Enski boltinn

Khedira: Özil færir Arsenal nær titlinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Özil og Khedira á æfingu með Real Madrid í sumar. Özil gekk síðan í raðir Arsenal.
Özil og Khedira á æfingu með Real Madrid í sumar. Özil gekk síðan í raðir Arsenal. nordicphotos/getty
Knattspyrnumaðurinn Sami Khedira, leikmaður Real Madrid, vill meina að Mesut Özil geti hjálpað Arsenal að verða enskur meistari á ný eftir töluverða bið.

Khedira lék með Özil inn á miðjunni hjá Real Madrid á síðasta tímabili og eru þeir einnig saman í þýska landsliðinu.

„Arsenal var með nokkuð gott lið áður en Özil kom til þeirra. Í dag eru þeir með eitt besta liðið á England,“ sagði Khedira.

„Ég er viss um að hann sé leikmaðurinn sem eigi eftir að snúa við genginu og hjálpa liðinu að verða enskur meistari. Mesut er snillingur á vellinum og erfitt í raun að lýsa því hversu magnaður hann er.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×