Sóknargjöld nýs trúfélags til heilbrigðismála Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. október 2013 15:47 Kristín tekur það skýrt fram að fyrirætlanir sínar séu ekki grín. Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, hefur ákveðið að stofna trúfélag. Hún segist þurfa 200 manns til að hugmyndin geti farið lengra en hún trúir að eigin sögn af heilum hug á mátt læknavísindanna, röntgentækni, blóðprufur og sneiðmyndir. Hún trúir því að starfsfólk heilbrigðisgeirans vinni af heilum hug og ef henni tekst að stofna trúfélag á þessum grunni stingur hún upp á því að sóknargjöld renni til tækjakaupa. „Þetta er hugmynd sem kviknaði í gær þegar ég var að tala við vinkonu mína sem er lögfræðingur,“ segir Kristín í samtali við Vísi. „Við áttum okkur kannski ekki á því en við tölum um að trúa eða trúa ekki á læknavísindin. Með því að það sé ekki sjálfsagt má í raun segja að trú á læknavísindi séu trúarbrögð.“ Að sögn Kristínar þarf trúfélagið að uppfylla ýmis önnur skilyrði en mannfjöldann en viðbrögð hafa verið góð og nú þegar hafa um 80 manns lýst yfir áhuga á þátttöku. „Ég held að tímasetningin spili inn í. Fólk upplifir ósanngirni í því að kirkjan fái of mikið og um leið sé skorið niður í heilbrigðismálum. Það er verið að styrkja eina stofnun sem lítill hluti fólks trúir raunverulega á, en langflestir trúa á læknavísindin. Enda held ég að mun fleiri fari reglulega til læknis en í kirkju.“Hvorki gjörningur né djók Þegar lágmarksfjöldi þátttakenda næst segir Kristín rökrétt næsta skref að boða til fundar, setja skýr markmið og reglur, og vinna í þeim skilyrðum að fá trúfélagið formlega skráð. Aðspurð hvort hún viti af sambærilegum trúfélögum erlendis segist Kristín ekki hafa hugmynd um það. „Ég er ekki einu sinni búin að athuga það. Fæstar hugmyndir eru reyndar það frumlegar að þær eigi sér ekki hliðstæðu einhvers staðar. En ég veit heldur ekkert hvort kerfin séu eins. Það er sérstakt að það sé gert ráð fyrir því að þú greiðir sóknargjöld.“ Kristín tekur það skýrt fram að fyrirætlanir sínar séu ekki grín. „Það hafa auðvitað margir reynt að skrá trúfélög í einhverju djóki, en þetta er hvorki djók, ádeila á kirkjuna eða gjörningur. Með þessu gæfist fólki tækifæri á að láta sóknargjöldin renna til heilbrigðiskerfisins, sem er kostur sem margir telja fýsilegan.“Áhugasamir geta skráð sig á lista Læknavísindakirkjunnar hér. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, hefur ákveðið að stofna trúfélag. Hún segist þurfa 200 manns til að hugmyndin geti farið lengra en hún trúir að eigin sögn af heilum hug á mátt læknavísindanna, röntgentækni, blóðprufur og sneiðmyndir. Hún trúir því að starfsfólk heilbrigðisgeirans vinni af heilum hug og ef henni tekst að stofna trúfélag á þessum grunni stingur hún upp á því að sóknargjöld renni til tækjakaupa. „Þetta er hugmynd sem kviknaði í gær þegar ég var að tala við vinkonu mína sem er lögfræðingur,“ segir Kristín í samtali við Vísi. „Við áttum okkur kannski ekki á því en við tölum um að trúa eða trúa ekki á læknavísindin. Með því að það sé ekki sjálfsagt má í raun segja að trú á læknavísindi séu trúarbrögð.“ Að sögn Kristínar þarf trúfélagið að uppfylla ýmis önnur skilyrði en mannfjöldann en viðbrögð hafa verið góð og nú þegar hafa um 80 manns lýst yfir áhuga á þátttöku. „Ég held að tímasetningin spili inn í. Fólk upplifir ósanngirni í því að kirkjan fái of mikið og um leið sé skorið niður í heilbrigðismálum. Það er verið að styrkja eina stofnun sem lítill hluti fólks trúir raunverulega á, en langflestir trúa á læknavísindin. Enda held ég að mun fleiri fari reglulega til læknis en í kirkju.“Hvorki gjörningur né djók Þegar lágmarksfjöldi þátttakenda næst segir Kristín rökrétt næsta skref að boða til fundar, setja skýr markmið og reglur, og vinna í þeim skilyrðum að fá trúfélagið formlega skráð. Aðspurð hvort hún viti af sambærilegum trúfélögum erlendis segist Kristín ekki hafa hugmynd um það. „Ég er ekki einu sinni búin að athuga það. Fæstar hugmyndir eru reyndar það frumlegar að þær eigi sér ekki hliðstæðu einhvers staðar. En ég veit heldur ekkert hvort kerfin séu eins. Það er sérstakt að það sé gert ráð fyrir því að þú greiðir sóknargjöld.“ Kristín tekur það skýrt fram að fyrirætlanir sínar séu ekki grín. „Það hafa auðvitað margir reynt að skrá trúfélög í einhverju djóki, en þetta er hvorki djók, ádeila á kirkjuna eða gjörningur. Með þessu gæfist fólki tækifæri á að láta sóknargjöldin renna til heilbrigðiskerfisins, sem er kostur sem margir telja fýsilegan.“Áhugasamir geta skráð sig á lista Læknavísindakirkjunnar hér.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira