Lífið

Hollywood-hjónaband sem endist

Leikstjórinn Woody Allen og kona hans Soon-Yi Previn hafa verið gift í sextán ár og eru enn jafn ástfangin – þó 35 ára aldursmunur sé á þeim.Woody, 77 ára, og Soon-Yi, 42ja ára, sáust leiðast í New York í vikunni en Woody var nýkominn heim frá París þar sem hann sótti frumsýningu nýjustu myndar sinnar, Blue Jasmine.

Hönd í hönd.

Samband Woody og Soon-Yi vakti heimsathygli þegar þau felldu hugi saman árið 1991. Þá var Woody í sambandi með leikkonunni Miu Farrow sem ættleiddi einmitt Soon-Yi. Woody var þó ekki skilgreindur faðir hennar þar sem hann og Mia giftust aldrei. Woody og Soon-Yi eiga tvær ættleiddar dætur í dag, Bechet Dumaine, fjórtán ára, og Manzie Tio, þrettán ára.

Woody og Mia.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.