Innlent

Loftsteinadrífa nær hámarki sínu í kvöld

Loftsteinadrífan séð frá Cathedral Gorge þjóðgarðinum í Nevada í Bandaríkjunum í dag.
Loftsteinadrífan séð frá Cathedral Gorge þjóðgarðinum í Nevada í Bandaríkjunum í dag. MYND/AFP
Hin árlega loftsteinadrífa Persítar nær hámarki sínu í kvöld. Þá sjást á bilinu 80 til hundrað steinar sem brenna upp í andrúmslofti jarðarinnar.

Persítar hefur glatt augu mannkyns í um tvö þúsund ár. Steinarnir brenna upp í um hundrað kílómetra hæð yfir jörðu og á miklum hraða.

Að sögn Veðurstofa verða skilyrði til fyrirmyndar í kvöld, sérstaklega á suður- og austurlandi. Áhugasömum er bent á að horfa í suður í átt að stjörnumerkinu Perseifur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×