Hinsegin dagar á Íslandi einstakir Hrund Þórsdóttir skrifar 6. ágúst 2013 18:50 Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fimmtánda sinn. Í fyrstu var þetta eins dags hátíð með um 1500 gestum en nú stendur dagskráin í sex daga og búist er við að um hundrað þúsund manns taki þátt. Í dagskrá Hinsegin daga er af nógu að taka en hana má nálgast í bæklingi sem víða liggur frammi og á netsíðunni reykjavikpride.com. Hátíðin hefst á menningarlegum nótum og farið verður í sögugöngu um miðborgina í kvöld, dagskráin nær síðan hápunkti með Gleðigöngunni á laugardaginn. „En svo eru óteljandi litlir viðburðir sem snerta mann kannski dýpra og eru mikilvægari en engu að síður er gleðigangan partýið í dagskránni,“ segir Eva María Þórarinsdóttir, formaður Hinsegin daga. Göngu- og öryggisstjórn Gleðigöngunnar fundaði í húsnæði Samtakanna 78 í dag og þar hangir uppi ljósmyndasýning sem sýnir tvær fyrstu göngurnar, árin 1993 og 1994. „Og öll gangan er jafnstór og lítið atriði í dag í göngunni, um 50 manns kannski. Þetta sýnir hversu afskaplega hröð þróunin hefur verið en við vitum líka að ef við pössum ekki upp á þetta sjálf getum við tekið skref aftur á bak,“ segir Eva. Í bókaversluninni Iðu í Lækjargötu er kaupfélag Hinsegin daga og þar er seldur ýmiss regnbogavarningur auk miða á viðburði hátíðarinnar. Ein af nýjungunum í ár er ball fyrir ungmenni undir tvítugu sem Eva segir að mætti sinna betur. „Þetta eru krakkar sem eru kannski að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum og eru viðkvæm og hrædd.“ Hún segir Gleðigönguna á Íslandi einstaka því allir séu velkomnir. Þá sé hún leið hinsegin samfélagsins til að þakka fyrir sig. Eva býst við að gangan verði á pólitískum nótum í ár. „Við erum ekki ein í heiminum og við berum ábyrgð á því að hjálpa þeim sem kannski lifa ekki við eins góðar aðstæður og við gerum á Íslandi,“ segir Eva að lokum. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fimmtánda sinn. Í fyrstu var þetta eins dags hátíð með um 1500 gestum en nú stendur dagskráin í sex daga og búist er við að um hundrað þúsund manns taki þátt. Í dagskrá Hinsegin daga er af nógu að taka en hana má nálgast í bæklingi sem víða liggur frammi og á netsíðunni reykjavikpride.com. Hátíðin hefst á menningarlegum nótum og farið verður í sögugöngu um miðborgina í kvöld, dagskráin nær síðan hápunkti með Gleðigöngunni á laugardaginn. „En svo eru óteljandi litlir viðburðir sem snerta mann kannski dýpra og eru mikilvægari en engu að síður er gleðigangan partýið í dagskránni,“ segir Eva María Þórarinsdóttir, formaður Hinsegin daga. Göngu- og öryggisstjórn Gleðigöngunnar fundaði í húsnæði Samtakanna 78 í dag og þar hangir uppi ljósmyndasýning sem sýnir tvær fyrstu göngurnar, árin 1993 og 1994. „Og öll gangan er jafnstór og lítið atriði í dag í göngunni, um 50 manns kannski. Þetta sýnir hversu afskaplega hröð þróunin hefur verið en við vitum líka að ef við pössum ekki upp á þetta sjálf getum við tekið skref aftur á bak,“ segir Eva. Í bókaversluninni Iðu í Lækjargötu er kaupfélag Hinsegin daga og þar er seldur ýmiss regnbogavarningur auk miða á viðburði hátíðarinnar. Ein af nýjungunum í ár er ball fyrir ungmenni undir tvítugu sem Eva segir að mætti sinna betur. „Þetta eru krakkar sem eru kannski að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum og eru viðkvæm og hrædd.“ Hún segir Gleðigönguna á Íslandi einstaka því allir séu velkomnir. Þá sé hún leið hinsegin samfélagsins til að þakka fyrir sig. Eva býst við að gangan verði á pólitískum nótum í ár. „Við erum ekki ein í heiminum og við berum ábyrgð á því að hjálpa þeim sem kannski lifa ekki við eins góðar aðstæður og við gerum á Íslandi,“ segir Eva að lokum.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira