Sóknargjöld nýs trúfélags til heilbrigðismála Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. október 2013 15:47 Kristín tekur það skýrt fram að fyrirætlanir sínar séu ekki grín. Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, hefur ákveðið að stofna trúfélag. Hún segist þurfa 200 manns til að hugmyndin geti farið lengra en hún trúir að eigin sögn af heilum hug á mátt læknavísindanna, röntgentækni, blóðprufur og sneiðmyndir. Hún trúir því að starfsfólk heilbrigðisgeirans vinni af heilum hug og ef henni tekst að stofna trúfélag á þessum grunni stingur hún upp á því að sóknargjöld renni til tækjakaupa. „Þetta er hugmynd sem kviknaði í gær þegar ég var að tala við vinkonu mína sem er lögfræðingur,“ segir Kristín í samtali við Vísi. „Við áttum okkur kannski ekki á því en við tölum um að trúa eða trúa ekki á læknavísindin. Með því að það sé ekki sjálfsagt má í raun segja að trú á læknavísindi séu trúarbrögð.“ Að sögn Kristínar þarf trúfélagið að uppfylla ýmis önnur skilyrði en mannfjöldann en viðbrögð hafa verið góð og nú þegar hafa um 80 manns lýst yfir áhuga á þátttöku. „Ég held að tímasetningin spili inn í. Fólk upplifir ósanngirni í því að kirkjan fái of mikið og um leið sé skorið niður í heilbrigðismálum. Það er verið að styrkja eina stofnun sem lítill hluti fólks trúir raunverulega á, en langflestir trúa á læknavísindin. Enda held ég að mun fleiri fari reglulega til læknis en í kirkju.“Hvorki gjörningur né djók Þegar lágmarksfjöldi þátttakenda næst segir Kristín rökrétt næsta skref að boða til fundar, setja skýr markmið og reglur, og vinna í þeim skilyrðum að fá trúfélagið formlega skráð. Aðspurð hvort hún viti af sambærilegum trúfélögum erlendis segist Kristín ekki hafa hugmynd um það. „Ég er ekki einu sinni búin að athuga það. Fæstar hugmyndir eru reyndar það frumlegar að þær eigi sér ekki hliðstæðu einhvers staðar. En ég veit heldur ekkert hvort kerfin séu eins. Það er sérstakt að það sé gert ráð fyrir því að þú greiðir sóknargjöld.“ Kristín tekur það skýrt fram að fyrirætlanir sínar séu ekki grín. „Það hafa auðvitað margir reynt að skrá trúfélög í einhverju djóki, en þetta er hvorki djók, ádeila á kirkjuna eða gjörningur. Með þessu gæfist fólki tækifæri á að láta sóknargjöldin renna til heilbrigðiskerfisins, sem er kostur sem margir telja fýsilegan.“Áhugasamir geta skráð sig á lista Læknavísindakirkjunnar hér. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, hefur ákveðið að stofna trúfélag. Hún segist þurfa 200 manns til að hugmyndin geti farið lengra en hún trúir að eigin sögn af heilum hug á mátt læknavísindanna, röntgentækni, blóðprufur og sneiðmyndir. Hún trúir því að starfsfólk heilbrigðisgeirans vinni af heilum hug og ef henni tekst að stofna trúfélag á þessum grunni stingur hún upp á því að sóknargjöld renni til tækjakaupa. „Þetta er hugmynd sem kviknaði í gær þegar ég var að tala við vinkonu mína sem er lögfræðingur,“ segir Kristín í samtali við Vísi. „Við áttum okkur kannski ekki á því en við tölum um að trúa eða trúa ekki á læknavísindin. Með því að það sé ekki sjálfsagt má í raun segja að trú á læknavísindi séu trúarbrögð.“ Að sögn Kristínar þarf trúfélagið að uppfylla ýmis önnur skilyrði en mannfjöldann en viðbrögð hafa verið góð og nú þegar hafa um 80 manns lýst yfir áhuga á þátttöku. „Ég held að tímasetningin spili inn í. Fólk upplifir ósanngirni í því að kirkjan fái of mikið og um leið sé skorið niður í heilbrigðismálum. Það er verið að styrkja eina stofnun sem lítill hluti fólks trúir raunverulega á, en langflestir trúa á læknavísindin. Enda held ég að mun fleiri fari reglulega til læknis en í kirkju.“Hvorki gjörningur né djók Þegar lágmarksfjöldi þátttakenda næst segir Kristín rökrétt næsta skref að boða til fundar, setja skýr markmið og reglur, og vinna í þeim skilyrðum að fá trúfélagið formlega skráð. Aðspurð hvort hún viti af sambærilegum trúfélögum erlendis segist Kristín ekki hafa hugmynd um það. „Ég er ekki einu sinni búin að athuga það. Fæstar hugmyndir eru reyndar það frumlegar að þær eigi sér ekki hliðstæðu einhvers staðar. En ég veit heldur ekkert hvort kerfin séu eins. Það er sérstakt að það sé gert ráð fyrir því að þú greiðir sóknargjöld.“ Kristín tekur það skýrt fram að fyrirætlanir sínar séu ekki grín. „Það hafa auðvitað margir reynt að skrá trúfélög í einhverju djóki, en þetta er hvorki djók, ádeila á kirkjuna eða gjörningur. Með þessu gæfist fólki tækifæri á að láta sóknargjöldin renna til heilbrigðiskerfisins, sem er kostur sem margir telja fýsilegan.“Áhugasamir geta skráð sig á lista Læknavísindakirkjunnar hér.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira