Murakami talinn líklegastur til að hreppa Nóbelinn Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2013 07:33 Enn er Dylan nefndur sem kandídat til bókmenntaverðlauna Nóbels. En, reglur Alfreðs Nóbels vinna líklega gegn Dylan. AP Tilkynnt verður um það í dag hver hreppir Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Greint verður frá sigurvegaranum klukkan ellefu að íslenskum tíma.Veðbankar telja líklegast að japanski rithöfundurinn Haruki Murakami verði fyrir valinu en þar á eftir koma skáldkonurnar Alice Munroe frá Kanada og Svetlana Aleksijevitj frá Hvíta-Rússlandi. Illugi Jökulsson rithöfundur er mikill áhugamaður um þessi verðlaun eins og reyndar flestir Íslendingar, enda er það rækilega brennimerkt í þjóðarsálina það þegar Halldór Laxness hlaut verðlaunin árið 1955. Illugi hefur efnt til umræðna á Facebooksíðu sinni. „Eins og venjulega veðja ég á Bob Dylan, þótt Adonis eða Murakami séu öruggari kostir,“ segir Illugi. Og það er rétt hjá Illuga, samkvæmt stuðli hér er 1 á móti 50 að Dylan verði fyrir valinu að þessu sinni. Páll Valsson bókmenntafræðingur bendir á í athugasemd að það komi skýrt fram í fyrirmælum Alfreðs Nóbels að eitt þeirra atriða sem nefndin á að gera sé að vekja athygli á góðum bókmenntum. „Þess vegna fá þetta stundum höfundar sem eru lítt þekktir. Og þess vegna notar nefndin greinilega þau rök að tiltekinn höfundur sé það þekktur að hann þurfi ekki á þessum verðlaunum að halda - og mætti nota á Dylan þótt hann verðskuldi þau svo sannarlega sem einn áhrifamesti listamaður síðustu aldar," segir Páll sem spáir því að Joyce Carol Oates fái verðlaunin.Hér getur að líta greinargóðan lista yfir þá sem hreppt hafa Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir í gegnum tíðina. Nóbelsverðlaun Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Tilkynnt verður um það í dag hver hreppir Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Greint verður frá sigurvegaranum klukkan ellefu að íslenskum tíma.Veðbankar telja líklegast að japanski rithöfundurinn Haruki Murakami verði fyrir valinu en þar á eftir koma skáldkonurnar Alice Munroe frá Kanada og Svetlana Aleksijevitj frá Hvíta-Rússlandi. Illugi Jökulsson rithöfundur er mikill áhugamaður um þessi verðlaun eins og reyndar flestir Íslendingar, enda er það rækilega brennimerkt í þjóðarsálina það þegar Halldór Laxness hlaut verðlaunin árið 1955. Illugi hefur efnt til umræðna á Facebooksíðu sinni. „Eins og venjulega veðja ég á Bob Dylan, þótt Adonis eða Murakami séu öruggari kostir,“ segir Illugi. Og það er rétt hjá Illuga, samkvæmt stuðli hér er 1 á móti 50 að Dylan verði fyrir valinu að þessu sinni. Páll Valsson bókmenntafræðingur bendir á í athugasemd að það komi skýrt fram í fyrirmælum Alfreðs Nóbels að eitt þeirra atriða sem nefndin á að gera sé að vekja athygli á góðum bókmenntum. „Þess vegna fá þetta stundum höfundar sem eru lítt þekktir. Og þess vegna notar nefndin greinilega þau rök að tiltekinn höfundur sé það þekktur að hann þurfi ekki á þessum verðlaunum að halda - og mætti nota á Dylan þótt hann verðskuldi þau svo sannarlega sem einn áhrifamesti listamaður síðustu aldar," segir Páll sem spáir því að Joyce Carol Oates fái verðlaunin.Hér getur að líta greinargóðan lista yfir þá sem hreppt hafa Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir í gegnum tíðina.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira