Innlent

Töluverður viðbúnaður við Hæstarétt vegna Annþórs og Barkar

Kristján Hjálmarsson skrifar
Annþór og Börkur sitja nú af sér sex og sjö ára dóm á Litla-Hrauni.
Annþór og Börkur sitja nú af sér sex og sjö ára dóm á Litla-Hrauni.
Töluverður viðbúnaður er við Hæstarétt þar sem tekið er fyrir mál gegn Berki Birgissyni og Annþóri Kristjáni Karlssyni.

Fjöldi lögreglumanna gætir hússins en Börkur og Annþór komu í fylgd fangavarða rétt áður en dómur var settur klukkan níu í morgun.

Annþór og Börkur voru í desember dæmdir í sjö ára og sex ára fangelsi fyrir hættulegar líkamsárásir, nauðung, fjárkúgun, frelsissviptingu og hótanir. Þeir eru báðir vistaðir á Litla-Hrauni.

Enn á eftir að dæma í máli þar sem þeim er gefið að sök að hafa veist að samfanga sínum á Litla-Hrauni og veitt honum högg á kvið með þeim afleiðingum að hann lést. Upptaka úr öryggismyndavél á Litla-Hrauni sýndi að Annþór og Börkur fóru inn í klefa hins látna skömmu áður en hann lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×