Skelfileg heimkoma eftir Þjóðhátíð Boði Logason skrifar 6. ágúst 2013 21:45 Atli Már Gylfason starfar sem útvarpsmaður á K 100,5 og einnig sem plötusnúður. Hér er hann inni í eldhúsinu eftir innbrotið. Mynd/Eyþór „Þetta er ömurlegt, alveg hreint ömurlegt. Þetta er með því verra sem maður getur lent í," segir útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Atli Már Gylfason. Þegar Atli Már snéri til síns heima í Reykjanesbæ, eftir að hafa skemmt sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina, var búið að tæma íbúðina hans nánast og leggja hana í rúst. „Það var búið að sparka upp hurðinni og brjóta dyrakarminn. Það var búið að hreinsa allt, allt frá sængunum mínum yfir í ryksuguna. Það var nánast allt tekið, flakkarinn, tölvan, tvö sjónvörp, íþróttaskór, íþróttafatnaður og þannig mætti lengi halda áfram. Nánast eina sem var ekki tekið var örbylgjuofninn minn," segir Atli Már í samtali við Vísi nú í kvöld. „Það eru einhverjir menn þarna úti sem eru með ljósmyndir frá fæðingu barnanna minna. Menn hafa þurft að vera á jeppa eða sendibifreið til þess að flytja þetta allt út úr íbúðinni," segir hann. Atli Már segist enn vera að átta sig á þessari skelfilegu lífsreynslu og tilfinningin sé alls ekki góð. „Ég gisti hjá ættingjum í nótt því það er ekkert hægt að vera hérna. Það voru engar sængur og íbúðin bara í rúst."Atli Már inni í svefnherginu sínu.Mynd/eyþórHann segir það vera lán í óláni að plötusnúðsgræjurnar hans hafi ekki verið á heimilinu. „Það er einhver þarna uppi sem er vel við plötusnúða því hljóðborðið mitt og allar græjurnar voru í læstri geymslu í Hafnarfirði fyrir algjöra tilviljun," segir hann. Atli Már segist ekki fá tjónið bætt enda sé hann ekki tryggður. „Ég, eins og margir aðrir, kom illa út úr þessu hruni og þá þurfti maður bara að velja og hafna. Ég er að verða þrítugur og hef aldrei lent í neinu svona áður, og óraði ekki fyrir því að lenda í einhverju svona. Ég hefði aldrei búist við því." Lögreglan í Reykjanesbæ vinnur nú að rannsókn málsins, en Atli Má biður þó fólk um að hafa augun opin. „Ég hef fengið gríðarlegan stuðning á Facebook og hafa yfir 2000 manns deilt statusnum mínum, og mikið af því fólki þekki ég ekki neitt. Ég þakka kærlega fyrir það. Núna á næstu dögum verður þessu komið í verð á internetinu og ég vil biðja fólk um að hafa augun opin, til dæmis á vefnum bland.is," segir hann. Atli Már hefur boðið hverjum þeim sem gefur honum upplýsingar um það hverjir hafi verið þarna að verki 50 þúsund krónur - og er fullum trúnaði heitið.Facebook-síða Atla Más. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
„Þetta er ömurlegt, alveg hreint ömurlegt. Þetta er með því verra sem maður getur lent í," segir útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Atli Már Gylfason. Þegar Atli Már snéri til síns heima í Reykjanesbæ, eftir að hafa skemmt sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina, var búið að tæma íbúðina hans nánast og leggja hana í rúst. „Það var búið að sparka upp hurðinni og brjóta dyrakarminn. Það var búið að hreinsa allt, allt frá sængunum mínum yfir í ryksuguna. Það var nánast allt tekið, flakkarinn, tölvan, tvö sjónvörp, íþróttaskór, íþróttafatnaður og þannig mætti lengi halda áfram. Nánast eina sem var ekki tekið var örbylgjuofninn minn," segir Atli Már í samtali við Vísi nú í kvöld. „Það eru einhverjir menn þarna úti sem eru með ljósmyndir frá fæðingu barnanna minna. Menn hafa þurft að vera á jeppa eða sendibifreið til þess að flytja þetta allt út úr íbúðinni," segir hann. Atli Már segist enn vera að átta sig á þessari skelfilegu lífsreynslu og tilfinningin sé alls ekki góð. „Ég gisti hjá ættingjum í nótt því það er ekkert hægt að vera hérna. Það voru engar sængur og íbúðin bara í rúst."Atli Már inni í svefnherginu sínu.Mynd/eyþórHann segir það vera lán í óláni að plötusnúðsgræjurnar hans hafi ekki verið á heimilinu. „Það er einhver þarna uppi sem er vel við plötusnúða því hljóðborðið mitt og allar græjurnar voru í læstri geymslu í Hafnarfirði fyrir algjöra tilviljun," segir hann. Atli Már segist ekki fá tjónið bætt enda sé hann ekki tryggður. „Ég, eins og margir aðrir, kom illa út úr þessu hruni og þá þurfti maður bara að velja og hafna. Ég er að verða þrítugur og hef aldrei lent í neinu svona áður, og óraði ekki fyrir því að lenda í einhverju svona. Ég hefði aldrei búist við því." Lögreglan í Reykjanesbæ vinnur nú að rannsókn málsins, en Atli Má biður þó fólk um að hafa augun opin. „Ég hef fengið gríðarlegan stuðning á Facebook og hafa yfir 2000 manns deilt statusnum mínum, og mikið af því fólki þekki ég ekki neitt. Ég þakka kærlega fyrir það. Núna á næstu dögum verður þessu komið í verð á internetinu og ég vil biðja fólk um að hafa augun opin, til dæmis á vefnum bland.is," segir hann. Atli Már hefur boðið hverjum þeim sem gefur honum upplýsingar um það hverjir hafi verið þarna að verki 50 þúsund krónur - og er fullum trúnaði heitið.Facebook-síða Atla Más.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira