Til skoðunar að reisa fleiri vindmyllur 28. ágúst 2013 19:04 Vindmylla við Búrfell Landsvirkjun skrifaði í dag undir samning við tvær verkfræðistofur um ráðgjafaþjónustu varðandi uppbyggingu vindmylla á Íslandi. Forstjóri Landsvirkjunar segir að vindorka geti orðið þriðja stoðin í orkukerfi landsmanna. Mikill meirihluti landsmanna er fylgjandi því að reisa vindmyllur á Íslandi samkvæmt nýrri könnun. Tvær rannsóknarvindmyllur voru reistar á Hafinu fyrir ofan Búrfell í desember 2012. Þær voru síðan gangsettar í febrúar og lofa fyrstu niðurstöður góðu. "Já, við erum mjög ánægð með reynsluna, þetta er náttúrulega enn stuttur tími en reynslan, sérstaklega er varðar nýtingu er mjög góð. Það er einnig mjög ánægjulegt að hversu góð viðbrögð þær hafa fengið hjá almenningi."Hörður Arnarson, forstjóri LandsvirkjunarÞarna vísar Hörður í könnun sem Capacent Gallup framkvæmdi nýverið fyrir Landsvirkjun. Samkvæmt henni eru ríflega 80 prósent landsmanna fylgjandi því að reisa vindmyllur á Íslandi og nýta þannig vind sem orkugjafa á Íslandi. Aðstæður til virkjunar vindorku þykja einkar hagstæðar á Íslandi. Rannsóknir sýna mikinn vindstyrk tiltölulega lágt yfir sjávarmáli og geta möstur því verið lægri og kostnaður þar af leiðandi minni. Hörður segir að vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkukerfi Landsvirkjunar á eftir vatnsafli og jarðvarma og geti samlegðar áhrifin verið töluverð. "Sjáið þið fyrir ykkur að þetta gæti hugsanlega lækkað orkuverð?" "Nei, það er ekki útlit fyrir það. Þetta er ennþá svona dýrara en hagkvæmustu kostirnir sem við höfum í vatnsafli og jarðvarma en það er ekki ólíklegt að þegar fram líða stundir að þetta verði álíka dýrt." Næsta skref Landsvirkjunnar að rannsaka hversu hagkvæmt það er að reisa fleiri vindmyllur á Hafinu. Til ráðgjafar við það verkefni hefur Landsvirkjun fengið verkfræðistofurnar Mannvit og Eflu og voru samningar þess efnis voru undirritaðir í dag. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur hversu mikla orku verður hægt að framleiða hérlendis með þessum hætti. "Hugsanlega gæti þetta orðið álíka mikið og við erum núna að framleiða með hinum orkugjöfunum." Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Landsvirkjun skrifaði í dag undir samning við tvær verkfræðistofur um ráðgjafaþjónustu varðandi uppbyggingu vindmylla á Íslandi. Forstjóri Landsvirkjunar segir að vindorka geti orðið þriðja stoðin í orkukerfi landsmanna. Mikill meirihluti landsmanna er fylgjandi því að reisa vindmyllur á Íslandi samkvæmt nýrri könnun. Tvær rannsóknarvindmyllur voru reistar á Hafinu fyrir ofan Búrfell í desember 2012. Þær voru síðan gangsettar í febrúar og lofa fyrstu niðurstöður góðu. "Já, við erum mjög ánægð með reynsluna, þetta er náttúrulega enn stuttur tími en reynslan, sérstaklega er varðar nýtingu er mjög góð. Það er einnig mjög ánægjulegt að hversu góð viðbrögð þær hafa fengið hjá almenningi."Hörður Arnarson, forstjóri LandsvirkjunarÞarna vísar Hörður í könnun sem Capacent Gallup framkvæmdi nýverið fyrir Landsvirkjun. Samkvæmt henni eru ríflega 80 prósent landsmanna fylgjandi því að reisa vindmyllur á Íslandi og nýta þannig vind sem orkugjafa á Íslandi. Aðstæður til virkjunar vindorku þykja einkar hagstæðar á Íslandi. Rannsóknir sýna mikinn vindstyrk tiltölulega lágt yfir sjávarmáli og geta möstur því verið lægri og kostnaður þar af leiðandi minni. Hörður segir að vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkukerfi Landsvirkjunar á eftir vatnsafli og jarðvarma og geti samlegðar áhrifin verið töluverð. "Sjáið þið fyrir ykkur að þetta gæti hugsanlega lækkað orkuverð?" "Nei, það er ekki útlit fyrir það. Þetta er ennþá svona dýrara en hagkvæmustu kostirnir sem við höfum í vatnsafli og jarðvarma en það er ekki ólíklegt að þegar fram líða stundir að þetta verði álíka dýrt." Næsta skref Landsvirkjunnar að rannsaka hversu hagkvæmt það er að reisa fleiri vindmyllur á Hafinu. Til ráðgjafar við það verkefni hefur Landsvirkjun fengið verkfræðistofurnar Mannvit og Eflu og voru samningar þess efnis voru undirritaðir í dag. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur hversu mikla orku verður hægt að framleiða hérlendis með þessum hætti. "Hugsanlega gæti þetta orðið álíka mikið og við erum núna að framleiða með hinum orkugjöfunum."
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði