Innlent

„Illt í efni þegar æðsta menntastofnun landsins bregður sér í hlutverk huglausa smáborgarans“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Brynjar er ekki sáttur við ákvörðun Háskólans um að draga ráðningu Jóns Baldvins til baka.
Brynjar er ekki sáttur við ákvörðun Háskólans um að draga ráðningu Jóns Baldvins til baka. samsett mynd
„Ef við ætlum að halda áfram að afhenda brennuvörgunum eldspýtur á þetta samfélag okkar ekki bjarta framtíð, heldur mun það standa ljósum logum.“ Þannig hefst bloggfærsla Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en hann skrifar um mál Jóns Baldvins Hannibalssonar og Háskóla Íslands í dag.

Greint var frá því nýverið að Jón Baldvin myndi kenna námskeið í skólanum í vetur um smáþjóðir og sætti ráðningin töluverðri gagnrýni. Í pistli á vefsíðunni Knúz.is birtist greinin „Háskóli Íslands - griðastaður dónakarla?“ þar sem birtir voru úrdrættir úr úr ósæmilegum bréfum sem Jón Baldvin skrifaði Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur eiginkonu sinnar fyrir rúmum áratug. Í kjölfar gagnrýninnar var ráðning Jóns dregin til baka.

„Mál Jóns Baldvins er ekkert einsdæmi um friðkaupastefnu við ofstækisliðið,“ skrifar Brynjar og segir „brennuvargana“ hafa ráðist með skipulögðum hætti að mikilvægum stofnunum ríkisins á borð við lögreglu, dómstóla, þjóðkirkjuna og Háskóla Íslands.

„Ég hef sagt það áður að það er ekki háskólum til framdráttar að fóstra stjórnmálahópa sem telja pólitíska hugmyndafræði sína til vísinda og fræða,“  skrifar Brynjar og segir illt í efni „þegar æðsta menntastofnun landsins bregður sér í hlutverk huglausa smáborgarans“.

Bloggfærsla Brynjars í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×