Forsætisráðherra segir stjórnmálaumræðuna nánast hættulega lýðræðinu Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2013 12:35 Forsætisráðherra segir hamrað á sömu hlutunum. Mynd/GVA Forsætisráðherra segir að stjórnmálaumræðan á Íslandi sé orðin galin og nánast hættuleg lýðræðinu. Hamrað sé á sömu hlutunum aftur og aftur til að reyna að hanna ákveðinn veruleika. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í ítarlegu viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu meðal annars væntanlegar aðgerðir fyrir skuldug heimili og sagði forsætisráðherra engan ágreining vera um þær innan ríkisstjórnarinnar. Óþreyju vegna þessara aðgerða gætti helst hjá þeim sem hefðu verið á móti þeim frá upphafi en hann og Bjarni Benediktsson væru samstíga. Talið barst einnig að fjölmiðlum og stjórnmálaumræðunni í landinu. „Nú komum við að stóru og mjög mikilvægu máli sem er svolítið áberandi þessa dagana, þ.e.a.s. vandamáli, og það er stjórnmálaumræðan á Íslandi og hvernig hún er að þróast. Þetta er orðið nánast galið,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnmálamenn og flokkar væru ólíkir og ekki sanngjarnt að tala um stjórnmálastéttina eins og tilhneiging hafi verið til á síðasta kjörtímabili. Þá væri mjög mikilvægt að gera þann fyrirvara að fjölmiðlar og fjölmiðlafólk væri eins ólíkt og það væri margt. „Sumir eru í þessu kannski fyrst og fremst til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafa áhrif á gang málanna. Sumir eru frétta- og blaðamenn sem mætti kalla af gamla skólanum, bara í leit að upplýsingum og sannleikanum. En umræðan um stjórnmál á Íslandi er orðin held ég mjög skaðleg. Hún er orðin hættuleg nánast lýðræðinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Þetta birtist með ýmsum hætti. Það væri mjög mikil tilhneiging til þess nú, þótt það hafi oft verið áður, en þó áberandi meira eftir stjórnarskipti að reyna ekki eingöngu að hanna atburðarás, heldur raunveruleika líka. „Það er þá gert með því að hamra á sömu hlutunum aftur og aftur og aftur í þeirri von að það festist. Og stundum tapa menn sér í þessu að því marki að þeir fara að spinna í sitt hvora áttina. Ég nefni sem dæmi að það er hamrað á því á einum stað að þessi ríkisstjórn sé einangrunarríkisstjórn og vilji einangra landið og loka okkur af frá umheiminum,“ sagði forsætisráðherra. En á sama tíma sé forsætisráðherrann og fleiri gagnrýndir fyrir að vera of mikið í útlöndum og í viðræðum við önnur ríki, sagði Sigmundur Davíð meðal annars á Sprengisandi í morgun.Hér má hlusta á þáttinn í heild. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Forsætisráðherra segir að stjórnmálaumræðan á Íslandi sé orðin galin og nánast hættuleg lýðræðinu. Hamrað sé á sömu hlutunum aftur og aftur til að reyna að hanna ákveðinn veruleika. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í ítarlegu viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu meðal annars væntanlegar aðgerðir fyrir skuldug heimili og sagði forsætisráðherra engan ágreining vera um þær innan ríkisstjórnarinnar. Óþreyju vegna þessara aðgerða gætti helst hjá þeim sem hefðu verið á móti þeim frá upphafi en hann og Bjarni Benediktsson væru samstíga. Talið barst einnig að fjölmiðlum og stjórnmálaumræðunni í landinu. „Nú komum við að stóru og mjög mikilvægu máli sem er svolítið áberandi þessa dagana, þ.e.a.s. vandamáli, og það er stjórnmálaumræðan á Íslandi og hvernig hún er að þróast. Þetta er orðið nánast galið,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnmálamenn og flokkar væru ólíkir og ekki sanngjarnt að tala um stjórnmálastéttina eins og tilhneiging hafi verið til á síðasta kjörtímabili. Þá væri mjög mikilvægt að gera þann fyrirvara að fjölmiðlar og fjölmiðlafólk væri eins ólíkt og það væri margt. „Sumir eru í þessu kannski fyrst og fremst til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafa áhrif á gang málanna. Sumir eru frétta- og blaðamenn sem mætti kalla af gamla skólanum, bara í leit að upplýsingum og sannleikanum. En umræðan um stjórnmál á Íslandi er orðin held ég mjög skaðleg. Hún er orðin hættuleg nánast lýðræðinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Þetta birtist með ýmsum hætti. Það væri mjög mikil tilhneiging til þess nú, þótt það hafi oft verið áður, en þó áberandi meira eftir stjórnarskipti að reyna ekki eingöngu að hanna atburðarás, heldur raunveruleika líka. „Það er þá gert með því að hamra á sömu hlutunum aftur og aftur og aftur í þeirri von að það festist. Og stundum tapa menn sér í þessu að því marki að þeir fara að spinna í sitt hvora áttina. Ég nefni sem dæmi að það er hamrað á því á einum stað að þessi ríkisstjórn sé einangrunarríkisstjórn og vilji einangra landið og loka okkur af frá umheiminum,“ sagði forsætisráðherra. En á sama tíma sé forsætisráðherrann og fleiri gagnrýndir fyrir að vera of mikið í útlöndum og í viðræðum við önnur ríki, sagði Sigmundur Davíð meðal annars á Sprengisandi í morgun.Hér má hlusta á þáttinn í heild.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira