Prjónaði friðarpeysur fyrir Yoko Ono og Jón Gnarr Kristján Hjálmarsson skrifar 10. október 2013 07:00 Friðrika Sæmundsdóttir prjónaði peysuna sem Yoko Ono skartaði í Viðey í gær. Mynd/Vilhelm „Þetta er mögulega toppurinn á prjónaferlinum. Ég hugsa að ég geti nú sest í helgan stein,“ segir Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikkona sem prjónaði forlátar lopapeysur með friðarmerkinu á fyrir Jón Gnarr borgarstjóra og tónlistarkonuna Yoko Ono. Jón og Yoko klæddust bæði peysum þegar friðarsúlan var tendruð í Viðey í sjötta sinn í gær, á afmælisdegi John Lennons. Þetta eru þó ekki einu peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað því hún á líka heiðurinn að lopapeysu borgarstjórans með anarkistamerkinu sem og peysunni með sjálfu skjaldarmerki höfuðborgarinnar. Báðar peysur hafa vakið mikla athygli. „Ég og Jóka konan hans Jóns erum vinir og þannig hófst allt þetta peysuævintýri," útskýrir Jóhanna Friðrika. „Ég prjónaði peysuna með anarkistamerkinu þegar hann var nýtekinn við. Það var svona „fuck the system“. Þegar það voru allir farnir að ráðast á hann prjónaði ég hins vegar Reykjavíkurborgarpeysuna sem á að vera einhverskonar skjöldur." Jóhanna Friðrika segir að friðarmerkispeysan hafi átt að vera hluti af seríu borgarstjórans og eigi að tákn ást og frið fyrir allt mannkyn. Þegar Yoko hafi hins vegar átt afmæli hafi sú hugmynd kviknað hjá Jóni og Jóku konu hans að gefa henni slíka peysu. Hún hafi síðan fengið peysuna þegar hún kom til landsins.“ Þegar Vísir náði tali af Jóhönnu Friðriku í gærkvöldi var hún nýkomin úr Viðey. „Þetta er búið að vera æðislegur dagur. Ég var að koma úr æðislegri ferð úr Viðey og ég var í allan dag í Höfða," segir prjónakonan sem fékk einnig að hitta sjálfa Yoko Ono. „Hún var svakalega ánægð með peysuna og ég var rosalega ánægð að hún skildi passa. Ég fór og gúgglaði „Yoko Ono size“ og sem fer passaði hún.“Jón Gnarr og peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað á hann.Yoko tjáði Jóhönnu Friðriku að hún hefði sjálf prjónað í gamla daga. Svo heppilega vildi til að kortið sem fylgdi peysunni var vinnuplagg Jóhönnu að peysunni - þar sem hún var búinn að teikna písmerkið og telja út allar umferðir. „Yoko var afskaplega ánægð með kortið og sagðist geta farið að prjóna á ný.“ Jóhanna Friðrika vinnur á Hannesarholti þar sem hún bakar brauð og kökur. Hún er auk þess í mastersnámi í ritlist í háskólanum. „Þetta er arfleið í kvenlegg. Mamma er mikill prjónari og amma líka. Ég hef líka mikinn metnað í að gera prjónaskap hátt undir höfði því þetta er svo merkileg arfleið. Það eru í raun mjög fáar konur sem prjóna ekki en því miður er alltaf verið að gera lítið úr handverkinu," segir Jóhanna Friðrika. „Fyrir mér er prjónaskapurin svolítið eins og að hugleiða. Það er svo margt sem fer í gegnum hugann. Ég hef til dæmis lent í því að ætla að prjóna eitthvað á sjálfa mig en svo fer ég kannski að hugsa um einhvern annan á meðan ég prjóna flíkina. Þegar hún er svo tilbún get ég ekki farið í hana því hún er ætluðu einhverjum öðrum.“ Eins og gefur að skilja hefur mikið verið rætt um peysur borgarstjórans hjá samstarfsfólki hans í borgarstjórna. Jóhanna Friðrika hitti mörg hver í fyrsta skipti í dag. „Bjössi aðstoðarmaður Jóns varð mjög hissa þegar hann komst að því að ég hafði verið að prjóna peysurnar. Hann hélt alltaf að það hefði verið sjötug kona," segir Jóhanna Friðrika og skellir upp úr. Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
„Þetta er mögulega toppurinn á prjónaferlinum. Ég hugsa að ég geti nú sest í helgan stein,“ segir Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikkona sem prjónaði forlátar lopapeysur með friðarmerkinu á fyrir Jón Gnarr borgarstjóra og tónlistarkonuna Yoko Ono. Jón og Yoko klæddust bæði peysum þegar friðarsúlan var tendruð í Viðey í sjötta sinn í gær, á afmælisdegi John Lennons. Þetta eru þó ekki einu peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað því hún á líka heiðurinn að lopapeysu borgarstjórans með anarkistamerkinu sem og peysunni með sjálfu skjaldarmerki höfuðborgarinnar. Báðar peysur hafa vakið mikla athygli. „Ég og Jóka konan hans Jóns erum vinir og þannig hófst allt þetta peysuævintýri," útskýrir Jóhanna Friðrika. „Ég prjónaði peysuna með anarkistamerkinu þegar hann var nýtekinn við. Það var svona „fuck the system“. Þegar það voru allir farnir að ráðast á hann prjónaði ég hins vegar Reykjavíkurborgarpeysuna sem á að vera einhverskonar skjöldur." Jóhanna Friðrika segir að friðarmerkispeysan hafi átt að vera hluti af seríu borgarstjórans og eigi að tákn ást og frið fyrir allt mannkyn. Þegar Yoko hafi hins vegar átt afmæli hafi sú hugmynd kviknað hjá Jóni og Jóku konu hans að gefa henni slíka peysu. Hún hafi síðan fengið peysuna þegar hún kom til landsins.“ Þegar Vísir náði tali af Jóhönnu Friðriku í gærkvöldi var hún nýkomin úr Viðey. „Þetta er búið að vera æðislegur dagur. Ég var að koma úr æðislegri ferð úr Viðey og ég var í allan dag í Höfða," segir prjónakonan sem fékk einnig að hitta sjálfa Yoko Ono. „Hún var svakalega ánægð með peysuna og ég var rosalega ánægð að hún skildi passa. Ég fór og gúgglaði „Yoko Ono size“ og sem fer passaði hún.“Jón Gnarr og peysurnar sem Jóhanna Friðrika hefur prjónað á hann.Yoko tjáði Jóhönnu Friðriku að hún hefði sjálf prjónað í gamla daga. Svo heppilega vildi til að kortið sem fylgdi peysunni var vinnuplagg Jóhönnu að peysunni - þar sem hún var búinn að teikna písmerkið og telja út allar umferðir. „Yoko var afskaplega ánægð með kortið og sagðist geta farið að prjóna á ný.“ Jóhanna Friðrika vinnur á Hannesarholti þar sem hún bakar brauð og kökur. Hún er auk þess í mastersnámi í ritlist í háskólanum. „Þetta er arfleið í kvenlegg. Mamma er mikill prjónari og amma líka. Ég hef líka mikinn metnað í að gera prjónaskap hátt undir höfði því þetta er svo merkileg arfleið. Það eru í raun mjög fáar konur sem prjóna ekki en því miður er alltaf verið að gera lítið úr handverkinu," segir Jóhanna Friðrika. „Fyrir mér er prjónaskapurin svolítið eins og að hugleiða. Það er svo margt sem fer í gegnum hugann. Ég hef til dæmis lent í því að ætla að prjóna eitthvað á sjálfa mig en svo fer ég kannski að hugsa um einhvern annan á meðan ég prjóna flíkina. Þegar hún er svo tilbún get ég ekki farið í hana því hún er ætluðu einhverjum öðrum.“ Eins og gefur að skilja hefur mikið verið rætt um peysur borgarstjórans hjá samstarfsfólki hans í borgarstjórna. Jóhanna Friðrika hitti mörg hver í fyrsta skipti í dag. „Bjössi aðstoðarmaður Jóns varð mjög hissa þegar hann komst að því að ég hafði verið að prjóna peysurnar. Hann hélt alltaf að það hefði verið sjötug kona," segir Jóhanna Friðrika og skellir upp úr.
Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira