Stjórnendur 101 hafna öllum ásökunum Kristján Hjálmarsson skrifar 21. ágúst 2013 09:02 Leikskólinn er ungbarnaleikskóli þar sem dvelur 31 barn samkvæmt upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar. Börnin eru frá 9 mánaða til eins og hálfs árs gömul. Mynd/Getty Stjórnendur leikskólans 101 hafna alfarið þeim ásökunum sem á þá er borið í yfirlýsingu sem þeir hafa sent frá sér. Þar segjast þeir fagna því að málið sé rannsakað og að sú rannsókn muni leiða það sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, eigi ekki að líðast.Eins og fram kom á Vísi í gær rannsakar Barnaverndarnefnd Reykjavíkur nú hvort starfsmenn leikskólans 101 hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum hafi sýnt barnaverndarnefnd myndbönd í gærmorgun og tilkynnt málið formlega. Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur hafi í kjölfarið hringt í foreldra leikskólabarna og greint þeim frá rannsókninni. Sumarstarfsmennirnir halda því fram að fleiri en einn starfsmaður hafi beitt börnin líkamlegu harðræði eins og rassskellingum. Börnum hafi verið refsað með því að halda frá þeim mat og þá hafi börn verið lokuð af. Starfsmenn barnaverndar Reykjavíkur skoðuðu myndböndin í gær og ákváðu að taka málið til rannsóknar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Vegna fréttaflutnings tengdum Leikskólanum 101 og meintu harðræði sem þar hafi átt sér stað vilja stjórnendur hans taka eftirfarandi fram: Eðli málsins samkvæmt þá er hér um að ræða afar alvarlegar ásakanir. Stjórnendur leikskólans hafna þeim alfarið og fagna því að málið sé rannsakað, enda muni rannsókn leiða hið sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, á ekki að líðast. Það er skylda barnaverndaryfirvalda að rannsaka til hlítar slíkar ásakanir ef þær koma upp. Börnin eiga ávallt að njóta vafans. Stjórnendur og starfsfólk leikskólans mun veita yfirvöldum alla þá aðstoð og upplýsingar sem þarf til að hægt sé að komast til botns í þessum ásökunum. Stjórnendur leikskólans voru upplýstir um málið síðdegis í gær. Í kjölfarið voru allir starfsmenn boðaðir á fund og þeim skýrt frá málinu. Stjórnendur höfðu í gærkvöldi samband við foreldra barna á leikskólanum og upplýstu þá eftir bestu getu um stöðu mála. Ljóst er að ekki verður tekið á móti börnum á leikskólanum fyrr en að búið er að hreinsa hann og starfsmenn af þessum ásökunum. 31 barn eru á Leikskólanum 101. Öll eiga þau aðstandendur sem eru í uppnámi vegna þessa máls. Starfsmenn leikskólans eru níu talsins og þeir eiga einnig um sárt að binda. Við viljum biðja fólk vinsamlegast að sýna aðgát í nærveru sálar og fresta því að fella dóm fyrir en öll kurl eru komin til grafar. Leikskólinn 101 hefur starfað í tæpan áratug á sama stað í Vesturbæ Reykjavíkur og hjá okkur hafa dvalið hundruð barna án þess að nokkur skuggi hafi borið á það starf. Að sitja undir ásökunum sem þessum er okkur afar þungbært en um leið sýnum við rannsóknarskyldum borgarinnar fullan skilning. Vonumst við til að þau leggi allt kapp á að upplýsa málið fljótt og vel – okkur og börnunum til heilla. Hulda Linda Stefánsdóttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Stjórnendur leikskólans 101 hafna alfarið þeim ásökunum sem á þá er borið í yfirlýsingu sem þeir hafa sent frá sér. Þar segjast þeir fagna því að málið sé rannsakað og að sú rannsókn muni leiða það sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, eigi ekki að líðast.Eins og fram kom á Vísi í gær rannsakar Barnaverndarnefnd Reykjavíkur nú hvort starfsmenn leikskólans 101 hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum hafi sýnt barnaverndarnefnd myndbönd í gærmorgun og tilkynnt málið formlega. Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur hafi í kjölfarið hringt í foreldra leikskólabarna og greint þeim frá rannsókninni. Sumarstarfsmennirnir halda því fram að fleiri en einn starfsmaður hafi beitt börnin líkamlegu harðræði eins og rassskellingum. Börnum hafi verið refsað með því að halda frá þeim mat og þá hafi börn verið lokuð af. Starfsmenn barnaverndar Reykjavíkur skoðuðu myndböndin í gær og ákváðu að taka málið til rannsóknar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Vegna fréttaflutnings tengdum Leikskólanum 101 og meintu harðræði sem þar hafi átt sér stað vilja stjórnendur hans taka eftirfarandi fram: Eðli málsins samkvæmt þá er hér um að ræða afar alvarlegar ásakanir. Stjórnendur leikskólans hafna þeim alfarið og fagna því að málið sé rannsakað, enda muni rannsókn leiða hið sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, á ekki að líðast. Það er skylda barnaverndaryfirvalda að rannsaka til hlítar slíkar ásakanir ef þær koma upp. Börnin eiga ávallt að njóta vafans. Stjórnendur og starfsfólk leikskólans mun veita yfirvöldum alla þá aðstoð og upplýsingar sem þarf til að hægt sé að komast til botns í þessum ásökunum. Stjórnendur leikskólans voru upplýstir um málið síðdegis í gær. Í kjölfarið voru allir starfsmenn boðaðir á fund og þeim skýrt frá málinu. Stjórnendur höfðu í gærkvöldi samband við foreldra barna á leikskólanum og upplýstu þá eftir bestu getu um stöðu mála. Ljóst er að ekki verður tekið á móti börnum á leikskólanum fyrr en að búið er að hreinsa hann og starfsmenn af þessum ásökunum. 31 barn eru á Leikskólanum 101. Öll eiga þau aðstandendur sem eru í uppnámi vegna þessa máls. Starfsmenn leikskólans eru níu talsins og þeir eiga einnig um sárt að binda. Við viljum biðja fólk vinsamlegast að sýna aðgát í nærveru sálar og fresta því að fella dóm fyrir en öll kurl eru komin til grafar. Leikskólinn 101 hefur starfað í tæpan áratug á sama stað í Vesturbæ Reykjavíkur og hjá okkur hafa dvalið hundruð barna án þess að nokkur skuggi hafi borið á það starf. Að sitja undir ásökunum sem þessum er okkur afar þungbært en um leið sýnum við rannsóknarskyldum borgarinnar fullan skilning. Vonumst við til að þau leggi allt kapp á að upplýsa málið fljótt og vel – okkur og börnunum til heilla. Hulda Linda Stefánsdóttir
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira