónum verður varið til þeirra á fyrsta ári en 200 milljónum árið 2015. Þær snúa að uppsetningu mælitækja á landi og sjó og umhverfis- og jarðfræðirannsóknum margskonar. Hafsteinn sagði að aðstæður í Finnafirði séu einstakar á Íslandi og hvergi hérlendis sé hentugra að skipuleggja hafnarsvæði eins og þetta. Er þá jafnt vísað til landfræðilegrar legu fjarðarins og veðurskilyrða. Eins að mikið dýpi sé í firðinum, reyndar svo mikið á hluta hans að hægt væri að draga olíuborpall þar að landi. Hafsteinn sagði fulltrúa Bremenport sjá möguleika á að sækja þjónustu til Norðurlands, jafnt sem Austurlands. „Í desember 2012 sögðu Þjóðverjarnir að uppbygging gæti hafist eftir 10 til 12 ár. Í maí sögðu þeir 5 til 8 ár. Tíminn hefur styst um helming, og það er vegna þess að þeir eru takt við viðskiptalífið og fylgjast vel með því sem er að gerast út í heimi“, sagði Hafsteinn spurður um hvar verkefnið væri statt í tíma.Hafsteinn HelgasonMynd/AusturbrúEf rannsóknir sanna að fjörðurinn henti fyrir höfnina yrði fyrsti áfanginn, og lágmarksuppbygging, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur sunnan fjarðarins. Horft er til þess að fullbyggð höfn væri 3 til 5 kílómetrar af viðleguköntum og hlutverk hennar þá fjölþætt. Um væri að ræða olíubirgða-og gasvinnsluhöfn, Þjónustuhöfn fyrir olíuvinnslu, gámahöfn, efnisgeymsluhöfn vegna námavinnslu á Grænlandi auk farþegaflutninga og Finnafjörður gæti eins þjónað sem öryggishöfn. Líklega yrði uppbygging í 3-5 áföngum á 30 til 40 árum, en 200 til 300 manns myndu starfa við fullbyggða höfn. Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Fjárfesting þýska fyrirtækisins Bremenport í rannsóknum og forhönnun vegna fyrirhugaðrar umskipunarhafnar í Finnafirði verður 400 til 450 milljónir króna árin 2014 til 2016. Höfnin sjálf er gríðarstórt fjárfestingarverkefni ef af verður, og mun fyrsti áfangi, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur og önnur uppbygging, kostar 18 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Hafsteins Helgasonar, byggingarverkfræðingi hjá verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækinu Eflu, á atvinnumálaráðstefnu Austurbrúar á Hallormsstað á miðvikudag. Hafsteinn sagði frá því í erindi sínu að sérfræðingar á vegum þýska fyrirtækisins hafa allt frá árinu 2000 kannað aðstæður á Íslandi fyrir höfn. Rannsóknir hefjast í Finnafirði á næsta ári, en 45 milljónum verður varið til þeirra á fyrsta ári en 200 milljónum árið 2015. Þær snúa að uppsetningu mælitækja á landi og sjó og umhverfis- og jarðfræðirannsóknum margskonar. Hafsteinn sagði að aðstæður í Finnafirði séu einstakar á Íslandi og hvergi hérlendis sé hentugra að skipuleggja hafnarsvæði eins og þetta. Er þá jafnt vísað til landfræðilegrar legu fjarðarins og veðurskilyrða. Eins að mikið dýpi sé í firðinum, reyndar svo mikið á hluta hans að hægt væri að draga olíuborpall þar að landi. Hafsteinn sagði fulltrúa Bremenport sjá möguleika á að sækja þjónustu til Norðurlands, jafnt sem Austurlands. „Í desember 2012 sögðu Þjóðverjarnir að uppbygging gæti hafist eftir 10 til 12 ár. Í maí sögðu þeir 5 til 8 ár. Tíminn hefur styst um helming, og það er vegna þess að þeir eru takt við viðskiptalífið og fylgjast vel með því sem er að gerast út í heimi“, sagði Hafsteinn spurður um hvar verkefnið væri statt í tíma.Hafsteinn HelgasonMynd/AusturbrúEf rannsóknir sanna að fjörðurinn henti fyrir höfnina yrði fyrsti áfanginn, og lágmarksuppbygging, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur sunnan fjarðarins. Horft er til þess að fullbyggð höfn væri 3 til 5 kílómetrar af viðleguköntum og hlutverk hennar þá fjölþætt. Um væri að ræða olíubirgða-og gasvinnsluhöfn, Þjónustuhöfn fyrir olíuvinnslu, gámahöfn, efnisgeymsluhöfn vegna námavinnslu á Grænlandi auk farþegaflutninga og Finnafjörður gæti eins þjónað sem öryggishöfn. Líklega yrði uppbygging í 3-5 áföngum á 30 til 40 árum, en 200 til 300 manns myndu starfa við fullbyggða höfn.
Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira