Hinsegin dagar á Íslandi einstakir Hrund Þórsdóttir skrifar 6. ágúst 2013 18:50 Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fimmtánda sinn. Í fyrstu var þetta eins dags hátíð með um 1500 gestum en nú stendur dagskráin í sex daga og búist er við að um hundrað þúsund manns taki þátt. Í dagskrá Hinsegin daga er af nógu að taka en hana má nálgast í bæklingi sem víða liggur frammi og á netsíðunni reykjavikpride.com. Hátíðin hefst á menningarlegum nótum og farið verður í sögugöngu um miðborgina í kvöld, dagskráin nær síðan hápunkti með Gleðigöngunni á laugardaginn. „En svo eru óteljandi litlir viðburðir sem snerta mann kannski dýpra og eru mikilvægari en engu að síður er gleðigangan partýið í dagskránni,“ segir Eva María Þórarinsdóttir, formaður Hinsegin daga. Göngu- og öryggisstjórn Gleðigöngunnar fundaði í húsnæði Samtakanna 78 í dag og þar hangir uppi ljósmyndasýning sem sýnir tvær fyrstu göngurnar, árin 1993 og 1994. „Og öll gangan er jafnstór og lítið atriði í dag í göngunni, um 50 manns kannski. Þetta sýnir hversu afskaplega hröð þróunin hefur verið en við vitum líka að ef við pössum ekki upp á þetta sjálf getum við tekið skref aftur á bak,“ segir Eva. Í bókaversluninni Iðu í Lækjargötu er kaupfélag Hinsegin daga og þar er seldur ýmiss regnbogavarningur auk miða á viðburði hátíðarinnar. Ein af nýjungunum í ár er ball fyrir ungmenni undir tvítugu sem Eva segir að mætti sinna betur. „Þetta eru krakkar sem eru kannski að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum og eru viðkvæm og hrædd.“ Hún segir Gleðigönguna á Íslandi einstaka því allir séu velkomnir. Þá sé hún leið hinsegin samfélagsins til að þakka fyrir sig. Eva býst við að gangan verði á pólitískum nótum í ár. „Við erum ekki ein í heiminum og við berum ábyrgð á því að hjálpa þeim sem kannski lifa ekki við eins góðar aðstæður og við gerum á Íslandi,“ segir Eva að lokum. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fimmtánda sinn. Í fyrstu var þetta eins dags hátíð með um 1500 gestum en nú stendur dagskráin í sex daga og búist er við að um hundrað þúsund manns taki þátt. Í dagskrá Hinsegin daga er af nógu að taka en hana má nálgast í bæklingi sem víða liggur frammi og á netsíðunni reykjavikpride.com. Hátíðin hefst á menningarlegum nótum og farið verður í sögugöngu um miðborgina í kvöld, dagskráin nær síðan hápunkti með Gleðigöngunni á laugardaginn. „En svo eru óteljandi litlir viðburðir sem snerta mann kannski dýpra og eru mikilvægari en engu að síður er gleðigangan partýið í dagskránni,“ segir Eva María Þórarinsdóttir, formaður Hinsegin daga. Göngu- og öryggisstjórn Gleðigöngunnar fundaði í húsnæði Samtakanna 78 í dag og þar hangir uppi ljósmyndasýning sem sýnir tvær fyrstu göngurnar, árin 1993 og 1994. „Og öll gangan er jafnstór og lítið atriði í dag í göngunni, um 50 manns kannski. Þetta sýnir hversu afskaplega hröð þróunin hefur verið en við vitum líka að ef við pössum ekki upp á þetta sjálf getum við tekið skref aftur á bak,“ segir Eva. Í bókaversluninni Iðu í Lækjargötu er kaupfélag Hinsegin daga og þar er seldur ýmiss regnbogavarningur auk miða á viðburði hátíðarinnar. Ein af nýjungunum í ár er ball fyrir ungmenni undir tvítugu sem Eva segir að mætti sinna betur. „Þetta eru krakkar sem eru kannski að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum og eru viðkvæm og hrædd.“ Hún segir Gleðigönguna á Íslandi einstaka því allir séu velkomnir. Þá sé hún leið hinsegin samfélagsins til að þakka fyrir sig. Eva býst við að gangan verði á pólitískum nótum í ár. „Við erum ekki ein í heiminum og við berum ábyrgð á því að hjálpa þeim sem kannski lifa ekki við eins góðar aðstæður og við gerum á Íslandi,“ segir Eva að lokum.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira