Innlent

Fimm í gæsluvarðhald í vændiskaupamáli

Elimar Hauksson skrifar
Í tilkynningu frá lögreglu er nafn kampavíns-klúbbsins ekki birt en í fréttum stöðvar tvö í kvöld má sjá að innsigli hefur verið sett á hurð staðarins.
Í tilkynningu frá lögreglu er nafn kampavíns-klúbbsins ekki birt en í fréttum stöðvar tvö í kvöld má sjá að innsigli hefur verið sett á hurð staðarins.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokað kampavíns-kúbbnum Strawberries en í tilkynningu frá lögreglu segir að húsleitir hafi einnig verið framkvæmdar á öðrum stöðum sem taldir eru tengjast eiganda staðarins.

Eins og greint var frá í fréttum stöðvar tvö í kvöld var hópur manna handtekinn á veitingastaðnum árla morguns vegna gruns um vændiskaup. Í aðgerðum lögreglu voru fjórir starfsmenn handteknir auk eiganda staðarins. Þá voru þrír einstaklingar handteknir grunaðir um kaup á vændi og loks var ein kona handtekinn vegna grunsemda um sölu fíkniefna.

Lögreglu grunar að milliganga um vændi hafi verið starfrækt á staðnum undanfarna mánuði og jafnvel misseri. Sjö konur voru á staðnum og hafa þær verið yfirheyrðar sem vitni.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að staðnum verði lokað um óákveðinn tíma í þágu rannsóknar málsins, en jafnframt muni leyfi staðarins verða skoðað í ljósi þessa máls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×