Forsætisráðherra segir stjórnmálaumræðuna nánast hættulega lýðræðinu Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2013 12:35 Forsætisráðherra segir hamrað á sömu hlutunum. Mynd/GVA Forsætisráðherra segir að stjórnmálaumræðan á Íslandi sé orðin galin og nánast hættuleg lýðræðinu. Hamrað sé á sömu hlutunum aftur og aftur til að reyna að hanna ákveðinn veruleika. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í ítarlegu viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu meðal annars væntanlegar aðgerðir fyrir skuldug heimili og sagði forsætisráðherra engan ágreining vera um þær innan ríkisstjórnarinnar. Óþreyju vegna þessara aðgerða gætti helst hjá þeim sem hefðu verið á móti þeim frá upphafi en hann og Bjarni Benediktsson væru samstíga. Talið barst einnig að fjölmiðlum og stjórnmálaumræðunni í landinu. „Nú komum við að stóru og mjög mikilvægu máli sem er svolítið áberandi þessa dagana, þ.e.a.s. vandamáli, og það er stjórnmálaumræðan á Íslandi og hvernig hún er að þróast. Þetta er orðið nánast galið,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnmálamenn og flokkar væru ólíkir og ekki sanngjarnt að tala um stjórnmálastéttina eins og tilhneiging hafi verið til á síðasta kjörtímabili. Þá væri mjög mikilvægt að gera þann fyrirvara að fjölmiðlar og fjölmiðlafólk væri eins ólíkt og það væri margt. „Sumir eru í þessu kannski fyrst og fremst til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafa áhrif á gang málanna. Sumir eru frétta- og blaðamenn sem mætti kalla af gamla skólanum, bara í leit að upplýsingum og sannleikanum. En umræðan um stjórnmál á Íslandi er orðin held ég mjög skaðleg. Hún er orðin hættuleg nánast lýðræðinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Þetta birtist með ýmsum hætti. Það væri mjög mikil tilhneiging til þess nú, þótt það hafi oft verið áður, en þó áberandi meira eftir stjórnarskipti að reyna ekki eingöngu að hanna atburðarás, heldur raunveruleika líka. „Það er þá gert með því að hamra á sömu hlutunum aftur og aftur og aftur í þeirri von að það festist. Og stundum tapa menn sér í þessu að því marki að þeir fara að spinna í sitt hvora áttina. Ég nefni sem dæmi að það er hamrað á því á einum stað að þessi ríkisstjórn sé einangrunarríkisstjórn og vilji einangra landið og loka okkur af frá umheiminum,“ sagði forsætisráðherra. En á sama tíma sé forsætisráðherrann og fleiri gagnrýndir fyrir að vera of mikið í útlöndum og í viðræðum við önnur ríki, sagði Sigmundur Davíð meðal annars á Sprengisandi í morgun.Hér má hlusta á þáttinn í heild. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Forsætisráðherra segir að stjórnmálaumræðan á Íslandi sé orðin galin og nánast hættuleg lýðræðinu. Hamrað sé á sömu hlutunum aftur og aftur til að reyna að hanna ákveðinn veruleika. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í ítarlegu viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu meðal annars væntanlegar aðgerðir fyrir skuldug heimili og sagði forsætisráðherra engan ágreining vera um þær innan ríkisstjórnarinnar. Óþreyju vegna þessara aðgerða gætti helst hjá þeim sem hefðu verið á móti þeim frá upphafi en hann og Bjarni Benediktsson væru samstíga. Talið barst einnig að fjölmiðlum og stjórnmálaumræðunni í landinu. „Nú komum við að stóru og mjög mikilvægu máli sem er svolítið áberandi þessa dagana, þ.e.a.s. vandamáli, og það er stjórnmálaumræðan á Íslandi og hvernig hún er að þróast. Þetta er orðið nánast galið,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnmálamenn og flokkar væru ólíkir og ekki sanngjarnt að tala um stjórnmálastéttina eins og tilhneiging hafi verið til á síðasta kjörtímabili. Þá væri mjög mikilvægt að gera þann fyrirvara að fjölmiðlar og fjölmiðlafólk væri eins ólíkt og það væri margt. „Sumir eru í þessu kannski fyrst og fremst til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafa áhrif á gang málanna. Sumir eru frétta- og blaðamenn sem mætti kalla af gamla skólanum, bara í leit að upplýsingum og sannleikanum. En umræðan um stjórnmál á Íslandi er orðin held ég mjög skaðleg. Hún er orðin hættuleg nánast lýðræðinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Þetta birtist með ýmsum hætti. Það væri mjög mikil tilhneiging til þess nú, þótt það hafi oft verið áður, en þó áberandi meira eftir stjórnarskipti að reyna ekki eingöngu að hanna atburðarás, heldur raunveruleika líka. „Það er þá gert með því að hamra á sömu hlutunum aftur og aftur og aftur í þeirri von að það festist. Og stundum tapa menn sér í þessu að því marki að þeir fara að spinna í sitt hvora áttina. Ég nefni sem dæmi að það er hamrað á því á einum stað að þessi ríkisstjórn sé einangrunarríkisstjórn og vilji einangra landið og loka okkur af frá umheiminum,“ sagði forsætisráðherra. En á sama tíma sé forsætisráðherrann og fleiri gagnrýndir fyrir að vera of mikið í útlöndum og í viðræðum við önnur ríki, sagði Sigmundur Davíð meðal annars á Sprengisandi í morgun.Hér má hlusta á þáttinn í heild.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira