Senuþjófurinn Adolf Ingi Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2013 11:22 Þrátt fyrir frækinn sigur Íslendinga á Albönum í knattspyrnu í gær er nú fátt meira rætt meðal fótboltaáhugamanna á Íslandi en viðtal Adolfs Inga Erlingssonar íþróttafréttamanns við þjálfara íslenska liðsins, Lars Lagerbäck, sem fram fór á sænsku. Íslendingar fögnuðu ákaft í leikslok í gær og stemmningin á Laugardalsvellinum var ólýsanleg. En, fögnuðurinn mátti fljótlega víkja vegna heitra umræðna um það sem mörgum þótti hin mesta ósvinna; að Adolf Ingi skyldi ræða við Lars Lagerbäck á sænsku. En, af hverju sænska? „Það er stefnan á Ríkisútvarpinu að ef fært er að taka viðtöl við Skandínava á skandínavísku þá er það gert. Þetta er stefna sem hefur verið fylgt á fréttastofunni. Fyrst ég tala sænsku þá tek ég við hann viðtal á sænsku,“ sagði Adolf Ingi í samtali við Vísi. Og óhætt er að segja að Adolf Ingi tali sænsku prýðilega enda bjó hann sem krakki úti í Svíþjóð. Adolf Ingi náði með öðrum orðum algerlega óvænt að stela senunni á samskiptamiðlum, svo mjög að félaga hans á Ríkisútvarpinu, Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastjóss, gat ekki orða bundist á Facebook og skrifar: „Ef maður fylgdist bara með feisbúkk þá hefði maður ekki hugmynd um úrslit leiksins en væri uppfullur af fróðleik um tungumálakunnáttu Dolla. Til hvers að fagna þegar maður getur nöldrað?“ Eru Íslendingar heimsmeistarar í nöldri? „Það má til sanns vegar færa,“ segir Adolf Ingi og hlær. „Stór hluti þjóðarinnar á að kunna skandinavísku að hluta og skilja hana þokkalega. Ég veit ekki betur en að býsna há prósenta þjóðarinnar hafi á einhverjum tímapunkti búið í einu skandinavísku landana og þúsundir sem búa þar núna. Að auki hefur danska verið kennd í skólum hér í býsna mörg ár.“ Einhver varð einmitt til að benda á það, á Facebook, að nú hafi menn komið upp um sig sem slógu slöku við í dönskunáminu. Annar bendir á að ef um væri að ræða íslenskan þjálfara í Svíþjóð, og það vildi svo til að íþróttamaðurinn kynni íslensku og tæki við hann viðtal á því máli -- þá hefði allt orðið brjálað í Svíþjóð. „Leikurinn var frábær og sigurinn góður. Ég held að menn ættu ekki að láta skandinavísku setja einhvern blett á það,“ sagði Adolf að lokum. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Þrátt fyrir frækinn sigur Íslendinga á Albönum í knattspyrnu í gær er nú fátt meira rætt meðal fótboltaáhugamanna á Íslandi en viðtal Adolfs Inga Erlingssonar íþróttafréttamanns við þjálfara íslenska liðsins, Lars Lagerbäck, sem fram fór á sænsku. Íslendingar fögnuðu ákaft í leikslok í gær og stemmningin á Laugardalsvellinum var ólýsanleg. En, fögnuðurinn mátti fljótlega víkja vegna heitra umræðna um það sem mörgum þótti hin mesta ósvinna; að Adolf Ingi skyldi ræða við Lars Lagerbäck á sænsku. En, af hverju sænska? „Það er stefnan á Ríkisútvarpinu að ef fært er að taka viðtöl við Skandínava á skandínavísku þá er það gert. Þetta er stefna sem hefur verið fylgt á fréttastofunni. Fyrst ég tala sænsku þá tek ég við hann viðtal á sænsku,“ sagði Adolf Ingi í samtali við Vísi. Og óhætt er að segja að Adolf Ingi tali sænsku prýðilega enda bjó hann sem krakki úti í Svíþjóð. Adolf Ingi náði með öðrum orðum algerlega óvænt að stela senunni á samskiptamiðlum, svo mjög að félaga hans á Ríkisútvarpinu, Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastjóss, gat ekki orða bundist á Facebook og skrifar: „Ef maður fylgdist bara með feisbúkk þá hefði maður ekki hugmynd um úrslit leiksins en væri uppfullur af fróðleik um tungumálakunnáttu Dolla. Til hvers að fagna þegar maður getur nöldrað?“ Eru Íslendingar heimsmeistarar í nöldri? „Það má til sanns vegar færa,“ segir Adolf Ingi og hlær. „Stór hluti þjóðarinnar á að kunna skandinavísku að hluta og skilja hana þokkalega. Ég veit ekki betur en að býsna há prósenta þjóðarinnar hafi á einhverjum tímapunkti búið í einu skandinavísku landana og þúsundir sem búa þar núna. Að auki hefur danska verið kennd í skólum hér í býsna mörg ár.“ Einhver varð einmitt til að benda á það, á Facebook, að nú hafi menn komið upp um sig sem slógu slöku við í dönskunáminu. Annar bendir á að ef um væri að ræða íslenskan þjálfara í Svíþjóð, og það vildi svo til að íþróttamaðurinn kynni íslensku og tæki við hann viðtal á því máli -- þá hefði allt orðið brjálað í Svíþjóð. „Leikurinn var frábær og sigurinn góður. Ég held að menn ættu ekki að láta skandinavísku setja einhvern blett á það,“ sagði Adolf að lokum.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira