Jón Baldvin íhugar málaferli á hendur HÍ 2. september 2013 11:51 Jón Baldvin Hannibalsson og Kristín Ingólfsdóttir. Spjótin beinast nú mjög að Háskóla Íslands vegna afgreiðslu á málum Jóns Baldvins þar. Jón Baldvin Hannibalsson íhugar að fara í mál á hendur Háskóla Íslands vegna afgreiðslu mála hans þar, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón Baldvin ritaði grein sem birtist í Fréttablaðinu um helgina þar sem hann gerir grein fyrir málinu eins og það horfir við honum. Mun hann hafa fundað með lögmanni sínum vegna þessa en Jón Baldvin vildi ekki staðfesta þetta í samtali við fréttastofu -- sagði málin skýrast í vikunni. Augu manna beinast nú að stöðu Háskóla Íslands og þar með Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ, en hún mun ekki tjá sig fyrr en að loknum deildarfundi félagsvísindadeildar. Kristín baðst undan viðtali í morgun, hún vísaði til stjórnsýslu skólans; þess að deildirnar hafi faglegt sjálfstæði meðal annars er varðar skipulagningu kennslu.Háskóli Íslands sætir nú harðri gagnrýni meðal annars frá háskólamönnum og alþingismönnum.Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor, Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor og Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra eru meðal margra sem hafa gagnrýnt málsmeðferðina opinberlega. Þorvaldur gengur svo langt að segja skólann verða að taka sér tak og rektor beri að biðjast afsökunar ellegar segja af sér. Brynjar Níelsson þingmaður bættist svo í stækkandi hóp gagnrýnenda með grein í gærkvöldi. Hann bendir á að Jón Baldvin segi kynjafræðiskor Háskóla Íslands hafi staðið gegn kennslu hans. Brynjar segir það ekki háskólum til framdráttar að fóstra stjórnmálahópa sem telja pólitíska hugmyndafræði sína til vísinda og fræða.Daði Már Kristófersson.Daði Már Kristófersson forseti félagsvísindadeildar sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að HÍ tæki ekki tillit til mála Jóns Baldvins sem slíkra, ákvörðunin um að hann héldi ekki gestafyrirlestra við háskólann næsta vetur væri fyrst og fremst tekin til að gera skólanum kleift að sinna hlutverki sínu og tryggja nauðsynlegan frið um starfsemina. Daði fundar nú með sínu fólki á deildarfundi í Háskóla Íslands, en rektor mun ekki tjá sig um mál Jóns Baldvins fyrr en niðurstaða þess fundar liggur fyrir. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson íhugar að fara í mál á hendur Háskóla Íslands vegna afgreiðslu mála hans þar, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón Baldvin ritaði grein sem birtist í Fréttablaðinu um helgina þar sem hann gerir grein fyrir málinu eins og það horfir við honum. Mun hann hafa fundað með lögmanni sínum vegna þessa en Jón Baldvin vildi ekki staðfesta þetta í samtali við fréttastofu -- sagði málin skýrast í vikunni. Augu manna beinast nú að stöðu Háskóla Íslands og þar með Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ, en hún mun ekki tjá sig fyrr en að loknum deildarfundi félagsvísindadeildar. Kristín baðst undan viðtali í morgun, hún vísaði til stjórnsýslu skólans; þess að deildirnar hafi faglegt sjálfstæði meðal annars er varðar skipulagningu kennslu.Háskóli Íslands sætir nú harðri gagnrýni meðal annars frá háskólamönnum og alþingismönnum.Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor, Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor og Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra eru meðal margra sem hafa gagnrýnt málsmeðferðina opinberlega. Þorvaldur gengur svo langt að segja skólann verða að taka sér tak og rektor beri að biðjast afsökunar ellegar segja af sér. Brynjar Níelsson þingmaður bættist svo í stækkandi hóp gagnrýnenda með grein í gærkvöldi. Hann bendir á að Jón Baldvin segi kynjafræðiskor Háskóla Íslands hafi staðið gegn kennslu hans. Brynjar segir það ekki háskólum til framdráttar að fóstra stjórnmálahópa sem telja pólitíska hugmyndafræði sína til vísinda og fræða.Daði Már Kristófersson.Daði Már Kristófersson forseti félagsvísindadeildar sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að HÍ tæki ekki tillit til mála Jóns Baldvins sem slíkra, ákvörðunin um að hann héldi ekki gestafyrirlestra við háskólann næsta vetur væri fyrst og fremst tekin til að gera skólanum kleift að sinna hlutverki sínu og tryggja nauðsynlegan frið um starfsemina. Daði fundar nú með sínu fólki á deildarfundi í Háskóla Íslands, en rektor mun ekki tjá sig um mál Jóns Baldvins fyrr en niðurstaða þess fundar liggur fyrir.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira