Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. október 2013 18:47 Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. Rannsóknardeild lögreglunnar hefur frá því um miðjan maí aðstoðað bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi vefsíðunnar Silk Road markaðssvæðis þar sem ólögleg fíkniefni og varningur eru keypt og seld. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti. Kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum en það er rafræn og óháð mynt. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Stofnandi hennar, tuttugu og níu ára gamall bandaríkjamaður á að nafni Ross William Ulbricht, greiddi sér tæpa tíu milljarða í sölulaun. Ulbricht var handtekinn í San Francisco í síðustu viku. Í kæruskjalinu kemur fram að Ulbricht hafi notað sex IP tölur til að fela slóð Silk Road og vista Bitcoin einingar. IP tölurnar voru raktar til Japan, Rúmeníu, Bandaríkjanna og tvær til Íslands. Nánar tiltekið voru þessi gögn vistuð í gagnaveri Thor sem rekið er af Advania. Rannsókn lögreglu lauk hér á landi um það leiti sem Ulbricht var handtekinn með aðgerðum þar sem Silk Road vefsíðan var tekin niður og hald var lagt á rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljónir króna í formi Bitcoin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru ekki önnur tengsl við Ísland en þau að vefsíðan var hýst hér á landi, engar handtökur voru gerðar og engir innlendir aðilar tengjast rekstri Silk Road. Rannsókn málsins er á forræði FBI. Silk Road markaðssvæðið hefur verið kallað eBay fíkniefnaheimsins. Notendur keyptu þar fíkniefni sem síðan voru send með pósti. Notendur vefsvæðisins skipta tugum þúsunda og koma hvaðanæva að úr heiminum. Ísland er þar engin undantekning. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir nálgast fíkniefni í gegnum Silk Road hér á landi. Þetta er gert með því að merkja varninginn heimilisföngum sem vísa á tómar eða jafnvel fokheltar byggingar. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. Rannsóknardeild lögreglunnar hefur frá því um miðjan maí aðstoðað bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi vefsíðunnar Silk Road markaðssvæðis þar sem ólögleg fíkniefni og varningur eru keypt og seld. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti. Kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum en það er rafræn og óháð mynt. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Stofnandi hennar, tuttugu og níu ára gamall bandaríkjamaður á að nafni Ross William Ulbricht, greiddi sér tæpa tíu milljarða í sölulaun. Ulbricht var handtekinn í San Francisco í síðustu viku. Í kæruskjalinu kemur fram að Ulbricht hafi notað sex IP tölur til að fela slóð Silk Road og vista Bitcoin einingar. IP tölurnar voru raktar til Japan, Rúmeníu, Bandaríkjanna og tvær til Íslands. Nánar tiltekið voru þessi gögn vistuð í gagnaveri Thor sem rekið er af Advania. Rannsókn lögreglu lauk hér á landi um það leiti sem Ulbricht var handtekinn með aðgerðum þar sem Silk Road vefsíðan var tekin niður og hald var lagt á rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljónir króna í formi Bitcoin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru ekki önnur tengsl við Ísland en þau að vefsíðan var hýst hér á landi, engar handtökur voru gerðar og engir innlendir aðilar tengjast rekstri Silk Road. Rannsókn málsins er á forræði FBI. Silk Road markaðssvæðið hefur verið kallað eBay fíkniefnaheimsins. Notendur keyptu þar fíkniefni sem síðan voru send með pósti. Notendur vefsvæðisins skipta tugum þúsunda og koma hvaðanæva að úr heiminum. Ísland er þar engin undantekning. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir nálgast fíkniefni í gegnum Silk Road hér á landi. Þetta er gert með því að merkja varninginn heimilisföngum sem vísa á tómar eða jafnvel fokheltar byggingar.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira