Innlent

Mótmæla nauðungarvistun gigtveikrar konu á geðdeild

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Karina Hansen var þvinguð til nauðungarvistunar í sjö mánuði.
Karina Hansen var þvinguð til nauðungarvistunar í sjö mánuði. mynd/Helga Valdís Árnadóttir
M.E. vefjagigtarsjúklingar, aðstandendur og áhugafólk um mannréttindi á Íslandi mótmæltu  fyrir utan danska sendiráðið í hádeginu.

Gísli Þráinsson, skipuleggjandi mótmælanna sagði að þau vildu vekja athygli á á nýliðnum og mjög alvarlegum atburðum.

„Við erum að mótmæla nauðungarvistun á danskri konu sem er með ME sjúkdóminn. Það eru geðlæknar búnir að meðhöndla konunnar og hafa vistað hana í sjö mánuði gegn vilja hennar sjálfrar og fjölskyldu hennar.,“ segir Gísli.

Gísli segir M.E. sjúkdóminn vera gigtarsjúkdóm og hafi verið betur þekktur sem síþreyta síðustu áratugi. Hann segir að sjúkdómurinn mætir miklum misskilningi og fordómum, bæði hér á landi og í Danmörku og að þetta dæmi með Karinu sé mjög öfgafullt dæmi um hvað geti gerst.

Þau fara fram á það að konan verði látin laus og meðhöndluð í samræmi við að hún sé með líkamlegan sjúkdóm.

„Læknarnir hennar standa í raun í þeirri meiningu að þetta sé hugrænt ástand sem hún nái að framkalla og fjölskyldan sé að kóa með henni. Því hefur hún nú verið lokuð frá fjölskyldu sinni,“ segir hann.   

„Það er dapurlegt fyrir okkur ME sjúkdóma að horfa upp á þetta, við vitum það betur en allir að þetta er mjög líkamlegt ástanda, þetta er taugasjúkdómur og hefur að mörgu leyti sömu einkenni en M.S. Það er ekkert annað sem þarf að eiga sér stað en að konan fái líkamlega meðhöndlun,“ segir Gísli.

Gísli segir að eitt af því sem við ME sjúklingar séu að berjast fyrir sé að fá skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar á M.E., viðurkennda á Íslandi.

Danski konsúlinn kom og hitti mótmælendur fyrir utan sendiráðið og tók við yfirlýsingu frá þeim. Hann lofaði að koma skilaboðunum frá þeim til danskra heilbrigðisyfirvalda.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.