Enski boltinn

Wenger: Illa farið með Benitez hjá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger og Rafael Benitez.
Arsene Wenger og Rafael Benitez. Mynd/NordicPhotos/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, býr liðið sitt nú undir leik á móti ítalska liðinu Napoli í Meistaradeildinni en þar mætir hann aftur spænska knattspyrnustjóranum Rafael Benitez. Arsenal og Napoli mætast á Emirates Stadium á morgun.

„Hann er topp knattspyrnustjóri og hefur sýnt það og sannað í gegnum tíðína. Það er alltaf erfitt að spila á móti hans liðum," sagði Arsene Wenger um Rafael Benitez á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Wenger var síðan spurður út í tíma Rafael Benitez á síðasta tímabili en spænski stjórinn átti þá mjög erfitt uppdráttar þar sem stuðningsmenn félagsins voru í herferð gegn honum frá fyrsta degi.

„Já það var illa farið með hann en hann stóð sig samt mjög vel. Ég held að fólk hjá Chelsea endi nú á því að gera sér grein fyrir því hversu góða hluti hann gerði," sagði Arsene Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×