Kvikmyndin skaðleg fyrir Wikileaks Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2013 12:58 Frá tökum myndarinnar en til hægri getur að líta þá Kristinn Hrafnsson og Julian Assange. Wikileaks hefur lekið handriti óútkominnar myndar um WikiLeaks, The Fifth Estate og með fylgir yfirlýsing um að myndin hafi ekkert með raunveruleikann að gera. Þar er talað um að myndin sé óábyrg, hún einkennist af niðurrifsstarfsemi og sé stórskaðleg. Kristinn Hrafnsson, talsmaður samtakanna, telur ástæðulaust að gera lítið úr því hugsanlegri skaðasemi myndarinnar.Ábyrðarlaust að fara svo frjálslega með „Auðvitað er ekki hægt að amast við því þó Hollywood geri sínar útgáfur af sögunni. En það hefur verið gagnrýnt þegar draumaverksmiðjan fer frjálslega með eins og til dæmis Ziro Dark Thirty sem fjallar um morðið á Bin Laden. En í þessu dæmi er þetta töluvert alvarlega þar sem þarna er um beinar staðreyndafalsanir að ræða um eitthvað sem snertir hagsmuni einstaklinga í nútímanum. Höfum það í huga að þessi mynd er að fara í almenna dreifingu í næsta mánuði á sama tíma og Chelsea Manning er í áfrýjunarferli og er að leita eftir náðun eftir sinn fáránlega dóm. Á sama tíma eru Julian Assange, og fleiri sem tengjast WikiLeaks, undir einni umfangsmestu sakarannsókn síðari tíma sem farið hefur af stað í Bandaríkjunum. Þar sem allra leiða er leita til að koma höggi á samtökin og einstaklinga sem tengjast þeim. Þannig að þetta tengist einstaklingum sem nú eru í býsna hörðum slag. Þannig að ábyrgð þeirra sem framleiða mynd af þessum toga er nokkur,“ segir Kristinn.Á sér enga stoð í raunveruleikanum En, það sem ekki er síður ámælisvert, að mati Kristins, er að þarna eru atriði sem gefa í skyn að samtökin hafi sett þúsundir manna í bráða lífshættu. „Í fáránlegu plotti sem ofið er inn í söguþráð myndarinnar, og á sér enga stoð í veruleikanum. Fyrst og fremst af þeim sökum er þetta mjög alvarlegt að okkar áliti og ábyrgðarlaust að gera tilraun til að móta almenningsálitið með þessum hætti.“Hvernig komust þið yfir handritið?„Handritinu af þessari mynd hefur verið lekið til okkar í nokkrum útgáfum gegnum vinnslustigið. Þetta sem við vorum að birta núna í síðustu viku er það nýjasta, frá þeim tíma þegar upptökur voru farnar af stað þannig að það gefur væntanlega nokkuð raunsanna mynd af því hvernig útkoman verður. Að vísu hafa DreamWorks, Spielberg og Disney neitað að láta okkur hafa eintak af myndinni til skoðunnar. Þeir sem hafa séð hana og hafa getað borið hana saman við handritið segja handritið gefa nokkuð góða mynd af því hvernig útkoman verður.“Feginn að vera ekki í myndinni Það er kvikmyndafyrirtækið The DreamWorks film sem framleiðir myndina en til stendur að frumsýna hana 18. október en hin miðlæga persóna er Julian Assange sem Benedict Cumberbatch leikur. Assange hefur áður talað um að "The Fifth Estate" sé áróðursmynd og dragi upp neikvæða mynd af sér og WikiLeaks. Og hún fari rangt með í veigamiklum atriðum, allt frá því hvernig staðið hefur verið að upplýsingum um mikilvæg skjöl allt til þess að hann liti á sér hárið. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi og í myndinni koma fyrir íslenskar persónur. Birgitta Jónsdóttir þingmaður er nefnd 51 sinnum í handriti en Kristinn Hrafnsson, talsmaður samtakanna, aldrei. „Ég er dauðfeginn því að vera ekki í þessari mynd. Ekki síst í ljósi þess að hún er byggð á tveimur sögum, skrifuð af manni sem ýtt var út úr samtökunum um mitt ár 2010 og hafði lítt gott um Julian Assange og samtökin að segja. Maður er dauðfeginn því að vera ekki ofinn þarna inní.“Kjánahrollur vegna atriðis Egils Þá hefur komið fram að Egill Helgason sjónvarpsmaður leiki sjálfan sig og samkvæmt handriti leikur hann nokkuð stórt hlutverk; sem einkum felst í því að hylla Assange og lofa fyrir ómetanlegt starf hans fyrir Íslands hönd. Ef hann hefði ekki flett ofan af KB-banka væru Íslendingar í myrkrinu. „Þessi hápunktur á ferli Egils Helgasonar, eins og hann hefur sjálfur sagt í viðtölum, að komast í Hollywood-mynd, nálgast það að teljast aulahrollsvaki fyrir flesta sem þekkja veruleikann. Þarna er gefið ranglega í skyn að WikiLeaks hafi leitt þjóðina í allan sannleika um orsök bankahrunsins. Ímyndin er að forkólfar stærsta banka Íslands, Kaupthing, eru sýndir leiddir út í járnum og þjóðfélagið á batavegi eftir að búið er að fletta ofan af öllum svikum og prettum þar innan dyra fyrir tilstilli WikiLeaks. En, svona er stundum farið með sannleikann í Hollywood,“ segir Kristinn Hrafnsson. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Wikileaks hefur lekið handriti óútkominnar myndar um WikiLeaks, The Fifth Estate og með fylgir yfirlýsing um að myndin hafi ekkert með raunveruleikann að gera. Þar er talað um að myndin sé óábyrg, hún einkennist af niðurrifsstarfsemi og sé stórskaðleg. Kristinn Hrafnsson, talsmaður samtakanna, telur ástæðulaust að gera lítið úr því hugsanlegri skaðasemi myndarinnar.Ábyrðarlaust að fara svo frjálslega með „Auðvitað er ekki hægt að amast við því þó Hollywood geri sínar útgáfur af sögunni. En það hefur verið gagnrýnt þegar draumaverksmiðjan fer frjálslega með eins og til dæmis Ziro Dark Thirty sem fjallar um morðið á Bin Laden. En í þessu dæmi er þetta töluvert alvarlega þar sem þarna er um beinar staðreyndafalsanir að ræða um eitthvað sem snertir hagsmuni einstaklinga í nútímanum. Höfum það í huga að þessi mynd er að fara í almenna dreifingu í næsta mánuði á sama tíma og Chelsea Manning er í áfrýjunarferli og er að leita eftir náðun eftir sinn fáránlega dóm. Á sama tíma eru Julian Assange, og fleiri sem tengjast WikiLeaks, undir einni umfangsmestu sakarannsókn síðari tíma sem farið hefur af stað í Bandaríkjunum. Þar sem allra leiða er leita til að koma höggi á samtökin og einstaklinga sem tengjast þeim. Þannig að þetta tengist einstaklingum sem nú eru í býsna hörðum slag. Þannig að ábyrgð þeirra sem framleiða mynd af þessum toga er nokkur,“ segir Kristinn.Á sér enga stoð í raunveruleikanum En, það sem ekki er síður ámælisvert, að mati Kristins, er að þarna eru atriði sem gefa í skyn að samtökin hafi sett þúsundir manna í bráða lífshættu. „Í fáránlegu plotti sem ofið er inn í söguþráð myndarinnar, og á sér enga stoð í veruleikanum. Fyrst og fremst af þeim sökum er þetta mjög alvarlegt að okkar áliti og ábyrgðarlaust að gera tilraun til að móta almenningsálitið með þessum hætti.“Hvernig komust þið yfir handritið?„Handritinu af þessari mynd hefur verið lekið til okkar í nokkrum útgáfum gegnum vinnslustigið. Þetta sem við vorum að birta núna í síðustu viku er það nýjasta, frá þeim tíma þegar upptökur voru farnar af stað þannig að það gefur væntanlega nokkuð raunsanna mynd af því hvernig útkoman verður. Að vísu hafa DreamWorks, Spielberg og Disney neitað að láta okkur hafa eintak af myndinni til skoðunnar. Þeir sem hafa séð hana og hafa getað borið hana saman við handritið segja handritið gefa nokkuð góða mynd af því hvernig útkoman verður.“Feginn að vera ekki í myndinni Það er kvikmyndafyrirtækið The DreamWorks film sem framleiðir myndina en til stendur að frumsýna hana 18. október en hin miðlæga persóna er Julian Assange sem Benedict Cumberbatch leikur. Assange hefur áður talað um að "The Fifth Estate" sé áróðursmynd og dragi upp neikvæða mynd af sér og WikiLeaks. Og hún fari rangt með í veigamiklum atriðum, allt frá því hvernig staðið hefur verið að upplýsingum um mikilvæg skjöl allt til þess að hann liti á sér hárið. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi og í myndinni koma fyrir íslenskar persónur. Birgitta Jónsdóttir þingmaður er nefnd 51 sinnum í handriti en Kristinn Hrafnsson, talsmaður samtakanna, aldrei. „Ég er dauðfeginn því að vera ekki í þessari mynd. Ekki síst í ljósi þess að hún er byggð á tveimur sögum, skrifuð af manni sem ýtt var út úr samtökunum um mitt ár 2010 og hafði lítt gott um Julian Assange og samtökin að segja. Maður er dauðfeginn því að vera ekki ofinn þarna inní.“Kjánahrollur vegna atriðis Egils Þá hefur komið fram að Egill Helgason sjónvarpsmaður leiki sjálfan sig og samkvæmt handriti leikur hann nokkuð stórt hlutverk; sem einkum felst í því að hylla Assange og lofa fyrir ómetanlegt starf hans fyrir Íslands hönd. Ef hann hefði ekki flett ofan af KB-banka væru Íslendingar í myrkrinu. „Þessi hápunktur á ferli Egils Helgasonar, eins og hann hefur sjálfur sagt í viðtölum, að komast í Hollywood-mynd, nálgast það að teljast aulahrollsvaki fyrir flesta sem þekkja veruleikann. Þarna er gefið ranglega í skyn að WikiLeaks hafi leitt þjóðina í allan sannleika um orsök bankahrunsins. Ímyndin er að forkólfar stærsta banka Íslands, Kaupthing, eru sýndir leiddir út í járnum og þjóðfélagið á batavegi eftir að búið er að fletta ofan af öllum svikum og prettum þar innan dyra fyrir tilstilli WikiLeaks. En, svona er stundum farið með sannleikann í Hollywood,“ segir Kristinn Hrafnsson.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira