Guðjón krefur Grindvíkinga um 12,5 milljónir Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. október 2013 12:13 Guðjón Þórðarson stendur í málaferlum gegn knattspyrnufeild Grindavíkur. Mynd/Valgarður og Anton Fyrirtaka fór fram í gær í máli Guðjóns Þórðarsonar, fyrrum landsliðsþjálfara, gegn knattspyrnudeild Grindavíkur í Héraðsdómi Reykjaness. Guðjón krefur Grindvíkinga um 12,5 milljónir króna vegna vangoldinna launa. Guðjón var ráðinn þjálfari Grindavíkur í október 2011 og var gerður við hann þriggja ára samningur. Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur ákvað að segja upp launalið við Guðjón þann 1. október 2012. Grindavík hafði þá um sumarið fallið úr Pepsi-deild karla. Liðið hlaut aðeins 12 stig og var 15 stigum frá því að bjarga sér frá falli. Það er versti árangur Grindavíkur frá upphafi í efstu deild. Í stefnu Guðjóns segir að uppsögn á launalið hafi aðeins verið til málamynda. Stefndi hefði ekki haft nein áform um að semja við stefnanda um nýja fjárhæð launaliðar svo sem samningurinn gerði ráð fyrir. Hafi Guðjón verið tilbúinn að taka á sig lækkun í samræmi við bágari fjárhagsstöðu stefnda. Samkvæmt heimildum Vísis þá mun Guðjón hafa fengið tilboð frá Grindvíkingum sem hafi hljóðað upp á fimmtíu þúsund krónur á mánuði út samninginn. Það mun hafa verið mikil launaskerðing sem þjálfarinn vildi ekki sætta sig við. Guðjón var með um 410 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá Grindavík samkvæmt stefnu. Grindvíkingar greiddu einnig húsaleigu hans að upphæð 170 þúsund krónur. Guðjón fer fram á að fá greidd laun frá 1. janúar 2013 og út samningstímann að upphæð 12.511.022 kr.- Málið verður þingfest eftir um mánuð. Reikna má með niðurstöðu í málinu snemma á næsta ári. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Fyrirtaka fór fram í gær í máli Guðjóns Þórðarsonar, fyrrum landsliðsþjálfara, gegn knattspyrnudeild Grindavíkur í Héraðsdómi Reykjaness. Guðjón krefur Grindvíkinga um 12,5 milljónir króna vegna vangoldinna launa. Guðjón var ráðinn þjálfari Grindavíkur í október 2011 og var gerður við hann þriggja ára samningur. Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur ákvað að segja upp launalið við Guðjón þann 1. október 2012. Grindavík hafði þá um sumarið fallið úr Pepsi-deild karla. Liðið hlaut aðeins 12 stig og var 15 stigum frá því að bjarga sér frá falli. Það er versti árangur Grindavíkur frá upphafi í efstu deild. Í stefnu Guðjóns segir að uppsögn á launalið hafi aðeins verið til málamynda. Stefndi hefði ekki haft nein áform um að semja við stefnanda um nýja fjárhæð launaliðar svo sem samningurinn gerði ráð fyrir. Hafi Guðjón verið tilbúinn að taka á sig lækkun í samræmi við bágari fjárhagsstöðu stefnda. Samkvæmt heimildum Vísis þá mun Guðjón hafa fengið tilboð frá Grindvíkingum sem hafi hljóðað upp á fimmtíu þúsund krónur á mánuði út samninginn. Það mun hafa verið mikil launaskerðing sem þjálfarinn vildi ekki sætta sig við. Guðjón var með um 410 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá Grindavík samkvæmt stefnu. Grindvíkingar greiddu einnig húsaleigu hans að upphæð 170 þúsund krónur. Guðjón fer fram á að fá greidd laun frá 1. janúar 2013 og út samningstímann að upphæð 12.511.022 kr.- Málið verður þingfest eftir um mánuð. Reikna má með niðurstöðu í málinu snemma á næsta ári.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira