Innlent

Jón Baldvin og rektor funduðu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, hittust á einkafundi í gær. Jón Baldvin vildi ekki greina frá efni fundarsins þegar Vísir hafði samband við hann í dag og Kristín neitaði að tjá sig um málið.

Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar, eða sú ákvörðun Háskóla Íslands að draga til baka boð um að hann kæmi að kennslu sem gestakennari, hefur verið fyrirferðamikið í fjölmiðlum á síðustu vikum. Líklegt þykir að um sáttafund hafi verið að ræða.

Jón Baldvin hefur skrifað ítarlega grein sem verður birt í Fréttablaðinu á morgun. Þar greinir Jón Baldvin frá sinni hlið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×